Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Qupperneq 5

Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Qupperneq 5
Vilmundur Gylfason: FORTÍÐ OG FRAIUTÍ Þessi grein birtist í Skutli, blaði vestjirskra jaj/iaðarmanna, skömmu fyrir síðustu kosningar. Þó ekki sé vitað til að kosningar séu í nánd, finnst okkur greinin eiga jullan rétt á sér til birting- ar nú. Orð gera engum manni og engri þjóð gagn, ef að baki býr lítið nema vatn og vindur. I þessari kosnnigabaráttu hafa tvö orð verið sins konar rauður þráður — hægri og vinstri. Eg hefi sagl, og segi, að þessi orð eru um margt orðin úrelt og eru nánast þrældómur við fortíðina og þjóna ekki framtíðinni. Þessi orð eiga rætur sínar að rekja til franska þingsins í lok 18. aldar. Þau fengu endurnýjað gildi á upphafsárum sósíaliskrar baráttu. En síðan hefur margt hreyst. Þrjú mál setja einkum svip sinn á þessa kosningabaráttu: Efnahagsmál, varnarmál, land- helgismál. I efnahagsmálum á þessi skipting vissulega við í höfuðatriðum. Þó er það svo að allir flokkar aðhyllast svo- kallað hlandað hagkerfi, hag- kerfi þar sem blandað er ríkis- rekstri, félagsrekstri, samvinnu- rekstri og einkarekstri. Þar er nokkur áherslumunur en ekki stórfelldur ágreiningur. Um önnur þessi mál er það beinlínis villandi og ruglandi að nota orðin hægri og vinstri. Skyll er að geta þess, að varnarmálin hafa verið erfið flokksmál bæði í Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokknum. Eina raunverulega ágreinings- efnið, sem sjálfkallaðir „vinstri“ Alþýðuflokksmenn hafa haft við okkur hina, eru varnarmálin. Við höfum lagt fram ítarlega stefnuskrá í þessum málum, og að henni munum við vinna. En að kalla eitt vinstri og annað hægri í þessum málum er þvætt- ingur og út í hött. Varnarmálin eru dægurmál sem snerta anars vegar öryggi okkar lands og annarra, en hins vegar íslenskan þjóðarmetning og þjóðarstolt. Menn verða að taka yfirvegaða afstöðu, byggða á reynslu og byggða á tilfinningum. Það kemur hægri og vinstri ekkert við. Sama er raunar að segja um landhelgismál. Allir sjá, að út- færslan stefnir hvorki til hægri né vinstri. Hún stefnir út á mið- in, hún tryggir íslenska hags- muni og íslenskt sjálfstæði. Það þjónar engum tilgangi, að rugla landhelgismál með orðaskaki. Að landhelgismálum þarf að vinna og þar er raunar enginn ágreiningur um raunverulegt markmið. Annað er að þyrla upp ryki. Því er á þetta minnt, að ís- lensk stjórnmál eru nú sem oft áður, 'á vegamótum. Menn eru um margt að endurmeta hug- myndir sínar um land og líf. Menn vilja stefna að auknu launajafnrétti, aukinni félags- legri aðstöðu, auknum réttind- um hinna dreifðu byggða. I því sambandi má raunar minna á, að miðstjórnarvald, og þá í merkingunni Reykjavíkurvald, taldist áður vera vinstri stefna, valddreifing þá hægri stefna. Hér er að verða og á sér stað mikil breyting. En menn eru jafnvel að gera enn meira. Menn eru margir hverjir að endurmeta afstöðu sína til vinnu og lífsgæða. A- kveðið magn veraldlegra lífs- gæða er undirstaða Hfs og lífs- hamingju. En raunveruleg vinna á ekki og má ekki þurfa að vera svo mikil, að menn sjái ekki til Frh. á bls. 6. C . ........ . . ' • Fjórðungssamband IMorðlendinga gengst fyrir æskulýðsráðsfefnu Fjórðungsþing Norðlendinga, sem haldið var í Reykjaskóla, 26. — 28. ágúst s. 1., ákvað að Fjórðungssamband Norðlend- inga gengist fyrir æskulýðsráð- stefnu í samráði við Æskulýðs- samtök á Norðurlandi. Þingið fól milliþinganefnd í mennta- málum að annast ráðstefnuna. Nýlega hélt menntamálanefnd- in fund með formönnum og framkvæmdastjórum ungmenna- sambanda og íþróttabandalaga á Norðurlandi. Akveðið var á fundinum, að halda æskulýðs- ráðstefnu fyrir Norðurland næstavor í samstarfi Fjórðungs- sambandsins og æskulýðssam- laka á Norðurlandi. Fyrir ráð- stefnuna verður gerð kötinun allra æskulýðsmála í fjórðungn- um, sem væri liður í undirbún- ingi. Gert er ráð fyrir að á ráð- stefnunni verði mótuð sameigin- leg stefna sveitarstjórnarmanna og áhugamanna um æskulýðs- mál á Norðurlandi, sem síðan verði lögð fyrir næsta Fjórð- ungsþing Norðlendinga. Þetta verður opin ráðstefna öllum, sem láta sig varða æskulýðsmál. Sveilarstjórnarmönnum og framámönnum í æskulýðsmálum verður sérstaklega boðið til