Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 9

Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 9
elum? þótt ekki sé hallinn mi'kill. Allmi'kill hluti leiðarinnar lá eftir hæðahrygg, þar sem sæmilegt var að fara, þótt þungfært væri, en alls staðar þar sem dró í lægðir voru um brotaskaflar, klofsnjór eða meira, og sumir svo að eng- inn kostur var að komast yfir þá nema að s'kríða. Ég var heldur ek'ki mikill bógur til harðræða, þótt ég væri stór eftir aldri, og klæðnaður minn gerði mér engan veginn létt fyrir um hreyfingar, enda var það næstum með ólíkindum, hversu miklu var hlaðið utan á mann af skjólfötum á þeim árum. Ég braust áfram og sóttist raunar betur en áhorfð ist í fyrstu, enda var færðin öllu skárri eftir því sem sunn ar dró. Enda þótt ég skyggnd ist lítt eftir um hriðarbakk- ann, var mér ljóst, að ekki yrði langt að bíða hríðarinn- ar. Enda jókst snjóhragland- inn með hverri mínútu að kalla. En til Axels náði ég áður en nokkuð gerðist, og tókum við þegar að ýta fénu heim á leið. Stóðst það nokk- urnveginn á endum, að við höfðum komið hópnum á slóð ina, þegar norðanstórhríðin Skall á, svo snöggt sem hendi væri veifað með mlkilli veður hæð og fannkomu. Um leið herti einnig frost. Varla hafa þá verið liðnar meira en 5 mínútur frá því að ég náði að hitta Axel. Leiðin heim mátti kallast sæmilega greiðfær. Þó var þar ein torfæra, svokallað Langasund, þar var skafl mikill og breiður, sem við viss um að yrði lítt fært yfir jafn- skjótt og hvessti. En erfitt gerði það okkur fyrir, að við höfðum veðrið nær beint í fangið, allt uns komið væri á hæðarbrúnina fyrir ofan bæ- inn. Fyrst gekk allt greiðlega, ærnar voru heimfúsar sem von var, en brátt fundum við, að þeim lét ekki að halda beint móti veðrinu, en tóku að leita undan. Varð það þá að ráði okkar, að annar færi á undan og leiddi eina ána með sér en hinn færi á eftir og héldi hópnum saman og ýtti á hann. Skiptumst við á um þetta. Þegar að skaflinum í Langasundinu kom vandað- ist málið. Þar var nokkurt hlé, og vildu margar ærnar leggjast þegar í það kom, og engin leið var að fá nokkra af sjálfsdáðum til að leggja í skaflinn. Við bældum féð nú saman í skjólinu, og reyndum að troða slóð í skaflinn, þó að til lítils kæmi í hríðarkófinu. Reyndum við síðan að draga ærnar í slóðina, og tókst það vonum betur, en fyrstu ærnar sem yfh- komust hurfu sam- stundis sjónum okkar út í hríð ina. Höfðum við raunar ekki miklar áhyggjur af þeim, því að við vissum að eftir þetta var snjólítið og harðspori, sem hægt var að fylgja heim und- ir fjárhús. Eftir að hafa leitt nokkrar ær gegnum skaflinn, vra komin þar sú slóð, að við gátum rekið meginhópinn yfir hann. Gekk allt greiðlega úr því, bæði var snjóléttara og allt undan fæti, veðrið meira á h'lið og stutt heim að tún- garði. Þegar heim kom að þeim húsunum, sem næst voru, fundum við þar ærnar, sem á undan fóru, og lá nú næst fyrir að koma fénu í hús. Meðan við vorum að því komu þeir feðgar Stefán og Halldór sonur hans, til að grennslast um hvað okkur liði, og urðu þeir fegnari en frá yrði sagt. Stefán var ekki kominn heim, þegar hríðin brast á, og hafði Hal'ldór farið til móts við hann, og höfðu þeir nú lokið við að hýsa þann hóp. En ekki var þeim orðið rótt innan- brjósts meðan þeir vissu ekki, hvað okkur leið og óttuðust sem von var, að ég hefði ekki náð til Axels í tæka tíð og hann væri einn að berjast áfram með féð, og ég að kút- veltast í sköflunum einhvers staðar austur á hálsi. Ekki skal getum að því leitt, hvernig farið hefði, ef ég hefði ekki náð suðureftir nógu snemma. Víst er það, að ekki hefði Axel komið fénu einn heimleiðis, og hvað um mig hefði getað orðið skal ósagt látið. En til dæmis um veðurhörkuna er það, að ekki treystumst við fjórir, til að fara með nema lítinn hóp ánna til þeirra húsa sem fjarlægari voru. Þetta var síðasti beitardag- urinn fram á útmánuði. Þrátt fyrir góða tíð undanfarin ár er skammt síðan kafófærð var á Akureyri. Kristján frá Djúpalœk: JÓLIN OKKAR Þau koma þá daprast og dimmast er, jólin mín, jólin þín, með birtu og grið, með gæsku og frið. Jólin okkar. Hver hrífst ei á þvílíkri helgistund? jólin mín, jólin þín. Hver hugsar ei hlýtt? Allt er hreint og hlítt. Jólin okkar. Og enginn við svo mikla einsemd býr, jólin mín, jólin þín, að bræðralagsyl ei beri hans til. Jólin okkar. Það jafnast ei neitt á við jólaljós, jólin mín, jólin þín, því lífsgleðin kær í ljóma þess grær. Jólin okkar. Já, stjarnan frá Betlehem blikar enn, jólin mín, jólin þín, og lofsöngva ber um lendur og ver. Jólin okkar. Við krjúpum og þökkum þann kærleiksblæ jólin mín, jólin þín, sem lífgar upp allt sem leitt var og kalt. Jólin okkar. X * ? X X * I * X £ X $ I T T T y T T T X t. * X I X 1 T y X * T T X * X T i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.