Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 7

Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 7
in undir tungum manna; þó að þær leggi þér eitthvað út til góðs eða til ills, ert þú þá ekki sami maður eftir sem áður. Hvar er sönn rósemi og sannur vegur? Skyldi það ekki vera í mér? Og sá, sem ekki girnist að þókn- ast mönnum og ekki heldur stend- ur geigur af að vanþóknast þeim^ nýtur mikillar rósemi. Allur órói hjartans og öll dreif- ing tilfinninganna stafar af elsku, sem ekki er við eina fjöl feld og af ástæðulausum ótta. III. BÓK. 33. kap. TJm óstödugleika hjartans og um lokatakmarkid ad kjósa Guð. Sonur sæll, ekki skalt þú treysta á ástríðu þína; sú sem er í dag, er ekki lengi á sér að breytast í aðra. Jafnlengi og þú lifir verður þú hverfulleikanum ofurseldur, enda þótt þér sé það nauðugt, svo að þú ert ýmist glaður eða liryggur, og þér er ýmist hugarliægt eða þú ert æstur, þessa stundina ertu guðræk- inn hina óguðrækinn, í þennan svipinn iðjusamur, en situr auðum höndum hinn, og þú ert sitt á livað þunglyndur og léttlyndur. En vitur maður og vei andlega þjálfaður stendur utan við þessi liughvörf; Iiann gefur því engan gaum, hvað lionum finst með sjálf- um sér, eða af hvaða átt vindur hverfulleikans hlæs, lieldur liinu, að öll viðleitni sálar lians gagnist honuin til þess að ná sem sómasam- legustu og heztu takmarki. Því að með þeim hætti má einn og sami maður að staðaldri halda rósemi sinni óraskaðri, að hann án afláts beini til mín einföldu augna- ráði tilgangsins um alla þessa marg- víslegu atburði þvera. Því skírar sem augnaráð tilgangs- ins er, með því meiri stöðvun ríð- ur maður af sér margskonar storm- hviður. En í mörgum efnum sljógvast hið skíra augnaráð, því að oft verður því reikað þangað, sem eitthvað liugðnæmt er fyrir. Því að það mun og vera fátítt, að nokkur reynist með öllu laus við flekk sinnar eigin löngunar. Því var það að Gyðingarnir fóru alls ekki forðum til Bethaníu til Mörtu og Maríu fyrir Jesú sakir, heldur til þess að þeir gætu séð Lazarus. Því ber að lauga auga tilgangs- ins svo, að það flökti ekki, en sé réttsýnt, og beina því til mín þvert yfir öll hin margvíslegu hversdags- atvik. I>nð er nlkunna aö Georges Cleinenceau, er var forsætisráðherra Frakkn, fyrstu árin eftir heimsstyrjölilina, var mikill guðleysingi. Skömmu áður en liann andaðist (árið 1929) ritaði hann vini sínum Hervé, og komst þar svo að orði: “Kæri vinur, ég yfirgef þennan heiin. Þú veist að ég á allri minni lífsleið hefi dregið dár að því, er lýtur að guðsþjónustu, og eins gjöra allir samherjar mínir í stjórn- málum. Ég er nú þess fullviss, að það sé ógjörlegt að reisa skipulegt félagslíf á trú- leysinu. Hefði mér orðið þetta ljóst fyr á tímum, þá liefði ég barist fyrir |>ví málefni, án jiess að óttast liáð mannn, og farið J>ar að dæmi þínu. « 15 Mcrki krossius.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.