Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 3
vw vvv t t t Y Y Y t t ❖ t t Y t t t ❖ t t t t Y t t t t t Y -t. vv V ■ Jólin eru að koma, það blandast víst engum hugur um það. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur mannlífið í þessu landi verið að taka á sig mynd þeirrar miklu hátíðar. Jólakauptíðin hefur geisað með auknum atgangi, dyggilega studd af fjölmiðlum þjóðarinnar, sem kepp- ast við að flytja okkur auglýsingar kaupahéðna í máli og myndum með þeim árangri, að börnin okkar telja það orðið sjálfsagt mál að skrökva sér til fram- dráttar. Það hefur verið bakað og bruggað sjálfsagt meira en nokkru sinni fyrr og heyrst hefur, að bið- stofur bankastjóra séu þéttsetnari um þessar mundir en oftast áður. Allt er þetta víst vegna jólanna; þá þurfa allir að vera glaðir. En hvernig getur nokkur verið glaður á jólum, sem ekki hefur dýrindis steikur, sætar kökur, vín og konfekt til að gæða sér á? Eða er trúlegt að nokkur geti verið glaður á jólum nema hann fái marg- ar stórar og dýrar gjafir? Er þetta ekki fagnaðarefni jólanna? — Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sagði eng- illinn á hinni fyrstu kristnu jólanótt. Var þessi fögn- uður fólginn í steikum, víni og fögrum gjöfum? Nei, ekki var á þá hluti minnst svo vitað sé. — Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, sagði engillinn. Frelsari — Kristur — Drottinn? Hvað er nú það? Höfum við eitthvað með hann að gera? Þarfnast nútímamaðurinn frelsunar og ef svo er, frá hverju? Eru það ekki einungis gamlar kerlinga- bækur, sem heilagt Orð segir, að allir menn þarfnist frelsunar frá synd og dauða? Synd er samkvæmt skilgreiningu allt það er brýtur í bága við eðlilega framþróun hinnar jákvæðu sköp- unar Guðs. Samkvæmt því er allt það er hamlar gegn mögulegum þroska einstaklingsins, synd. Hugsum um það hvort eitthvað geti mögulega hamlað gegn þroska okkar. Ætli vínið sem við þömbum skerpi starfsemi heilans? Eða tóbaksreykurinn, sem við fyU- um lungu okkar með, skyldi hann auðvelda súrefnis- vinnsluna? Og getur það verið að eigingimi okkar og sjálfselska komi niður á öðrum, beint eða óbeint. Hugsum um okkar eigin fjölskyldu. Er eitthvað það í framgöngu okkar og háttalagi, sem rænir t. d. aðra fjölskyldumeðlimi eðliiegrí lífsgleði? Og hugsum um samfélagið í heild. Eigum við einhvern þátt í hróplegu misrétti t. d. til launa og aðstöðu? Þannig getum við haldið endalaust áfram, samt telja menn sig ekki þarfnast frelsara. Dauði er andstæða lífs. Þegar við hugsum um dauðann beinist athyglin fyrst og fremst að endalok- -464. .A&4. ^&4..a&4 4&4 464 J&A. 464 f f Y T t Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y ♦> Séra Jén A. Baldvinsson, Staðarfelli: FAGIMAÐAREFIMI JÓLAIMIMA um hins jarðneska lífs og bollaleggingum um fram- vindu mála að því loknu. Eg hygg að flestum sé það harmabót að vita sig og sína eiga árnaðarmann hjá Guði. En það er einnig til annarskonar dauði en hinn líkamlegi. Það er hægt að lifa líkamlegu lífi en vera samt dauður, samkvæmt guðfræðilegri merkingu þess orðs. í dæmisögunni um týnda soninn talar Jesús um slíkan dauða. Lífið er þátttaka í sköpun Guðs. Samkvæmt þeirri skilgreiningu eru þeir menn því dauðir sem ganga eyðingaröflunum á hönd. Nú er þáð mála sannast, að það stendur ekki í mannlegu valdi að dæma um það hver sé dauður og hver lifandi, en sérhver sá er vill standa ábyrgur gagnvart skapara sínum hlýtur að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar hvar hann sé staddur á veg- inum, hvert lífsmark sé með honum. Við slíka sjálfs- rýni kemur rnargur dauðabletturinn í ljós þrátt fyrir einlægan og góðan vilja til að ástunda hið fagra og fullkomna. Samt segjast menn ekki þarfnast frels- ara. Jólin eru hátíð gleðinnar, þá þyrfti öllum að líða vel. En því miður er það ekki svo þrátt fyrir allar steikurnar, sætabrauðið, vínið, konfektið og dýru gjafirnar. Það er vegna þess, að hin sanna jólagleði er ekki fólgin í þessu heldur því að skynja komu frels- arans í heiminn, að upplifa gjörtæka endurnýjun sambandsins við hann, — það er hið raunverulega fagnaðarefni jólanna. Jesús Kristur kemur á jólum. Það er vitund og reynsla hvers kristins manns. Og upplifun þess stór- kostlega atburðar gerir okkur innilega glöð, og hefur gjörtæk áhrif á framvinduna í lífi okkar. ■Jesús Kristur kemur á jólum. Það er þess vegna sem við gerum hreint í híbýlum okkar og fylgsnum hugans, gleymum því ekki. Og þess vegna viljum við fórna nokkru til þess að geta glatt hvert annað, við vitum að það er hans vilji. Já, Jseús Kristur kemur á jólum, og víst er um það, að ériginn kemst hjá því að verða fyrir áhrifum af komu hans, hvort sem hann vill eða vill ekki. Spurningin snýst hinsvegar um það, hversu djúptæk og varanleg þau áhrif verða. Það er vissulega að mestu undir okkur sjálfum komið. Þorum við að leggja spilin á borðið, þorum við að ljúka upp fyrir honum, sem vill og einn megnar að viðhalda þeirri mennsku, sem við erum sköpuð til? Eða ætlum við að halda áfram að flýja hann? Um þetta skulum við hugsa og taka ákvörðun. Guð gefi okkur vilja og þor til þess að bjóða frels- ara okkar og Drottni til stofu á jólum. Y Y Y f f f f f f Y T T f f f I f f f Y T f 'V f f ♦> f f f f ♦> VVVVVVVVVVWvVVVvVWVVVVvV V>*VVVVV’/VVVVVVVVVVVVVVVV vVW . /ÓLABLAÐ

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.