Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 11

Heimilið og KRON - 01.06.1940, Blaðsíða 11
HEIMILIÐ OG KRON ar aðstöðu samvinnumanná skýrar en áð- ur. Tillaga þessi, sem er mjög í samræmi við þá stefnu, sem samþykkt var á full- trúafundi KRON 31. okt. sl., var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna. Tillag- an er þannig orðrétt: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufé- laga, haldinn að Laugarvatni 24. júní 1940, skírskotar til þeirra samþykkta í inn- flutnings- og gjaldeyrismálum, sem gerðar hafa verið á undanförnum aðalfundum Sambandsins og beinir því til Sambands- stjórnar að bera enn á ný fram kröfur til ríkisstjórnar og gjaldeyrisnefndar um, að framkvæmd innflutningshaftanna verði hagað þannig, að samvinnufélögin fái inn- flutning á algengum verzlunarvörum í hlutfalli við fólksfjölda, sem félagsmenn hafa á framfæri sínu, til þess að tryggja, eftir því sem unnt er, að landsmenn geti haft viðskipti sín við kaupfélög eða kaup- menn eftir eigin ósk. í þessu sambandi vill fundurinn benda á, að síðan kornvörur voru settar á frílista, hafa Sambandsfélögin selt að meðaltali allt að helmingi af innflutningi þessara vara til landsins, og ættu félögin því að fá inn- flutt hlutfallslega svipað magn af hafta- vörum, vefnaðarvörum, skófatnaði og bús- áhöldum, til þess að félagsmenn neyðist ekki til að kaupa þær vörur að nokkrum hluta hjá kaupmönnum. í tilefni af margendurteknum árásum og ásökunum andstæðinga samvinnufélag- anna um, að félögin vilji viðhalda inn- flutningshömlum til eiginhagnaðar í skjóli þeirra, þá lýsir fundurinn yfir því, að hann telur innflutningshöftin hafa hindrað eðlilegan vöxt kaupfélaganna, og þó að hann telji þau hafi verið og séu, eins og enn er ástatt, óhjákvæmileg þjóðarnauð- syn, er hann því eindregið fylgjandi, að þeim verði aflétt jafnskjótt og viðskipta- og fjárhagsástæður landsins leyfa.“ Kosningar. Á fundinum voru kosnir tveir menn í stjórn S. í. S. til þriggja ára, þeir Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði og Vilhjálmur Þór, aðalræðismaður í New York, báðir endurkosnir. Varaform. S. í. S. til eins árs var endurkosinn Vilhjálmur Þór. Kosnir voru þrír varamenn í .stjórn S. í. S. til eins árs. Kosningu hlutu Skúli Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Hvamms- tanga, Jens Figved, kaupfélagsstjóri i Rvik, og Jón Þorleifsson kaupfélagsstjóri í Búðardal, allir endurkosnir. Enjdurskoð- andi reikninga S. í. S. var endurkosinn Tryggvi Ólafsson, verzlunarm. í Reykja- vik, en varaendurskoðandi Guðbrandur Magnússon, forstjóri í Reykjavík. Enn- fremur var Skúli Guðmundsson endurkos- inn í stjórn Lífeyrissjóðs S. í. S. Vara- maður hans til eins árs var endurkosinn Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri í Borg- arnesi. í fundarlokin þakkaði Einar Árnason fundarmönnum góða fundarsókn og vel unnið starf. Hann kvaðst vona, að yfir- standandi örðugleikar heimsstyrjaldar- innar yrðu þeim ekki ofurefli. Að fundinum loknum fóru nokkrir full- trúanna skemmtiferð austur í Fljótshlið og aörir að Ljósafossi. En kaupfélagsstjórarn- ir, sem fundinn sátu, settu nýjan fund, kaupfélagsstjórafund, til að ræða aðkall- andi verzlunarmál og önnur mál, sem sér- staklega koma við starfi þeirra. Þriggja manna nefnd, þeir: Jakob Frímannsson á Akureyri, Jens Figved, Reykjavík og Þor- steinn Jónsson, Reyðarfirði, höfðu undir- búið kaupfélagsstjórafundinn. Fundurinn var settur að Laugarvatni. En haldið á- fram í Reykjavík kvöldið 27. júní. En það kvöld sátu kaupfélagsstjórarnir og fram- kvæmdarstjórar S. í. S. miðdegisveizlu í Oddfellow-höllinni í boð i Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. 59

x

Heimilið og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.