Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 138
136
Hlin
komulag, sem var á ólafsdalsskólarium, þá vildi jeg
óska íslenskum sveitastúlkum þess, að þær eignuðust
sem fyrst skóla með því sniði. Þar var kostnaðurinn
fyrir nemendur lítill annar en sá að missa vinnu sína
í 2 ár. Það er ekki meir en svo að hver stúlka gæti veitt
sjer það sem vildi.
Jæja, góða »Hlín« mín, þá er víst best að slá botn-
inn í brjefið, sem jeg bið þig að fyrirgefa. Jeg óska
þjer alls góðs, og þakka þjer fyrir að þú vilt taka á
móti línum frá okkur ómentuðum sveitastúlkum.
Ein af heimilisfólkinu i ólafsdal fyrir 30 árum.
Tár útlagans.
Júlísólin hafði þerrað öll daggartárin af blómunum,
sem hún náði til, en þau, sem voru í forsælunni flóðu
ennþá í tárum. Jeg horfði á sólargeislann teygja sig æ
lengra og lengra inn í skuggann, uns hvert einasta
daggartár var þerrað og skuggsæli staðurinn var orð-
inn að sólríku blómaheimkynni.
En hvað mannlífið væri bjart og heimurinn fagur,
ef hver einasti maður fyndi það köllun sína að þerra
táruga hvarma þeirra, sem lifa skuggamegin í lífinu,
á sama hátt, sem sólin þerrar grátskrúð blómanna með
sínum hlýja armi, sólargeislanum.
Um þetta var jeg að hugsa, þegar einn úr hóp sam-
ferðamannanna kallaði upp með háðslegum rómi: »Sko!
þarna fer karlræfillinn hann — Hver? Það var hann,
sem heimurinn hló að, hann, sem strákarnir köstuðu