Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 20.12.1976, Blaðsíða 7
IM JÓLAHALD FYRR OG l\ltí Kátt er á jólunum Jólasiðir á íslandi hafa tekið miklum breytingum í aldanna rás og þó líklega aldrei meir en hina síðustu áratugi, en það kaupæði sem nú á dögum fylgir jólunum mun ekki vera eldr'a á íslandi en frá stríðsár- unurn. Þó hefur ýmislegt hald ið sér sem alltaf hefur fylgt jólunum. Jólin eru ennþá há- tíð ljóss og gróðurs eins og áð- ur, þó rafljós hafi leyst kerta ljósin af hólmi að miklu ieyti, og gervijólatré séu víða kom- in í stað lifandi trjáa. Jólin hafa ávállt verið mikil gleði- hátíð og er svo enn. Allt frá fornu fari hafa heimboð mik- ið tíðkast á jólum og var þá oft glatt á hjalla og gjarnan mikið drukkið og ekki síst var mikið um neyslu heknabrugg- aðs jólaöls, en til voru þeir drykkjumenn, sem ekki brögð uðu áfengi á aðfangadagskvöld og jóladag. Jólin hafa ávallt verið hátíð barnanna, enda eðlilegt þar sem minnst er komu Jesúbarnsins í þennan heim á jólunum og hefur það lengi verið venja að gleðja börn á einhvern hátt á jólum og voru kerti og spil algeng- astar gjafa og er víst að þess- ar gjafir sem þættu víst ein- faldar nú, hafi ekki glatt börn in minna en þær gjafir sem nú eru gefnar, enda meðferð og viðurværi barna dags daglega á Islandi fyrr á tímum þannig að ekki þætti boðlegt hjá nokk urri siðaðri þjóð í dag. En fleiri gerðu sér dagamun á jól unum en mennskir menn. Þá fóru álfar og huldufólk á kreik og skemmtu sér í híbýl um manna. Var þá vissast fyr ir þann eða þá sem heima var og gætti húsa þegar heimafólk fór til kirkju, að láta ekki glepjast og ganga í gleðina með álfum, slíkt gat hefnt sín grimmilega. Annað hvort hlaut sá sem vildi með álfum skemmta sér hinn versta dauð daga, eða þá að hann missti vitið. Þessar skemmtanir álfa í mannh'eimum voru annað hvort á jólanótt eða nýársnótt. Fleiri yfirnáttúrlegar verur brugðu á leik um jólaleytið. Má þar fyrsta telja Grýlu gömlu sem gerði sér þá glað- an dag með því að éta kjötið af óþægum börnum. Var þá vissara fyrir börnin að vera þæg og góð svo ekki þrifist sú leiða og ljóta tröllkerling Grýla. Grýlutrúin er ævaforn og kemur Grýluheitið fyrir sem tröllkonuheiti þegar í Snorra-Eddu og einnig er hennar getið sem óvættar mikils í íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Grýla mun fyrst hafa verið sérstaklega bendluð við jólin svo vitað sé á 17. öld í Grýlukvæði séra Guðmundar Erlendssonar á Felli í Sléttuhlíð. í kvæðinu er hún líka bendluð við sér- stakan áhuga sinn á börnum og frá svipuðum tíma er Grýlu kvæði séra St'efáns í Vallanesi en hann telur Grýlu móðux jólasveinanna. Grýla átti þrjá menn og er Leppalúði þeirra þekktaistur. Stóð hjónaband þeirra um 5000 ára skeið og áttu þau saman 20 börn og auk þess átti Leppalúði barn í lausaleik með vinnustúlku er Lúpa hét, meðan Grýla lá veik og var það sonur er Skröggur var nefndur og varð í engu föðurbetrungur. Auk þessara barna eru Grýla og Leppalúði sögð vera foreldr- ar jólasveinanna en fyrsta rit aða heimildin um þá er í Grýlu'kvæði Stefáns í Valla- nesi frá 17. öld og næst í orða bók Jóns Grunnvíkings frá 1740 og hinni alræmdu Hús- agatilskipun frá 1746. Þó eru til ýmsar heimildir sem draga faðerni þeirra og jafnvel ætt- erni í efa. í fyrstu heimildum er ekkert getið um fjölda þeirra. Jón Árnason þjóð- sagnasafnari telur þá hafa ver ið annað hvort þrettán eða níu og hefur hin fyrri sfcoðun ver- ið almennari og er r'áðandi nú, en þó er 'hin skoðunin þekkt af vísunni alkunnu „Jóla- sveinar einn og átta“. Jóla- sveinar eru í fyrstu heimild- um sagðir tröllslegir útlits og hinir verstu viðsjálsgripir en smátt og smátt þróast þeir upp í að verða mun mann- eskjulegri bæði í útliti og hátt er'ni og gætir nú á dögum áhrifa frá hinum engilsaxn- eska Sainkti Claus, þó hald- ast ennþá hin eldri íslensku nöfn þeirra svo og fjöldi og æ'tterni, þótt lítið séu nútíma jólasveinar forynjulegir. Þess má geta að víða í Evrópu trúa