Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 125
Hlln
123
ingin að vera: Er ekki sökin hjá okkur konunum sjálf-
um að einhverju eða miklu leyti?
Blaðið segir: »Hvaða hættu hinir háttvirtu þingmenn
neðri deildar hafa sjeð fólgna í tillögunni er erfitt að
segja«. Blaðinu verður þó ekki erfitt um svarið, því
rjett á eftir stendur þar: »Af vantrausti og lítilsvirð-
ingu hefur það verið gert«. — Þetta er óboðleg full-
yrðing. Hvaða rök eru til þess að bregða heilli þing-
deild um lítilsvirðingu í garð kvenna fyrir þetta? —
Látum svo vera, að í synjuninni liggi vantraust. En
vantraust og lítilsvirðing er sitt hvað. Jeg treysti ekki
lækni mínum til að stoppa sokk, hvað þá sauma í dúk,
og sýslumanninum ekki til að gera brauð eða baka kök-
ur, en jeg lítilsvirði þá ekki fyrir það. — Meðan sinn
vantar hvað, og alla eitthvað, er ekki um lítilsvirðingu
að ræða, þó einum sje vantreyst til þessa og öðrum til
hins. En því er þá blaðið að tala um lítilsvirðingu. Það
er aðeins til að vekja óvild og kala.
Vantraust lýsir sjer sennilega í því, að neðri deild
Alþingis feldi þingsályktunartillöguna. En eftir er að
; vita hvaðan það vantraust stafar. Sje vantraustið á-
stæðulaust, er það oss konum þykkjuefni, en ella aðeins
umhugsunarefni fyrir okkur konurnar. Vjer íslenskar
konur ættum að vera þakklátar fyrir að hafa hlotið
jafnrjetti við karlmenn, okkur að mestu fyrirhafnar-
laust, samanborið við konur stórþjóðanna, sem um
mörg ár máttu heyja harða baráttu, til að ná þessu
þráða hnossi, og urðu fyrir hugsjónir sínar að þola
fangavist og hverskonar ofsóknir.
»Jafnrjetti hafa konur hvergi nema á pappírnum«,
segir blaðið. Þetta getur vel verið. En hverjum er það
að kenna? Ekki þinginu nje þingdeildunum. Löggjöfin
getur aldrei veitt nema »pappírsrjett«, rjettinn að bók-
stafnum til.
Siðferðisrjettinn, rjettinn í anda og sannleika, verður