Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 163
Hlín
161
mamma hans — en hnífurinn — en mamma eggjanna. — Þetta
var mesta vandamálið, sem enn hafði komið fyrir Steina litla.
Ósjálfrátt krepti Steini hendina um eggið. Kurr! Skurnið á egg-
inu brast, Steini fann volgan ungann í lófa sjer. Guð komi til!
— Hafði hann brotið eggiðl Hann leit í lófa sjer. Nef og langir
fætur. — Unginn var alfiðraður, kominn að þvi að skríða úr egg-
inu. Hann hafði drepið hann. — Spóinn rak upp sárt vein, eða
það fanst Steina litla, sem drepið hafði barnið hans. Aumingja
litli unginn, aldrei fengi hann að sjá mömmu sína, sólina og
blómin. Tárin fóru að renna niður vanga Steina litla. Óttalega
var hann vondur strákur. Hann rölti nokkurn spöl frá hreiðrinu,
settist þar á þúfu með dauða ungann í hendinni og grjet.
Fyrir utan túnið í Holtakoti voru móar með viðarkjarri. Steini
fór ekki götuna, heldur þvei*t yfir móinn til að stytta sjer leið.
Sko, þarna flaug rjúpa úr runnanum. Ætli hún hafi flogið af
eggjum. Já, þarna var hreiðrið hennar í skjóli við fjalldrapa-
brúsk, eitt, tvö, þrjú, fjögur, en hvað þau voru mörg, tólf. —
Tólf í einu hreiðri. Lifandi skelfing voru þau falleg. Steini litli
horfði á þau með aðdáun, og nú tók hann ekki af sjer húfuna.
Þessi egg ætlaði hann ekki að taka. En rjúpan, hvað ætli hafi
orðið af henni? Hún hafði flúið, auðvitað hugsað, að þessi strák-
ur væri vondur og mundi taka eggin hennar. En hvað hún hlyti
að verða glöð, þegar hún kæmi aftur og fyndi eggin sín öll kyr,
svona falleg og mörg. Hvað þau voru falleg í laginu og skurnið
\jljctt, þeim smckklega raðað og fiður kring um þau, sem aum-
ingja mamma þeirra hafði reitt af sjer til að skýla litlu börn-
unum sínum, Steini mundi ekki eftir, að sjer hefði nokkurntíma
þótt falleg þau þreiður, sem hann fann, en það var ef til vill fyr-
ir það, að hann hafði bara hugsað um það eitt að taka eggin. En
aldrei framar ætlaði hann að taka egg, aldrei. Steini stóð upp,
og honum fanst ekki laust við að hann hækkaði við þessa ákvörð-
un. Svo bældi hann sig í runni skamt frá. Hann ætlaði að vita
hvort rjúpan kæmi ekki aftur. Hann varð að bíða lengi, loks sá
hann hvar hún kom tritlandi, liún stansaði annað slagið, eins og
11