Nýja stúdentablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 2
NÝJA STÚDENTABLAÐIÍ)
2
Auðvaldið á heljarþröminni
Vísindi hinna siðax-i alda gerbreyttu heimsmynd mannsins og
hugmyndum hans um ýmis öfl mannlífsins og náttúru. Aragrúi
fyrirbrigða, sem menn höfðu áður bjástrað við að skýra hvert
í sínu lagi, voru nú leyst mörg í einu með undursamlegu lög-
máli, sem gerði ofur einfalt það, sem áður virtist flókið, ljóst
hverju barni það, sem áður var órætt spekingum. Dæmi slíkra
lykla að dulmáli alheimsins eru þyngdai’lögmál Newtons, þró-
unarlögmálin, samanburðarmálfræðin o. s.frv. Engri þessara
kenninga verður haggað á grundvelli skynseminnar. Urn þær
stendur ekki lengur styrr, þær eru orðin óvéfengjanleg eign
mannlegrar þekkingar.
Það var rnjög að vonum, að 1!). öldin léti mannkyninu eftir
nokkra skýringu á óskapnaði þeim, sem samfélag manna sýnd-
ist vera. En lögmál þess fundu þeir Marx og Engels eftir þrot-
laust rannsóknastarf. Eyndinn maður hefur sagt, að hver ný
liugmynd, sem til framfara horfi, verði að komast yfir þrjár
torfærur: fyrst sé hún kölluð hlægileg, því næst, að iiún sé fjand-
samleg trúarbrögðunum, og loks, að hún hafi legið í augum uppi.
Allar vísindalegar nýjungar 19. aldar hafa nú komizt gegnum
þennan hreinsunareld fávizkunnar, nerna hin síðasta, er talin
var — marxisminn. Hún stendur nú við þriðja þröskuldinn.
Kenningu marxismans er það að þakka, að við skiljum nú þau
öfl, sem eru að vei'ki í samfélagi manna, og þurfum ekki lengur
að standa ráðþrota gagnvart vanda þeim, sem steðjar að mann-
kyninu í félagsmálum. En sitt er livað að þekkja lögmálin eða
færa sér þau í nyt. Náttúrufræðingurinn Haldane segii-, að það
sé náttúrulögmál, að við sýkjumst af tauga veiki, ef við drekk-
um vatn, sem í eru taugaveikissýklar, en þetta lögmál beri
dauðarin í brjóstinu, því að það hætti að vera til, ef við
sjóðurn vatnið og sótt'hreinsum. Líkt er þessu farið með þjóð-
félagsvandamálin. Stjórnmálamenn auðvaldsheimsins byrla
okkur vatnið ósótthreinsað af ótrúlcgri þvermóðsku.
Marxisminn sýnir ökkur, hvcrnig þjóðfélagið hefur unr ald-
irnar hvað eftir annað tekið stakkaskiptum, breytt um form
eftir breytilegum aðstæðum, sem cinkum mótast af framleiðslu-
háttum á hverjum tíma. Allir sjá t. d. hve óhugsanlegt léns-
skipulagið væri nú á dögum hinnar stórfelldu vélaiðju. En
þjóðfélagið hefur því miður ekki haft fataskipti sín þegjandi og
hljóðalaust. Sá hluti þjóðfélagsþegnanna, sem hið úrelta skipu-
lag þrengdi mest að, hefur brotið niður gömlu þjóðfélagsformin
og skapað önnur ný, sem heftu ekki vöxt hennar né viðgang.
Þetta eru hinar svökölluðu þjóðfélagsbyltingar. Með þessum
hætti hrundi lénsskipulag miðalda í byltingum borgax-anna á
18. og 19. öld, og við tók hið borgaralega auðvaldsþjóðfélag,
sem við þekkjum öll svo vel. Nú er svo komið, að þetta þjóð-
félag hæfir ekki lengur fi-amleiðsluöflum tímans. Iiin aðþrengda
stétt, verkalýðui-inn, sem ber uppi framleiðsluna, hefur komið
á tímabæru þjóðfélagsformi á sjöttungi hnattarins. Annars
staðar er breytingin fyrir dyrum. Iíjól þróunarinnar verður
sannarlega ckki stöðvað. Fasisminn, sem átti að leiða okkur á
ný inn í myrkur miðaldanna, er farinn út um þúfur, eins og
allir vita. En það er skylda hvers manns að stuðla að því, að
þjáningar umskiptanna, fæðingarhríðir nýja samfélagsins, verði
sem minnstar.
Hvað veldur því, að niðurstöður þjóðfélagsvísindanna ná ekki
að ryðja sér til rúms um heim allan sem kærkominn og hag-
nýtur þekkingarauki? Svo er mál með vexti, að sá hópur
rnanna, sem ræður yfir auðlindum og atvinnutækjum, telur sig
hafa hag af að ríghalda í núverandi skipun mála.
Þessi stétt, sem venjulega er kölluð yfirstéttin, hefur skapað
hugmyndakerfi, ríkisvald og siðalög í samræmi við hagsmuni
sína og þarfir. Þar sem þessi stétt ræður yfir útbreiðslutækjum,
blöðum, útvarpi og uppeldistækjum, svo sem skólum, fær hún
því til lciðar komið, að hugsjónum hennar er með margvísleg-
um uppeldisáhrifum þrykkt svo rækilega inn í hug hvers manns,
að þær renna saman við siðgæðisvitund hans. Að vilja afnema
þá skipun mála, sem tryggir henni völd, er því sama og glæpur,
hagsmunir hennar ákveða, hvað skuli teljast rétt eða rangt.
Fyrir J)á sök eina verður henni auðvitað ekki kollvarpað mcð
„löglegum“ hætti.
Þótt ])ví sé sleppt, að víðast hvar innsiglar yfirstéttin vald
sitt með her eða ríkislögreglu, þá hefur hún enn fleiri tæki í
höndum til að hjúpa veruleikann þokum, sem almenningur á
erfitt með að grilla í gegnum. Einstaklingurinn hrærist hér mitt
í verðandi þróunarinnar, veit ekki, að hann er herra hennar,
lætur sjónir sínar nema við smámuni og skortir yfirsýn. Það er
stundum kallað, að menn sjái ekki skóginn fyrir trjám.
Likt fer allt of mörgum í viðhorfinu til þjóðfélagsmálanna.
Valdastéttin elur auðvitað óspart á ])essum sjónarhætti, þvi að
tilvera hennar byggist á því, að nægu ryki sé slegið í augu
fjöldans. Þekkingunni á þjóðfélagsöflunum mætti hins vegar
líkja við leiti, þaðan sem sæi yfir skóginn. Þá villa ekki lengur
um cinstakir stofnar. „Hugstola mannfjöldans vitund og vild
er villt um og stjórnað af fám“, kvað Stephan G. Step'hansson
og brást ekki skarpskyggnin. — Þjóðfélagsblindan cr enn út-
breiddur sjúkdómur, því er verr, og ]iótt undarlegt megi virð-
ast, engu síður meðal svokallaðra menntamanna. Það þykir
að vonum ekki vansalaust fyrir stúdent að kunna ekki einhver
skil á þróunarkenningu Darwins eða þyngdarlögmálinu. En
hversu margir þeirra hafa látið undir höfuð leggjast að gera