Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 8

Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 8
Eg veiti þér heimild til að gjöra lieyrin- kunna þessa niðurstöðu inína, til þess að liún inegi verða ungu kynslóðinni tii viðvörunar. Mér hefir nú með þessari játningu lézt um hjartaræturnar.« I næsta fehrúarmánuði verður haldin alþjóða- stefna kaþólskra manna til dýrðar Guðs líkama. Verður hún að þessu sinni í Maníla, liöfuð- borg Filipseyja. Filipseyjar teljast með Asíu; voru þær undir stjórn Spánverja frá því á miðri 16. öld til ársins 1898, en upp frá því, alt til ársins 1935, er þær urðu sjáifstæðar, undir yfirráðum Banda- ríkjanna. Landið er nærfelt þrisvar sinnum stærra en ís- land og af eyjaskeggjum, sem eru hátt á 14. milj., eru hérumbil 12 miij. kaþóiskir. A eyjunum eru 3 prefektsdæmi, 10 hiskupsdæmi og 2 erki- biskupssetur, og eru annað jieirra í liöfuðiiorg- inni. Maníla sjálf telur rúmlega 350.000 íbúa. Þar er kaþólskur háskóli með 7 deildir og veitti Páil páfi V honuin háskólaréttindi árið 1619. Háskólinn, sem kendur er við hcilngan Tómas, var árið 1933 sóttur af 3478 liáskóla- nemendum og kendu við hann 271 háskóla- kenrarar, en 21 þeirra eru af prédikararegl- unni. Fyrir nokkrum árum var að tilhlutun kar- dínálannu sett á stofn í Róm alheimsfrétta- stofa, er her nafnið »Agenzia Fides«. Hefir hún fréttaritaro, um víðan heim og eru |>eir valdir af hiskupum í liverju cinasta hiskups- dæmi, einnig í trúhoðslöndum. Tilgangurinn er að liafa sannar fréttir frá ýmsum stöð- uin og geta betur haft heinil á ýmsum ranghermum eða rangfærslum, sem oft eiga sér stað í fréttaburði. Við þessa fréttastofu eru ýmsar deildir, eft- ir því livaða tungumál fréttaritararnir notu, þannig er spönsk, ensk, ítölsk, þýsk og frönsk deild, auk aðaldeildarinnar, er tekur einnig við bréfum á latínu. Lætur þessi fréttastofa, mörgum blöðum og tímaritum ýmsar nýstárlegar fréttir og myndir í té. Hinn vinsæli og afkastamikli danski rithöf- undur Johannes Jörgensen varð sjötugur á þessu ári. Af því tilefni var honum sýndur mikill sómi. Hann gjörðist snemma kaþólskur og var um tíma ritstjóri lítils vikurits, er hét »Katholiken«. Hann hefir tekið sér bólfestu á Ítalíu, í borginni Assisi, fæðingarborg heilags Franciskusar frá Assisi, höfundar grámunka- reglunnar (Franciskanareglunnar), enda hefir Jóhannes Jörgensen ritað rækilega æfisögu heilags Franciskusar; hefir það rit verið not- að við íslenzka æfisögu Franciskusar, gerða af síra Friðriki Rafnar. Auk þess liefir J. J. samið ýmsar aðrar lieilagra manna sögur, m. a. æfisögu blessaðs Jóns Bosco. En eftir hann liggur einnig fjöldi ferðalýsinga og skáldsagna. Pacelli kardínáli, ríkisritari páfa, hefir undan- farið verið á ferð um Bandaríkin og fékk hann, einkum meðal kaþólskra manna, hinar virðu- legustu móttökur. Jafnvel forseti Bandaríkjanna, Roosevelt, sendi sérlest til að sækja liann, þeg- ar hann átti enn ófarna 200 km. til Washing- ton. Á sex dögum ferðaðist Pacelli loftleiðis um 15000 km. og kom við á þýðingarmestu stöðuin landsins. Flestir háskólar gerðu hann að heiðursdoktor. Erkibiskupinn af New York hafði boð til að fagna kardínálanum og sátu það 8000 manns. I Mexíkóríki stendur enn yfir ofsókn sú, er fyrir einum tíu árum náði hámarki sínu, með- an Calles forseti var við stjórn. Um 30000 kon- ur annast kaþólska uppfræðslu barna, og vegna þess, að þetta verður að gerast í laumi, eru þær mjög lægnar á að framkvæma þetta verk, án þess að hið opinbera geti náð höggstað á þeim. Prestar halda til í fylgsnum, því að þeir eru af yfirvöldunum þar álitnir sekir skógar- menn. Fólk4 sem hægt er að treysta, fer með Guðs líkama frá þeim út til heimilanna. Talið er að á einum mánuði hafi altarissakramentinu verið útlilutað í einu héraðinu til 40000 manna. Einhver frægasti lielgistaðurinn, annar en Lourdes á Suður-Frakklandi, er Kevelaer í biskupsdæminu Miinster á Þýskalandi, Er hann mjög skamt frá landamærum Hollands. Þar er mynd af Guðsmóður, og er það náðar- mynd. Hér um bil 700000 pílagrímar fara þang- að árlega. Eigi mjög langt þaðan, en í Belgíu, er ann- ar helgistaður mjög frægur, er það í þorpinu Montaigu (á flæmsku: Scherpenheuvel). Ritstjóri: Jóliannes Gunnarsson. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Merki krossins. 16 Cum. lic. Sup.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.