Heimilið og KRON - 01.06.1940, Page 12
HEIMILIÐ OG KRON
Matardálkur
í þetta sinn læt ég frá mér fara nokkrar leið-
beiningar um hvernig matbúa megi nokkur þau
fæðuefni, sem eru ný og holl á þessum tíma árs.
Eru þau mörg, og kemst ég því ekki yfir að tala
um þau öll í þetta sinn. Það, sem hver húsmóðir
þarf þvi nú að leggja sem mesta áherslu á, er að
borða sem mest af jurtum. Er mjög fjölskrúðugt
úrval af þeim á þessum tíma, og eru þó fáar þeirra
þroskaðar ennþá, á móts við hvað verður, þegar
líður á sumarið.
Njólann geta allir veitt sér nú á þessum tíma.
Vex hann villtur í gömlum görðum og upp við hús-
veggi, og ætti hann að verða borðaður daglega
hrár eða soðinn.
Njólasalat, hrátt.
Njóli, súr rjómi.
Ung njólablöð eru þvegin, vatnið þerrað af þeim,
leggirnir skornir í burtu og blöðin skorin fremur
smátt. Súr rjómi er hálfþeyttur, ofurlítið af sykri
látið í, njólanum blandað þar saman við.
Njólajafningur.
1 kg. njóli, 1—2 dl. mjólk, 1—2 msk. hveiti, salt,
sykur og pipar.
Njólinn er gufusoðinn í 5 mín. Saxaður í söxun-
arvél, settur í pott. Hveitið er hrært út í mjólkinni,
njólinn jafnaðar þar með, krydd sett í eftir smekk.
Einnig má búa jafninginn þannig til: Njólinn er
hreinsaður og saxaður hrár, búinn til venjulegur
mjólkurjafningur, njólinn settur út í og krydd eftir
smekk. Njólajafningur er borðaður með fisk- eða
kjötréttum eða sem sjálfstæður réttur með kartöfl-
um. i
Súrmjólk.
Þó ekki sé heitt í veðrinu, vilja mjólkurafgangar
oft súrna frá degi til dags, en úr súru mjólkinni
má búa til engu síður holla og ljúffenga rétti en
úr mjólkinni nýrri. Flestum falla þeir vel í geð að
sumrinu. Einnig er mjög fljótlegt að matbúa þá,
og er það heppilegt fyrir húsmóðurina. Þá eru þeir
allir mjög hollir, sérstaklega þó, séu þeir borðaðir
á fastandi maga, og þá eru þeir einnig örfandi
fyrir meltinguna.
Súrmjólkurhlaup.
1 1. mjólk, 100 gr. rifið rúgbrauð, 1 dl. áfir, ofur-
lítill sykur (beztur er púðursykur).
60
Áfunum er blandað saman við mjólkina og mjólk-
inni skipt í 4 ílát. Hentugast og fallegast er, að það
séu skálar, sem allar eru eins. Sé kalt í veðrinu, er
mjólkin látin standa nálægt hita fyrst í stað. Að
18—24 klst. liðnum á hún að vera hlaupin saman.
Borin á borð í skálunum, sem hún hefir verið hleypt
í, og er hún borðuö úr þeim. Rifið rúgbrauð (má
vera gamalt) og sykur er borið. Næst þegar súr-
mjólkurhlaup er búið til, má sleppa áfunum, en
nota afgang af hinu fyrra hlaupi.
Hversdagskrem.
1 1. súrmjólk, 100 gr. rifið rúgbrauð, 1—2 msk.
sykur.
Þessi mjólk er svo súr, að hún er alveg hlaupin
saman. Mjólkin er þeytt með sykrinum, sett í súpu-
skál og rifna rúgbrauöið látið ofan á.
Grænt salat í skyrsósu.
Bezt er að skyrið sé súrt. Skyrið er hrært með
þeytara, þynnt út með áfum, mjólk eða vatni. Þegar
það er íþykkt er ofurlítill sykur látinn í það. Sé
skyrið nýtt, verður að láta edik eða sítrónusafa eftir
smekk. Salatblöðin eru þvegin og vatnið látið
síga af þeim, er raðað í skál og skyrsósu hellt yfir.
Borðað til miðdegis- og kvöldverðar.
Rabarbarasúpa.
2,5 Itr. vatn, 1 kg. rabarbari, 120 gr. sagógrjón,
1—2 egg, 2—3 matsk. sykur.
Rabarbarinn er brytjaður og soðinn í vatninu,
þar til hann er kominn í mauk. Síðan sigtaður á
gatasigti. Lögurinn látinn í pottinn aftur, og þegar
hann sýður er grjónunum sáldað í og hrært í þar
til sýður á ný. Soðið þar til grjónin eru glær. Eggin
eru hrærð með sykrinum í súpuskálina með þeyt-
ara, þar til þau eru ljós. Þá er súpunni hellt á
eggin smátt og smátt og hrært vel í á meðan.
Sykur settur eftir geðþótta í súpuna.
Silungur og lax.
Oft er það, að silungur eða lax er afgangs frá
miðdegisverðinum. Aldrei finnst okkur gott eða
skemmtilegt að bera fram upphitaðan mat', en úr
soðnum laxi eða silungi má matbúa mjög góðan
rétt, sem einnig er fljótlegt að útbúa.
Soðinn, steiktur lax.
1 kg. soðinn lax eða silungur, salt og salatolia,
100 gr. smjör, soðið grænmeti og grænt salat, rauð-
rófur í mayonnaise, kartöflur, 1 sítróna.