Heimilið og KRON - 01.06.1940, Page 5
HEIMILIÐ OG KRON
að blind og afvegaleidd einstaklings- eða
fámennishyggja, með stundarhagnað fyrir
augum, ræður úrslitum. Það er barizt um
um lífsgæðin og menninguna, þó að í hverj -
um sigri og ósigri sé falinn nýr og banvænni
frjóangi nýrra sigra og ósigra.
Öll stríð, frá því fyrsta til þessa, sem nú
geisar, hafa verið verzlunar- og valdastríð,
hvaöa tyllinafn, sem þeim hefur verið gef-
ið. Þau eru baráttan um að draga sem
mest af lífsgæðunum yfir á sinn disk eða
hafa vald á þeim.
í stað skipulagðrar samvinnu þjóða og
einstaklinga, sem hefðu getað leyst öll
þessi vandamál jákvætt, situr ofbeldið víð-
ast í hásæti, skjálfandi á beinunum með
reiddan hnefann. Óttinn stafar af því, að
enginn veit, þegar höggið ríður, hvort hnef-
inn brotnar eða það sem barið er á.
Innan þessa ofbeldisramma rikir hin nei-
kvæða samvinna. Þeir, sem þarna ráða,
vilja samvinnu á sinn sérstaka hátt, en
hún má bara ekki ná til heildarinnar, held-
ur bara viss hluta þjóðfélagsins. Þeim er
ekkert illa við einkasölur innan þessa
ramma og eru óðfúsir að steypa saman fyr-
irtækjum, ef gróði er í aðra hönd.
Það er ekki hægt að afneita félagshyggj-
unni á þessum tímum, þessvegna brýst
þessi neikvæða samvinna út. Þessi sam-
vinna getur aldrei stefnt til þjóðarheilla
vegna þess, að hún á ekkert lýsandi tak-
mark, heldur ber hún í sér sýkil sundrung-
ar og ofbeldis, sem eru óvinir lífsins. Við,
sem nú lifum hér á landi, ættum sízt að
neita gildi samvinnunnar. Samvinnuhreyf-
ingin hér hefir sett þann svip á landið, sem
aldrei verður skafinn út, þó að hinsvegar sé
létt að benda á ýmsa ágalla. Samvinnan
í bæjum og kauptúnum hefir til skamms
tíma átt erfið vaxtarskilyrði, en er nú óð-
um að ryðja sér til rúms. Það samvinnu-
félag, sem okkur Reykvíkingum stendur
næst, er Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis. Þetta fyrirtæki er prýðilega upp-
byggt og hefir sett sinn svip á verzlunar-
háttu bæjarins.
KRON er líka algjörlega byggt á lýðræðis-
legum grundvelli með hagsmuni allra fé-
laga fyrir augum eins og öll samvinnufélög
þurfa að vera. Félög, sem þannig eru byggð,
hjálpa ekki einungis sínum meðlimum,
heldur og þeim, sem utan við standa. Marg-
ir eru svo andlega vonsviknir, að þeir þora
ekki að ganga í kaupfélög. Þessi hræðsla
jafnt þeirra snauðu og ríku við almennan
félagsskap er ekkert annað en trúleysi á
mennina og mannleg verðmæti. Þeir hyggj-
ast að flýja það, sem ekki er hægt að flýja.
Enginn getur án annars verið. Mennirnir
eru allir hlekkir í sömu keðju. Lokið þið
ríka manninn inni með fulla vasa af gulli
og þann snauða á öðrum stað. Þrátt fyrir
hræðslu sína við mennina verður þeirra
heitasta sameiginlega ósk sú, að komast
aftur í mannlegan félagsskap, því að mað-
urinn er í innsta eðli félagsvera.
Eins og eðlilegt er, hefir KRON enn sem
komið er unnið mest á vettvangi verzlun-
armálanna. Verzlunin verður líka alltaf
eitt af aðalorðum samvinnunnar. Aftur á
móti hlýtur brátt að koma að því, að KRON
láti til sín taka í öðrum menningarmálum.
Hlutverk samvinnunnar er alhliða menn-
ingarstarfsemi. Ekkert samvinnufélag ætti
að standa betur að vígi en KRON í þessu
tilliti, því að það á yfir svo miklum mann-
krafti að ráða. Spurningin er bara að
skipuleggja kraftana svo þeir komi að hag-
nýtum notum. Margir halda því kannske
fram, að innan félagsins séu menn svo
ósammála í pólitík, en ég held að þetta sé
enginn dauðadómur á menningarviðleitni.
Ef við fáum okkur gleraugu til að breyta
heilbrigðri sjón, þá má ekki minna vera
en þau bæði stækki og skýri. Náttúrlega er
allt pólitískt og menn hafa þar ýms sjónar-
mið til félagsstefnu nútímans. En ég skil
bara ekki hversvegna allur þorri manna
getur ekki verið samvinnumenn fyrir því.
53