Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 142
140
Hltn
»Hef eg það í huga um sinn,
harðnar mæðu strengur,
að gullinkambur Galnis minn
gali nú ekki lengur«.---
Síðan stóð öldungurinn á fætur, rjetti úr sjer eftir
megni, horfði út uim gluggann og virti íyrir sjer lands-
lagið og loftfarið. —
Þetta var á Skírdag og sýndist meiri hlýleikablær á
skýjunum í suðrinu en um Pálmahelgina. — Gamli
maðurinn snjeri sjer snögglega við á gólfinu, því bað-
stofuhurðinni var hrundið upp, og upp á pallskörina
hlupu 4 börn, 3 drengir og 1 stúlka, öll rjóð og hlæj-
andi. Drengur 8 ára gamall, gekk að borðinu og lagði
hönd á bókina er þar lá og opnaði hana með hægð, en
afi setti stóru höndina sína þar ofan á og sagði: »Kyrt,
drengur minn«, en drengurinn roðnaði mjög, og tár
komu í augun, klappaði gamli maðurinn þá ljett á gló-
kollinn og sagði: »Guð blessi þig góða barn, þú ert stilt-
ur, sviphreinn og gáfulegur, hver sem framtíð þín verð-
ur«. — Afi hóf drenginn á loft og sýndi honum sólina,
sem var yfir miðju Sellandafjalli, og þá færðist gleði-
bros um andlitin, ung og gömul. Lítill telpuhnokki kom
þá og greip í silfurhnapp á treyju afa síns og sagði:
»Taktu mig líka«. Svo klifraði hún upp á bakið á hon-
um og horfði á sólina og fjöllin. — Meðan þessu fór
fram, hafði lítill dökkhærður piltur opnað Vísnabókina
hæglátlega og sjeð nýskrifaða vísu með fallegri settlet-
urshönd. Pilturinn stóð undrandi og hrifinn og hugs-
aði: »Þetta skal jeg gera, þegar jeg er orðinn stór:
»Skálda vísu og skrifa áblað«. — En í sömu svifum var
þessum pilti rutt um koll af fjörugum 6 ára strák, er
glímdi við yngra bróður sinn og allir duttu. — Þá segir
afi skýrt og fastlega: »Gakk þú fram, elsti drengur, og
segðu ömmu þinni að færa mjer skó og fötin mín. Jeg