Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 4

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 4
HEIMILIÐ OG KRON Á aðal framsóknarskeiði Kaupfélags Þingeyinga sk'ipuðu stjórn þess, ásamt Benedikt, þeir Pétur Jónsson á Gautlönd- um og Sigurður Jónsson í Yzta-Felli. Hafði það ráðuneyti fullkomið traust héraðsbúa um langt skeið. Enda var þá að jafnaði dágott viðskiptaárferði hér á landi og á- fallalaust að kalla, en verð á innlendum vörum hækkaði með jöfnum skrefum frá ári til árs. Síðustu 20 árin, eða síðan um lok heims- styrjaldarinnar, vann Benedikt sleitulaust að félagsmálum með þeirri kynslóð, sem nú er miðaldra, og fyrri áratuginn var hann áfram í stjórn kaupfélagsins, eða fram á níræðisaldur. Á þessum árum hafa við- skiptakreppur leikið íslendinga grálega, þó að afleiðingar þeirra séu á annan hátt en eftir eldgos og harðindi fyrri alda. Kom þá i ljós, að lýðræðisskipulag það, sem ríkt hafði í Kaupfélagi Þingeyinga um 50 ára skeið, veitti stjórn þess eigi nægilega ör- uggt aðhald til þess að framfylgja árlegum skuldaskilum félagsmanna gagnvart félag- inu. Þótt Benedikt væri á annarri skoðun í því efni, en ýmsir yngri menn í félaginu, vann hann hispurslaust með þeim til síð- ustu stundar að velfarnaði þeirra mála, er höfðu verið honum svo hugleikin og heilög alla æfi. Samstarfsmenn Benedikts í félags- stjórninni báru jafnan ábyrgð á stjórn og framkvæmdum félagsins, en hann var ætíð hinn sí-vökuli ljósberi í fylkingarbrjósti, eða hjartað, sem undir sló. í meira en fjörutíu ár gaf hann út blað félagsins, sem nefndist „Ófeigur“, ritaði mest sjálfur í blaðið og handskrifaði það með þeirri frábæru rithönd, sem hélzt óbreytt til æfi- loka. Átti hann blaðið frá byrjun, ritað með eigin hendi, innbundið vönduðu leðurbandi í ca. 20 bindum. Það rit er svo einstætt að efni og frágangi, að slíkt mun vart finnast í innlendum né erlendum bókasöfnum.. — Benedikt birti félagsmönnum Kaupfélags Þingeyinga hinar snörpu og orðhvössu hug- 20 vekjur sínar um samvinnumálin í „Ófeigi“. Þar hélt hann fram sókn sinni og vörn fyr- ir málstað félagsstjórnarinnar. Þess vegna fór það svo, að andúð keppinauta kaup- félagsins, og óánægja einstakra manna innan félagsins, mæddi mest á honum. — Gagnrýni og mótþrói félagsmanna beindist oft mest gegn tillögum og kenningum Bene- dikts. Enginn má ætla, að það hafi gengið eins og í æfintýri að þjálfa samvinnu- mennina í elzta samvinnufélagi landsins. Þeir, sem kynnzt hafa þróunarsögu sam- vinnufélaganna hér á landi og erlendis vita, að hún er enginn draumur. Forvígismenn þeirra hafa þurft að heyja stríð á báðar hendur, annarsvegar við keppinautana og hinsvegar við tortryggni og tvískinnung meðal félagsmanna sjálfra. Benedikt var jafnan hugleiknast að minnast fyrstu vakningafundanna um stofnun kaupfélagsins og fyrstu sigranna í viðskiptum félagsins við dönsku selstöðu- verzlunina í Húsavík. Fyrstu starfsár kaupfélagsins eftir 1880, voru mikil harðindaár á Norðurlandi, þá voru mjög stopular skipaferðir. Sérstaklega til hinna lakari hafna. Verzlunarstjórinn í Húsavík var harðskiptinn og hugsaði sér að stöðva kaupfélagshreyfinguna á byrj- unarstigi. Hann neitaði því að láta kaupfé- lagsmenn fá nokkra björg í bú sín einn hafísveturinn, þegar matvöruskorturinn fór að sverfa að þeim, nema að þeir verzl- uðu eingöngu við sig og hættu við félagið. Þá var það, að einn greindur bóndi í héraðinu, Snorri Oddsson í Geita- felli, kom að máli við Benedikt með þá til- lögu, að félagsstjórnin fengi umboðsmann sinn erlendis til þess að senda vetrarskip með vörur til félagsins. Félagsstjórnin greip tillöguna fegins hendi og sendi vörupönt- unina með fyrstu ferð til útlanda. Þessi til- raun bar þann árangur, að Tönnes Wathne tókst að sigla skipi sínu gegnum hafísinn inn á Húsavíkurhöfn á útmánuðum, með

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.