Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 8
Þótt blási kaldar kyljur Það hefur mjög verið gagnrýnt nú á síðari árum, hve mikið umstang og erill hafa sett svip sinn á jólaundir- búning hjá oss íslendingum. Hafa sumir við orð, að þjóðin sé orðin úrvinda af þreytu, þegar sjálf jólin halda að iokum innreið sína. Þetta má til sanns vegar færa. En þarna koma og fleiri atriði til en jólin ein, þótt mikið umstang sé við þau. Áramótin eru að fornu og nýju tími uPPgjörs við liðna tíð. Með síauknum viðskiptum og at- höfnum manna á öllum sviðum fylgir að sjálfsögðu mikil vinna við áramótauppgjör. Bankafólk og þeir fjölmörgu, sem alls kyns viðskipti stunda, leggja því nótt við dag um áramótin. Oft hvarflar það að manni, hvort ekki sé hægt að dreifa þeim önnum sem áramótum fylgja á lengri tíma. Það væri áreiðanlega öllum hollara ef hægt væri. I nýútkomnu riti Almenna bókafélagsins um Evrópu kemur meðal annars fram að vér íslendingar höfum flestum þjóðum fleiri frí- og hátíðadaga. Þykir ýmsum þetta miður. En menn mættu gjarnan hugsa til þess, að frá fornu fari hafa atvinnuhættir þessarar þjóðar mótast af tvennu — tíðarfari og veiðimennsku. Þjóð, sem frá öndverðu hefur búið við rysjótt veðurfar í harð- býlu landi án nokkurs trausts í jarðefnum eða arðsamri verzlun hlýtur að verða lík og náttúra Iandsins — fagur- fjöllit — brotasilfur. I eðli hennar kennir jafnt ljóss og skugga sem margra litbrigða. Hún verður eins og sagt er um veðrið á íslandi, að það sé ekkert veður heldur aðeins sýnishorn af veðri — marglynd og torráðin. Þjóð, sem almennt Ieggur á sig margfalda vinnu á við aðrar þjóðir, hlýtur að þurfa hvíld. En — í stað jafnrar og stöðugrar vinnu hefur hún orðið að vinna í skorpum og hún hvíldist líka í skorpum. Einmitt á þeim tíma, þegar dagur er skemmstur og skammdegisskuggarnir dekkstir koma jólin með friði og fögnuði til myrkurhrjáðra manna. Þess vegna — þó ekki væri af öðrum ástæðum — ættu jólin að verða oss kærkomin — lík frá streitulífi og storm- stormum langra daga. Á því ári, sem nú er á förum, hefur gustað mjög í þjóðlífi voru. Kaldar kyljur hafa blásið í stjórnmálunum. Dómsmálin — sá þáttur stjórnsýslu vorrar, sem vér allir höfum talið traustastan — er að rakna sundur í blá- þræði. Þetta sterkasta haldreipi vort brestur nú hátt við. Lengi hefur það verið mörgum ljóst, að ekki væri allt með felldu, þegar misferli — stórt sem smátt hefur árum og áratugum saman viðgengst refsingalaust. Þar nægir að vísa til stórfelldra skattsvika stórs hluta þjóðarinnar, fjársvikamála, sem árum saman velkjast um í gruggugu vatni íslenzkrar réttargæzlu. Það verður hið sögulega hiutverk æskufólks á íslandi að flétta á nýjan leik saman þann meginþátt íslenzkrar stjórnsýslu — íslenzks lýð- ræðis — íslenzks manndóms — sem traust og ábyggi- leg réttargæzla verður að vera. Annars er úti um allt. Svo mildu máli skiptir áreiðanleiki dómskerfisins litla þjóð, sem alla tíð hefur orðið að treysta lögunum vegna smæðar sinnar, að þar er um að ræða sjálfa undirstöð- una að frjálsri og stoltri tilveru hennar. Siðleysi kunn- ingsskapar og flokkabönd mega ekki reyra sjálft sjálf- stæði þessarar þjóðar í hengingaról þeirrar takmarka- lausu spillingar, sem hvarvetna virðist setja sitt myrka mark á þjóðlíf vort. Unga Island verður nú að taka höndum saman og reka þegar á næsta ári af sér þau hesli- bönd flokksþjónkunnar og kunningsskapar, sem ógnar nú sjálfstæði landsins og siðferði þjóðarinnar. Enga ósk á ég nú betri þjóðinni til handa, en að næsta ár boði ragnarök óþjóðhollra spillingarafla fésýslu og forréttinda, sem skriðið hafa inn í helgustu vé þjóðarinnar og eitra þaðan þjóðlífið. I von um betri tíð og bætt mannlíf óska ég öllum les- endum Álþýðumannsins gleðilegra jóla og farsællar bar- áttu á nýju ári. Bárður Halldórsson. Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Skall hurð nærri h; í öllu góðviðrinu í haust og vetur hafa oft hvarflað í hug mér minningar um veturna milli 1910 og 1920, sem flestir voru harðir og sumir með fá- dæmum. Og einkum hefir einn atburður orðið mér minnisstæðari öðrum, og læt ég hans hér getið, þótt ekki sé mikið til frásagna. Ég átti þá, eins og raunar öll mín upp- vaxtarár, heima á Hlöðum í Hörgárdal. Það var snemma á jólaföst- unni 1914. Hríðarveður höfðu gengið lengi, aldrei veruleg illviðri, en alltaf bætti snjó á snjó, og ófærð var með fá- dæmum, því að aldrei hafði snjóinn barið saman. Ekki var þó orðið jarðlaust, og fæsta daga svo vont veður, að ekki væri beitt fé, en standa þurfti yfir því. Stefán bóndi lagði kapp á að nota beit eins lengi og auðið var. Bæði var það til að spara hey, og svo hafði gömul búskaparreynsla sýnt honum, að féð var því heil- brigðara, sem útivist þess var meiri. Einnig var það reynsla, að eftir að tekið var að gefa inni á annað borð var oft erfitt að halda fé til beitar, þótt tíð batnaði. Við vorum tveir strákar, sem hirtum ærn ar þenna vetur, og vitanlega urðum við einnig að standa yfir þeim, þegar þess þurfti. Fjárhúsin voru sum syðst á túninu en önnur norðarlega. Syðri húsin hirti piltur, sem Axel hét og var hann þá 17 ára, og hafði um 120 ær, en ég, þá 12 ára, hirti nyrðri hús in, sem í voru um 70 ær. Venjulega vaír all langt á milli okkar í yfirstöðunni. Um morguninn, er saga þessi gerðist, var hríðarlaust, en útlit mjög ljótt. Svört hríð arkólga stóð langt inn eftir firði, og þungt sjávarhljóð var að heyra, sem ekki var venja nema í og undan norðanill- viðrum. Logn var en allmikið frost. Snjó hafði bætt á um nóttina, svo að enn hafði sneyðst um beitina. Ég var venju fremur tregur til að reka ærnar á beit, var það þó vissulega meira leti en for- sjálni. En ekki var um annað að tala, en látið yrði út að venju. Við fórum af stað um morguninn áður en fullbjart var, og áttum að standa hjá fram undir myrkur, ef ekk- ert gerðist. Axel rak sinn hóp suður og upp á svonefndan Lágháls, en ég fór beint aust- ur frá bænum að kalla, og hélt ánum til beitar um mýra höll og holt austur hjá svo- kölluðum Hvasshól. Á þessum slóðum höfðum við verið und anfarna daga, svo að komnar voru nokkrar slóðir, enda þótt stöðugt fennti í, var harðspori undir. Um leið og ég fór hafði Stefán einhver orð um að ég skyldi fylgjast vel með veðri, og koma heim þegar í stað ef versnaði. Ég svaraði því fáu, því að svo var mér þvert um geð að fara, að ég hét því með sjálfum mér, að heim færi ég ekki fyrr en í fulla hnefana. Mér gekk sæmilega að koma ánum til beitar, þótt færðin væri þung, en þær voru vanar leiðinni og rötuðu. Tóku þær strax til við krafst- urinn og komið var í beitiland ið, en lítið dreifðu þær sér, enda ekki um mikið landrými að ræða, þar sem næðist til jarðar. Ég var á vakki heim- an við þær og fylgdist með öllu atferli þeirra. Ég var dúð aður í þykkum vetrarfötum, svo að ekki þurfti að óttast kulda. Heldur syrti í lofti, þeg ar fullbjart var orðið, og stöðugt þyngdist sjávarhljóð- ið. Ég fylgdist með, hvernig hríðarkólgan teygði sig lengra inn eftir firðinum, en ráðinn var ég í því, að fara ekki heim fyr en hríðin brysti á, sem ég var sannfærður um að yrði heldur fyrr en seinna. En fyr en varði var hríðarbakkinn, kolsvar'tur og ógnandi kominn inn fyrir Hjalteyri, og smá- vindgusur fóru á undan hon- um og snjókorn sleit úr lofti við og við. Ekki man ég hve langur tími leið, en löngu fyr en mig varði, sá ég hvar Stefán bóndi kom heiman að og stefndi til mín. Þegar hann var kominn í kallfæri, kallaði hann til mín að koma á móti sér. Þegar við mættumst fann ég að honum var órótt, og lét hann sér þó aldrei bregða við smámuni. Biður hann mig nú að fara svo skjótt sem ég mætti suður á háls til Axels, og skyldum við reka ærnar heim þegar í stað, en sjálfur sagðist hann taka við mínum ám og fara að víkja þeim heim. Lagði hann ríkt á við mig að flýta mér eftir megni, því að ekki mætti síðar vera. Ég brá við þegar í stað. Leiðin, sem fara þurfti er naumast mikið meira en 20 mínútna gangur á sumardegi, mestur hluti hennar í fangið, Norðlenzk stórhríð lætur ekki að sér hæða. X Nú er öldin önnur. Nú fara menn jafnvel á snjóbílum í heitar- húsin. m

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.