Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 4
aralifnaði, þótti framtíðardraumar hans vera skýjaborgir einar og fár- aðist um við hann, en síra Cotto- lengo svaraði honum af spámann- legri andagift; »Sjáðu til, að svo mun fara um síðir, að öll grundin hér umhverfis, verður þakin hús- um forsjónarinnar«. Núna er þetta fram komið. Ferða- maður, er vildi fara uin þessa miklu borg eymdar og líknar endanna á milli, þyrfti 4 tíma til þess. Venju- lega gefst hann upp eftir 2 tíma göngu og snýr þá við og leggur um leið sinn skerf í guðskistuna, sem á vegi hans verður; í þá guðskistu leggur forsjónin dag hvern með með höndum trúaðra manna það, sem þeir vesalingar, er húa í þess- ari horg, þurfa til daglegs viður- væris. Hinn breytilegi svipur pessarar borgar. Hver er hérumbil íbúatala þessa geysistóra gistihúss? — Að minsta kosti 8000 manns. Þeim er skift í tvær deildir: fyrst er almenna deildin. Þar er sá hluti sjúklinganna, er að staðaldri kem- ur og fer, annaðhvort að þeir and- ast þar eða fara aftur albata út í heiminn. Þá er hin deildin enn umtangsmeiri; þar eru þeir sjúk- lingar, sem tekið er við fyrir fult og alt, »i recoverati*. I þessum lióp er allskonar fólk: munaðarleysingjar, menn sem eru ólæknandi, ósjálfbjarga gamalmenni, fábjánar, flogaveikir menn, og alt sem nöfnuin tjáir að nefna. Þeim hefir verið útskúfað úr heldur kald- rifjuðu mannfélagi, og oft eru þetta sárvolaðir aumingjar. Yið lilið allra þessara aumingja eru þjónar þeirra og þernur: prest- arnir, hræðurnir og systurnar. Til þess að greina menn vel sund- ur eftir þeirri raun, seni þá þjáir, og eftir guðræknishaldi, hefir hinn sæli Cottolengo skift því fólki, sem helzt þarna við að staðaldri, niður í »fjölskyldur«. Þrjátíu og fjórar fjölskyldur skifta með sér umönn- un fyrir þeirn þúsundum kristinna rnanna, sem þarna eru. Af þeim eru 14 systra- og hræðralög, en 7 þeirra eru klausturbundin. Sérhver fjölskylda ber nafn þess dýrlings, sem er verndari hennar. Yið skuluin nú ganga um þetta- völundarhús. Þessi hópur, er fer þarna fram lijá á leið til kirkjunnar, er kallaður »Luigini«; verndari þeirra er heilagur Aloysíus (Hlöðver, á ítölsku: Luis) frá Gonzaga. Auð- kenni þeirra er stór hvítur kragi, grá föt og víðar kollliúl'ur. Þetta eru litlir munaðarleysingjar, yfir- gefnir af foreldrum sínum, óskila- börn. Þeir eru frá 9—L2 ára, og læra auk liins nauðsynlega í reikn- ingi og málfræði, þá list, sem mest á ríður, að verða góðir menn. Hiuumegin við múrvegginn eru systur þeirra, kallaðar »Luigine«, og liera þær til auðkennis rósrauða svuntu og prjónaða kollhúfu. Þeg- ar þessir litlu »Luigini* eru orðn- ir dálítið eldri, geta þeir sjálfir val- ið, hvað þeir vilja verða. Velji þeir einhverja handiðn, þá eru þeir flutt- ir í fjölskyldu hins heilaga Dóminí- kusar. Vilji þeir lieldur fást við andleg störf og fá æðri menntun, þá fara þeír í »fjölskyldu heilags Tómasar frá Aquinum.* Þeir, sem Mcrkl krosslus. 12

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.