Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 11

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 11
HEIMILIÐ OG KRON HEIMILIÐ OG KRON Útgefandi: , Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis. Ábyrgöarmaöur: Guðm. Tryggvason. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 12. — Sími 1727. Áritun: „Heimilið og Kron“, Skólav.st. 12. Verð kr. 1,00 árg. Prentsmiðjan Edda h.f. ----------—--------------------------------— Við eigum að varðveita þjóðarsiðina. Sérhver þjóð á einhverja sérstaka siði og venjur, sem ganga í arf mann fram af manni. Því miður erum við íslendingar fátækari af þessum gersemum en margar aðrar þjóðir, sem nærri okkur byggja, einkum þó Englendingar. Ber margt til þessa, sem ég ætla ekki að rekja hér vegna rúmleysisins i blaðinu. Hitt langar mig aftur á móti til að undir- strika, að það er menningarleg og þjóðarleg nauð- syn að halda fast við gamlar og góðar venjur, og það hvílir mjög á húsmæðrunum að það takist vel. — Húsmæðurnar í KRON eiga af ýmsum ástæð- um hægra með það en aðrar að gefa hver annari góð ráð í þessum efnum, endurbæta og auka þenn- an arf. — Mér hefir oft flogið þetta í hug um jólin, af því að við jólin hafa verið tengdar ýmsar venjur t. d. á Norðurlandi, þar sem ég er borin og barn- fædd. Hvað margar ykkar hafa t. d. búið til laufa- brauð? Hvar hefir verið spilað „púkk“? Hvað marg- ar ykkar hafa haldið upp á bóndadaginn? — Við húsmæðurnar í KRON eigum að hafa frum- kvæði að því að halda við og endurreisa góða og gamla siði og taka upp nýja. Það eru konurnar, sem ráða því að miklu leyti, hvaða siðir og venjur komast á á heimilinu, og við ættum að athuga, hvort ekki mætti með góðum vilja og samstarfi breyta tii bóta í ýmsu, ef við aðeins tökum okkur til og njótum góðra ráða hver hjá annari. D. I 1(1» vantar mig 14. maí næst komandi It herltergi os eldhús (4 herbergi geta }>ó komið til mála) Vil semja um lnisnæðið strax (>ndiiiundur Trj»«vasoii C. O. KHON, (lleimasfmi 3798) IV K a u }) i ð IIr og klukkiir hjn Itaralili Ila^an Austiirstræti — Sími 3890 Viðgerðir á . úrum og klukkum, fljótt og vel af hendi leystar á sama stað lij aruali veiti nýmalað, með liverri skipsfcrð Rúgiir og Hveitikorn fyrirliggjandi, fyrir þá, sem vilja mala kornið heima (ökauptélaqid Kvarnir til þess að mala í korn, eru nykomnar. Ko s ta kr. 14,50 ^ökaupíélaqiá 27

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.