Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 10

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ OG KRON mikils virði fyrir vöxt félagsins og hylli, og það er þessi persónulega reynsla hvers einasta félags- manns í Kaupfélaginu, sem fulltrúarnir eiga að safna saman og vinna úr til heilla fyrir félags- skapinn. Fulltrúarnir mega aldrei gleyma því, a'ð þeirra starf er trúnaðarstarf í þágu neytenda í bœnum. Þaö er ólaunað og krefst því persónulegra fórna í dýrmœtum frístundum, en þess er að vœnta, að fulltrúarnir hafi þegar frá byrjun það mikinn áhuga á kaupfélagsmálum, að þeir fórni gjarna einhverju fyrir rótfesting félagsskaparins hér í höf- uðstaðnum og nágrenni. Auk þess eru viðfangs- efnin í sjálfu sér svo margþœtt og skemmtileg, að það verður hverjum manni Ijúft að leggja fram krafta sína til rannsóknar á þeim og lausnar." Árangrurinn síffastl. ár. Ennþá er langt frá þvi að œskilegasti árangur hafi náðzt. Sl. ár skilaði þriðji hver fulltrúi skýrsl- um. Fleiri hafa þó talað við félagsmenn. Ávinningur félagsins er samt sem áður mikill. f mörgum fulltrúaskýrslum eru ómetanlegar upp- lýsingar, tillögur og leiðbeiningar. Þetta er byrjunarstarf og engin von, að það verði byggt upp til hlítar á fyrsta árinu. Mestu rnáli skiptir, að áhugi fulltrúanna og vilji til að starfa fyrir félagið er ótvírœtt að fœrast í auk- ana til mikilla muna. Fulltrúafundir. Eftirleiðis verða boðaðir fulltrúafundir mánaðar- lega i öllum deildum Kaupfélagsins i Reykjavík, nema e. t. v. um hásumarið. Ekki er ennþá ákveðið, hve oft þeir verða utan Reykjavíkur, og verður leitað álits viðkomandi deilda um það. Á þennan hátt œtti að fást miklu meira líf í fulltrúastarfið heldur en verið hefur, enda fer það að verða metnaðarmál fulltrúanna að duga sem bezt. Aðalfundir deildanna. — Aukafundir. Aðalfundir deildanna verða haldnir innan skamms. Undanfarin ár hafa þeir verið leiðinlega fámennir, bœði hjá pöntunarfélögunum og KRON í fyrra. Þó virðist þetta hafa verið í nokkurri fram- för. En betur má, ef duga skal. Það er óviðfeldið tóm- lœti, ef hver einasti félagsmaður sœkir ekki fund a. m. k. einu sinni á ári. Á aðalfundum deildanna gefa félags- og fram- kvœmdarstjórn skýrslur um störf félagsins á liðnu ári, og þar eru kosnir trúnaðarmenn deildarinnar fyrir nœsta ár. 26 Nokkrir áhugamenn í félaginu hafa óskað eftir því, að haldnir séu almennir aukafundir i deild- unum, t. d. 2—3 á ári. Þetta er mjög œskilegt, og félagið vill verða við þeim óskum. En áður en það er ákveðið, þurfa félagsmenn að sýna, að þeir sœki þá fundi, sem þýðingarmestir eru — aðalfundi deildanna. — Annars virðist ekki ástœða til að boða aukafundi. Mœtið allir, félagsmenn! Takið þátt í vali deildar- stjórna og fulltrúa. Komið með ykkar tillögur um rekstur félagsins og starf. Lyftiduft. Nokkru eftir að efnagerð Kaupfélagsins byrjaði að senda lyftiduft á markaðinn, bárust nokkrar kvartanir um þessa vöru. Ekki var þó til að dreifa mistökum um blöndun eða efnasamsetningu. Á- stœðan var sú, að mikið hafði verið til lyftiduftsins vandað og reyndist það sterkara heldur en hús- mœðurnar bjuggust við. Notuðu þœr því meira af því heldur en liœfilegt var, miðað við styrkleika. Lyftiduftið frá efnagerð KRON fœst bœði í pökkum, sem œtlaðir eru fyrir ákveðna þyngd af mjöli, og i lausri vigt. í 1 kg. af hveiti þarf ca. 30 gr. af lyftidufti. Þorskalýsi. Kaupfélagið selur mikið af þorskalýsi, og fer salan mjög vaxandi. Er það vel farið, og vœri lika nœsta kynlegt, ef þjóðin kynni ekki að meta þennan gamalkunna fjörefna- og heilsugjafa. Rétt er að athuga, að lýsið þarf að geymast á dimmum, köldum stað, ella getur það þránað. Eyffublöff fyrir fulltrúaskýrslur. Ef fulltrúa vantar eyðublöð fyrir fulltrúaskýrslur, eru þeir beðnir að gera skrifstofunni aðvart. Verða þeim þá send eyðublöð eftir þörfum. Félagsmenn! Ef þér hafið einhverjar tillögur að gera um rekst- ur Kaupfélagsins, þá látið ekki hjá líða að koma þeim strax á framfœri til fulltrúa og deildarstjórn- ar, eða beint til Guðm. Tryggvasonar, skrifstofunni Skólavörðustíg 12 (sími 1727). fV Húsnæðisauglýsingar g e í‘a b e s t: a r a u n e f þ æ r k o m a í .,HeiinfIfð og Kron“

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.