Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 93
Hlín
91
svo að sjá, sem þeim hafi verið hvorttveggja jafn falt,
fjeð og fjörið. — Eftir að útsjeð var um það, að til ó-
friðar dragi, sagði maður meðal annars frá því í sam-
kvæmi, að einn kunningi sinn hefði sagt við konu sína,
áður en hann lagði af stað í herinn: »Þú fer liú með
börnin til foreldra þinna, og hvert kvint sem við eigum
af gulli eða silfri sendum við stjórninni; það væri
sltömm 'að geyma nokkurn hlut af því tæi, eins og nú
stendur á. Jeg skal reyna að duga sem jeg er drengur
til. Ef jeg kem ekki aftur, verður það að vera arfurinn,
sem jeg læt eftir handa börnunum okkar«. Köna ein,
sem var í samkvæminu, tók til máls: »Þjer ætlið þó
aldrei að fara að telja okkur trú um, að þið hafið farið
glaðir til vígvallarins, til víga, til manndrápa; það er
villimannaæði«. »Jeg veit ekki hver^ig það var«, svar-
aði sögumaður, »við vorum ekki að hugsa um það að
drepa Svía, við vorum að hugsa um að verja Noreg, og
alt sem ókkur er þar ástfólgið. Okkur langaði beint til
að komast sem fyrst af stað með byssurnar okkar, til að
sýna að okkur væri alvara«. »Var þá enginn, sem hafði
óbeit á þessu?« spurði konan. »Ekki bar á því«, svaraði
hann, »allir voru kátir«. — Norður í Veradal var verið
að víggirða og búast til varnar. Þar hafði verið gerð
spreiigigröf, er bana skyldi með heilum herflokk, ef á
þyrfti að halda, en þeim var bani vís jafnframt, er
kveikti í henni. Herforinginn spurði, hver vildi verða
til þess. Þegar gáfu sig fram fleiri en með þurfti, og
var valið úr þeim. Um kvöldið eftir kom sá, er fyrir
kjörinu varð, inn til herforingjans. Hann hugði fyrst,
að nú kæmi hann til að beiðast undan, og spurði hann
hvort hann væri kvæntur. »Já«, svaraði hann, »jeg á
konu og 5 börn«. »Og ert nú farinn að sjá eftir, að þú
skyldir verða fyrir kjörinu«, sagði herforinginn. »Nei,
jeg kann þökk fyrir það«, svaraði hinn, »jeg hef nú
skrifað konunni og kvatt hana og börnin, en jeg kom til