Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 7

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 7
HEIMILIÐ OG KRON lægsta fáanlega verði og afhentar með þeim minnsta kostnaði, sem verða má, miðað við það magn, sem verzlað er með. En þeir fá meira en vörurnar góðar og með réttu verði, þeir fá hlutdeild í arði hvers árs, af því að þeir eru félagsmenn og verzla raunverulega við sjálfa sig. Og þeir fá enn- þá meira. Þótt þeim kunni að finnast árs- arðurinn lítill, en hann fer eftir tvennu, viðskiptaupphæð og verzlunarmagni fé- lagsins, ber þess að gæta, að auk þess, sem útborgað er, fer stór fjárupphæð í sjóði, sem hver félagsmaður sem verzlar við félagið, eignast hlutdeild í, og sem kemur þeim öllum til góða, sem skipta við félagið, í lágu verði, stærri sjóðum og tryggingu fyrir því, að vörurnar verði aldrei seldar öðruvísi en með réttu verði. Þá er eitt ennþá ótalið, sem að vísu snýr nú meir að þeim óverð- ugu, það er þeim, sem ekki eru í kaup- félági, en það er, að kaupfélögin halda æfinlega vöruverðinu niðri, svo fremi þau byggi á réttum grundvelli og séu rétt rekin. Og því er þetta almennt viðurkennt og æðimargir, sem ekki eru í kaupfélagi, þeim þakklátir fyrir þá starfsemi. En ef maður svo spyr þá sömu menn, hvort þeir verzli þá við félagið, þennan bjargvætt, sem hald- ið hefir niðri verðlaginu, þá er svarið oft á þessa leið: „Ég geri það nú stundum, en það munar ekkert um mig,“ en ef bara hundrað menn með þúsund króna ársverzl- un hugsa og breyta svona, hvað þýðir það í umsetningu kaupfélagsins? Það er fljót séð: hundrað þúsund krónur. Miklu minni upphæð en það hefir þýðingu í starfsemi kaupfélagsins og hefir beint og óbeint áhrif á vöruverðið. Ef þessir hundrað menn notfærðu sér pöntunarviðskipti við félagið, fengju þeir 5% afslátt, sem er 5000 kr., miðað við framangreinda upphæð. Auk þess kemur útborgaður tekjuafgangur, inneign í stofnsjóði og sameiginleg eign í varasjóði félagsins. Gamalt máltæki segir, að „margt smátt geri eitt stórt“, og sannleiksgildi þess er svo viðurkennt og augljóst, að ekki þarf að fjölyrða um, aðeins gildir að viðurkenna það í framkvæmd, breyta eftir því. Og svo að síðustu þetta: Það eru til fleiri leiðir, en þegar eru taldar, til þess að týna verð- mætum, draga úr verzlun á réttum stað og láta heilbrigða og góða verzlunarstarfsemi líða við það, en skaða þó sjálfan sig og sína nánustu mest. Ein leiðin er sú, og sjálfsagt sú versta, að kaupa ýmist ónauðsynlega eða skaðlega hluti fyrir peninga, sem ekki mátti af sjá frá brýnustu lífsnauðsynjum heim- ilisins, frá fæði og klæði konu og barna og frá sjálfum sér, ef vinnuþrekið átti að haldast óskert og í bezta lagi. Það er t. d. varla hægt að hugsa um það, nema með hryggð í huga á þessum atvinnuleysis- og krepputímum, að síðastliðið ár kaupa menn áfengi fyrir kringum hálfri milljón króna meira en öll umsetning KRON er það sama ár. Þessi áfengiskaup fara fram aðeins á félagssvæði KRON. Ég get ekki þessa vegna þess, að ég álíti eða viti, að KRON-félagar hafi verzlað svo mikið við þessa stofnun, ég veit ekkert um það. Fjöldi manns sjálf- sagt ekkert og nokkrir sennilega eitthvað. Ég get um þetta vegna þess, að mér blöskrar að hugsa til þessa. Ég sé í anda, hversu geysilega þýðingu fyrir lífsafkomu og líðan fólksins á þessu svæði það hefði haft, ef þessari upphæð hefði verið varið fyrir nauðsynlegar, hollar og góðar vörur, og hvaða þýðingu slík verzlunarumsetning til viðbótar þeirri, er KRON gerði, hefði haft fyrir framtíð félagsins og verzlunarhætti hér á þessu svæði. En að allir sæmilega hugsandi og þroskaðir menn beiti áhrif- um sínum í þá átt, að peningarnir fari fyrst og fremst fyrir lífsnauðsynjar fólksins, jafnframt því sem þeir lendi þar, sem mest verður úr þeim, það myndi verða öllum til góðs. Felix Guðmundsson. • 23

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.