ráð- stefnunnar. Ráðstefnan er haldin í sam- starfi við Reyni Karlsson, æsku- lýðsfulltrúa ríkisins, og Æsku- lýðsráð ríkisins. Hann mun ann- ast í samstarfi við Fjórðungs- samabndið undirbúning ráð- stefnunnar. Með þessari ráð- stefnu heldur Fjórðungssam- bandið áfram á þeirri braut sinni, að skapa aukin tengsl á milli aðila utan sveitarstjórn- anna um þau málefni, sem sam- bandið vinnur að á hverjum tíma. Þannig leitast Fjórðungs- sambandið við að fá aukna yfir- sýn og meiri samstöðu um þau málefni, sem efst eru á baugi hjá því hverju sinni. Hér fer Fjórðungssambandið fyrst allra landshlutasamtakanna inn á þá braut, að taka fyrir æskulýðs- mál á sérstakri ráðstefnu. Fréttatilkynning. \ bókamarkaðÍRium mundsdóttir, sem við Akureyr- ingar köllum „Fríðu í Markað- inum“, og fleiri munu skipa þennan frásagnabekk, alls sjö. Þá er nýkomin í bókabúðir frá Skjaldborg ný barna og ung- lingabók eftir Indriða Ulfsson, skólastjóra, en bækur hans eru vinsælt lesefni margra ung- menna. Þetta er 7. bók Indriða. Þá er komin út 4. Kátubókin hjá forlaginu og mun ekki þurfa að auglýsa hana frekar, eftir vin- sældum fyrri Kátubóka að dæma. GERSEMAR GUÐANNA Bókaútgáfan Orn og Örlygur hefir sent þriðju bók Erichs von Dániken á markað, en áður hafa komið út bækurnar: „Voru guð- irnir geimfarar?“ og „í geim- fari til goðheima", eftir sama höfund. Öhætt mun að fullyrða, að fáir eða engir nútíma rithöfund- ar njóti slíkrar athygji og frægð- ar, sem Svisslendingar Erich von Dániken. Heiftarlegar deilur hafa risið út af kenningum hans í flestum löndum heims, og for- dæma sumir verk hans niður fyrir allar hellur og kalla hann jafnvel falsara, en aðrir hefja hann til skýjanna sem snilling, er tekist hafi hvorki meira né minna en það, sem flesta hefur dreymt um frá örófi alda, en engum lánast til þessa: að leysa sjálfa lífsgátuna, gátuna um upp- haf alheims, lífs, mannkyns. En hversu sem menn skiptast í fylk- ingar með og á móti Dániken, þá verður þeirri staðreynd ekki á móti mælt, að varla njóta bækur meiri vinsælda en þær, sem þessi ljóndjarfi og óþreyt- andi áhugafornfræðingur hefur ritað um rannsóknir sínar og kenningar., Þær seljast í risaupp- lögum, hvar sem er í heiminum — jafnt í auðvaldslöndum Vest- ursins, sem í Kína og Sovét. Er líklega leitun á vísindamanni og rithöfundi, sem nýtur svo al- hliða útbreiðslu. Að minnsta kosti ein kvikmynd hefur verið gerð út frá bókum Dánikens, og mun hún innan skamms væntan- leg í kvikmyndahús hérlendis. Gersemar guðanna er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í .Viðey og bundin í Arnarfelli hf. BIBLÍUHANDBÓKIN ÞÍN Bókin er helguð minningu séra Hallgríms Péutrssonar, í tilefni af 300. ártíð hans. Hluti af sölu- hagnaði rennur til byggingar Hallgrímskirkj u í Reykjavík. Bókaútgáfan Órn og Örlygur hefir sent frá sér ofanskráða bók, sem er 308 blaðsíður og skreytt fjölda mynda. I undir- titli bókarinnar segir, að hún skýri í máli og myndum heiti og hugtök í Heilagri ritningu. 1 formálsorðum sínum segir séra Sigurbjörn Einarsson, bisk- up m. a.: Sú bók, sem hér kemur út á íslensku, mun geta bætt verulega úr tilfinnanlegri vöntun á hjálp- argögnum við lestum Heilagrar ritningar. Sá er og tilgangurinn með útgáfu hennar. Hún hefur að geyma skrá um mikilvæg heiti og hugtök með upplýsing- um og skýringum. Efninu er svo fyrir komið, að auðvelt er að finna greið svör við mörgu því, sem lesandinn staldrar við. Myndirnar eru mjög til glöggv- unar og lífgunar á efninu. Ætla má, að öllum fróðleiks- fúsum mönnum þyki fengur í þessari handhægu bók og mörg- um þeim, sem nota Biblíuna að staðaldri, mun verða mikið gagn af þeirri leiðsögn, sem hér er í boði. Bókin er fyrst og fremst samin til afnota við kristin- fræðinám í barnaskólum og er prýðilega til þess fallin. En henni er einnig ætlað að leið- beina hverjum þeim, sem vill fræðast um Biblíuna, það sögu- svið, sem umlykur hana, þann boðskap, sem hún flytur. Ég þakka útgefanda og þýðanda og vona, að þessi bók fái verð- skuldaðar viðtökur og færi mörgum gleði og blessun. Þýðandinn, séra Magnús Guð- jónsson, segir í eftirmála: Meg- inefni bókarinnar skiptist í rúma 50 þætti, sem gerð eru nákvæm Frh. á bls. 6. ALÞÝÐUMAÐURINN 5

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.