Heimilið og KRON - 01.02.1939, Qupperneq 6

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Qupperneq 6
HEIMILIÐ OG KRON Æfintýrið um eyrinn Það þykja lítil tíðindi, þó að maður týni einseyring, og stundum hefur líklega held- ur verið hent gaman af þeim fáu, er gert hafa sér það ljóst, hvað jafnvel það smæsta þýðir fyrir þjóðfélagið eða félagsheildir. Einn eyrir glataður hjá öllum landsmönn- um er yfir þúsund króna tap þjóðfélagsins í heild. Þó að ég nú nefni þá minnstu mynt, sem við notum, þá er óhætt að fara hærra, almennt séð, um athugaleysi á því, sem mörgum virðist smátt. Allur fjöldi lands- manna gerir sér ekki mikla rellu út af 10 aurum, en það er yfir 10 þúsund krónur, ef hver maður á landinu týndi 10 aurum á dag. í eitt ár yrði það býsna há upphæð. En það er hægt að glata aurum og krönum með fleira móti, en að týna þeim. Það er t. d. hægt að tapa fé á þvi að gefa ekki gaum að því, hvað hlutirnir kosta, eða hvað hægt er að fá þá fyrir. En á hinn bóginn er hægt að spara sér ótrúlegan skilding með því að kaupa hlutina aldrei annars- staðar en þar, sem þeir fást með lægsta verði. Það var sagt um einn af efnuðustu mönnum hér í bæ, að hann hefði rann- sakað gaumgæfilega í hvaða tegund eld- spýtnastokka væru flestar eldspýtur, og fylgdist alltaf með fræðiritum um sam- vinnufélagsskap, fjármál og hagfræðileg efni, sem rituð voru á þessum tungumál- um. Hann var t. d. vel kunnugur rekstri ensku samvinnuheildsölunnar, og þróun samvinnufélaganna hjá flestum enskumæl- andi þjóðum. Margvísleg rit um þessi efni eru í bókasafninu á Húsavík. Þingeyingar, sem áttu leið til Húsavíkur, síðastliðin 30—40 ár, létu það sjaldan gleymast, að hitta Benedikt og koma í Bókasafnið. Hann var líka léttur á fæti, hress í máli og heill að starfi til hinztu stundar. Hann skipti starfstímanum milli 22 síðan keypt þá einu tegund. Verðið var yfir- leitt það sama á þessari vöru þá, en ágóð- ann var að finna í eldspýtnatölunni. Þessi saga var sögð þessum manni til ávirðingar, en þessi maður hafði eignazt sín efni ekki hvað sízt með því að kaupa hlutina alltaf með lægsta fáanlega verði. Og hver myndi ekki vilja kjósa sér það? Það, sem oft vill bregðast, er að hafa útsjón eða athyglis- gáfu til að athuga það, hvar mestur hagn- aður er að verzla, hafa sama lag og maður- inn með eldspýturnar, ekki að leggja tíma í að telja eldspýtur, heldur að verzla alltaf þar, sem það er hagkvæmast. Nú myndi það æra óstöðugan að hlaupa búð úr búð t. d. hér í Reykjavík, til þess að fullvissa sig um, hvar hver vörutegund væri ódýr- ust þann daginn. Það, sem því virðist ein- falt mál í þessu efni, er það að verzla við það verzlunarfyrirtæki, sem ódýrast og bezt verður að staðaldri eða til frambúðar. Og það er einmitt með þetta fyrir augum, sem kaupfélagsskapurinn er myndaður og samkvæmt þessari hugsjón, sem hann starfar eftir. Félagsmenn geta treyst því að fá vör- urnar alltaf með réttu verði, keyptar með kjörbarna sinna, Kaupfélags Þingeyinga og Bókasafns Þingeyinga. Vann fyrri hluta dagsins á skrifstofu kaupfélagsins, en síð- ari hluta dagsins í Bókasafninu. ' Þessi kjörbörn hafa verið ljósberar hvort á sínu sviði. Bókasafnið hefir varpað geisl- um sínum á vegu þeirra manna, sem eru að leita sannleikans, og heldur því vonandi áfram. — En vitavörðurinn hefir nú lokið starfi sínu, stungiö merkinu í völlinn og stigið á skip áleiðis til fyrirheitna lands- ins. 25. febrúar 1939. Þórólfur Sigurðsson.

x

Heimilið og KRON

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.