Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 5

Heimilið og KRON - 01.02.1939, Blaðsíða 5
HEIMILIÐ OG KRON vöruforða til kaupfélagsins. Þá var ös í Húsavík, dagana, sem verið var að flytja vörurnar í land úr skipinu, og fögnuður meðal félagsmanna. Enda gerðu þeir þá það áheit, að engum skyldi gefið færi á að granda félagsskap þeirra. Það áform efndu þeir dyggilega. Benedikt taldi, að þessi tillaga bóndans hefði í fyrstu verið talin fráleit fjarstæða. „En þaö, að finna aðra eins hugkvæmni og samstöðu til sjálfsbjargar á meðal al- mennings í félaginu, það gerði okkur í fé- lagsstjórninni næstum því almáttuga á þeim árum,“ sagði Benedikt. En það var líka annað, sem gaf Bene- dikt og samherjum hans byr í seglin. Eftir þúsund ára þjóðhátíðina 1874, fór vorblærinn eldi um sálir manna í Þing- eyjarsýslu og víðar um landið, og vakti frelsis- og samvinnuþrá í brjóstum þeirra. Sú þrá bjóst til nýrra átaka og athafna eft- ir ýmsum leiðum. Má þar t.d. nefna stofnun „Þjóðvinafélagsins" og síðar „Þjóðliðsins“, sem ekki er rúm til að minnast frekar á hér. En þó má það teljast þýðingarmest, að KaupfélagÞingeyinga starfaði einnig á öðr- um og víðtækari sviðum en viðskipta- og hagsmunagrundvelli. Jafnframtþví að færa félagsmönnum verzlunarhagnaðinn, var unnið að því að veita þeim möguleika til að kynnast stefnum og straumum í bók- menntum og félagslifi nágrannaþjóðanna. í þeim tilgangi var stofnað bókafélag Ó. S. F. (Ófeigs í Skörðum og félaga). Fyrstu árin keypti það eingöngu erlendar bækur, sem voru sendar milli félagsmanna um sveitirnar, en síðar urðu þessar bækur vísir að Bókasafni Þingeyinga á Húsavík. Benedikt var frá upphafi aðalforystu- maður og framkvæmdastjóri í þessum fé- lagsskap. Hann annaðist að mestu leyti innkaup á bókunum og sá um útsendingu þeirra um héraðið. Eftir að hann fluttist til Húsavíkur, var hann, til síðustu stundar, Bókasafn Þingeyinga. — Til hægri er landsíma- stöðvarhúsið á Húsavík, en Benedikt bjó lengi í stafnherberginu á efri hæð þess. bókavörður í Bókasafni Þingeyinga. Enda mun hann hafa talið það annað fósturbarn sitt. Hitt var Kaupfélagið. Það var nýstárlegt og heillandi fyrir unga fólkið að koma í Bókasafnið til Benedikts. Þar hélt hann marga fyrirlestra í viðræðu- formi, um innlendar og erlendar skáld- menntir, félagsmálastefnúr og stjórnmál. Hann kunni full skil á efni nálega allra bóka í safninu. Lengst af hélt hann þeirri reglu, að lesa hverja bók, áður en þær voru sendar til útlána úr safninu. Enda valdi hann sjálfur bækur til lestrar handa flestum viðskiptamönnum bókasafnins, og við þeirra hæfi, hvers fyrir sig. Benedikt hafði því að nokkru leyti námsflokka eða leshringa í sambandi við Bókasafnið víðs- vegar um héraðið. Venjulega lét hann fylgja bókunum margvíslegar skýringar frá sjálf- um sér, einkum fræðiritum um félagsmál og hagfræðileg efni. Þá merkti hann með blýantsstrikum á spássíurnar eða undir línur í lesmáli bókanna, í þeim tilgangi að benda lesendum á aðalefnisþráð þeirra og úrlausnir. Sá maður mun vera vand- fundinn, sem getur jafnazt á við Benedikt í þeirri list að kenna fólki að lesa góðar bækur. Þessi sjálfmenntaði maður, sem las og skrifaði Norðurlandamálin, ensku og þýzku, 21

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.