Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 68
66
Hlín
lega. Oft með skilningsleysi á gildi þessa starfs. Þetta
' skilningsleysi er því raunalegra, sem verk kvenna hafa
minna varanlegt gildi og þeim fylgir minni starfsgleði.
En breyting heimilisháttanna fer einmitt í þá átt, að
fjölga störfum, sem ekkert varanlegt gildi hafa. En í
íaum efnum er órjettlætið og heimskan eins átakanleg
og í því, að almenningsálitið lítur upp til og metur
meira hverja þá konu, sem fengið hefur einhveni snefii
af svokallaðri »mentun«, en þær konur, er heima sitja
og vinna skyldustörfin með trú og dygð og aldrei hafa
á neinn skóla gengið, þó vitanlegt sje, að mikið af þess-
ari mentun kvenna sje nafnið tómt og geri konurnar á
engan hátt hæfari til nokkurs starfs, heldur þvert á
móti rugli oft og einatt heilbrigðri skynsemi þeirra.
Þetta almenningsálit þarf að breytast. Menn þurfa að
iæra að virða smáu störfin, heimilisstörfin, og læra að
þakka þeim, sem vinna þau vel.
Og hvernig launar þjóðfjelagið konunni störfin í
þrönga hringnum? Til skams tíma hefur því fundist
það hafa efni á að láta sig þau engu skifta. Minna má
þó ekki krefjast af ríkinu, en að það geri eins mikið
fyrir sjermentun kvenna og karla. Minna má ekki vera,
en ríkið komi upp og styrki skóla, þar sem konum sje
kend hagkvæmari vinnubrögð en tíðkast hafa, og þar
sem þær læri að sjá störf sín í nýju ljósi. öllum rhönn-
um ætti að vera það ljóst, að það er ekki sama hvernig
þessi störf eru unnin nje hvernig afkoma heimilanna
er, því þangað liggja rætur þjóðfjelagsins og þar er
grunnurinn lagður að heill ríkisins.
Þrátt fyrir að verksvið kvenna er oft ekki stærra,
þrátt fyrir að þær eru yfirleitt þröngsýnar, þá eru það
nú samt þær, sem fyr og síðar hafa rakið vef örlag-
anna og munu enn gera.
Sigrún Pálsdóttir Blöndal.