börn að j ólasveinninn eigi heima á íslandi og berast ár- le'ga hingað hundruð bréfa til hans og hefur Flugfélag ís- lands séð um að svara þeim, en víðast hvar í Evrópu er jólasveinninn oftast bara einn og þá oftast nefndur Sankti Klás eftir hinum þekkta verndardýrlingi bernskunnar Sankti-Nicolas eða þá Jóla- pabbi eins og í Frakklandi. Þá má nefna ,,Jólaköttinn“, sem var lítil ókennileg vera, sem helst hafði fyrir stafni að éta börn sem voru illa haldin að klæðum og er þaðan runn- ið „að fara í jólaköttinn", eða „klæða jóla'köttinn“, sem enn þá er oft sagt. Margsfconar önnur hjátrú er tengd jólun- um, og er of langt mál að fara út í það allt hér. Þá þótti til dæmis vænlegt að „sitja á krossgötum“ en einnig þótti Jónsmessan tilvalin til þeirra hlu'ta. Þrettándinn er síðasti dagur jóla og var fyrrum mi'kill hátíðisdagur. Var þá gjarnan mi'kið borðað og drukkið. Þrettándanótt fylgdi svipuð hjátrú og jóla- eða ný- ársnótt í sambandi við bú- ferlaflutninga álfa, setur á krossgötum o. s. frv. Þrettánd inn var svo afnuminn sem há- tíðisdagur með danskri kon- ungstilskipun þar eð hann þótti vera leifar frá heiðni, en aldrei hefur það aflagst með öMu að halda upp á hann og virðist það frekar fara í vöxt nú á síðari árum að menn „roti jólin“ hressilega þann dag. Af þessum sundurlausu molum, sem hér hafa verið tíndir fram má sjá að þótt mangt sé orðið breytt í þjóð- lífi íslendinga, þá er ennþá margt í jólahaldi þjóðarinnar sem staðist hefur tímans tönn. Ennþá gera menn sér daga- mun á þessari hátíð hátíð- anna, og ennþá eru á ferli álf ar og tröll, jólaköttur og jóla sveinar, og ennþá er Grýla gamila á ferli með pokann sinn, þótt heldur sé hún nú orðin meinlaus greyið. Enn þann dag í dag lýsa jólin upp hið langa íslenska skammdeg ismyrkur og minna okkur á að brátt fara dagarnir að lengjast og sölin að hækka á lofti. R. A. •I* »>»>»>vwvvv i x X I i I X : t X ❖ I f V I I ? T ♦*♦ x x X I I I I $ $ ! X X X Gleðileg jól ►♦>*>♦:»»:♦»>•:»»>*>*: OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að Iíða Ferðaskrifstofa Akureyrar ♦í**X**H*»X»»H*»H*»J‘»>»K‘»>*X*»J»»H*»J»»H»»J»»H*»J»*HmJ* Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Norðlensk trygging hf. Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Verslunin Drífa * | I 'k I X x x * i Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Olíufélag Islands *>*>*:**>*>*>,h*»>»h»*>*>*>*>*>*>*>»>*>»h**>*:**>»>»h»»>*!»*:»»>*>*>»>*>*>*! x •:• I ! x. Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Verslunin Esja, Norðurgötu 8 Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða AKO pokinn — Plasteinangrun hf. ♦*♦ *> •> •> «H* *> ♦> ♦> ♦> ♦> •> ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ .♦* ♦*• ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ **♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Hótel KEA Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Skóverslun M. H. Lyngdal ! ! r ! ! ? ? y y y X X y y y y ! ! y t x x X t i X ..t'< I I ? ? ! X X X Y X X X Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Verkamannafél. Fram, Sauðárkróki ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦*♦♦•'♦♦*«♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦« ♦ ♦♦ .*’♦**♦•*♦**♦**♦•*♦**♦*•♦**♦**♦**♦**♦♦*♦•*♦•*♦•*♦**♦**♦**♦**♦**♦**♦••♦•*♦”♦"♦”♦” Gleðileg jól OG FARSÆLT ICOMANDI ÁR Þöldcum viðskiptin á árinu sem er að líða Bifreiðastöðin Stefnir vvv*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*> Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki ♦*♦♦*♦♦*.♦*♦♦*♦♦*>♦'♦♦*♦♦*♦ *.**♦**♦**«**♦**♦**♦**♦**.* ! t t t t t I I t I x I t t t I ! i i I l i i t f ! ! I k '! ♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦•♦♦*♦♦*♦♦*♦♦•♦♦•♦♦*♦♦*♦♦•♦♦! JÓLABLAÐ ►♦♦.♦♦.-.♦•;**>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*:**;-:**:**>*>*>*:**x.*x^x-x- Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Almenna tollvörugeymslan

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.