Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 5

Merki krossins - 01.06.1936, Blaðsíða 5
kallaðir eru »Tommasini« fara ein- mitt til skemmtigöngu þarna. Það eru um 50 námsmenn, og meðal þeirra eru ýmsir, er seinna meir verða prestar þar á staðnum og eiga að sjá um hina andlegu velfcrð allrar stofnunarinnar. Þessir prestar eru einnig bundnir félagsskap, og heit- ir liann »fjölskylda heilagrar þrenn- ingar«, þeir eiga að sjá um að guð- rækni og góðir siðir haldist meðal þessara 8000 íbúa. Þeim til aðstoðar eru »Fratelli«, hræður heilags Vincentíusar, sem kenndur er við Pál. Þeim her að sjá um hinar verklegu þarfir, þeir eiga að sjá um agann yfirleitt með- al karlmannanna; þeir eru yfirmenn í verkstofunum, umsjónarmenn, þeim er falið að vaka á nóttunni yfir sjúklingum, þeir eru meðhjálp- arar, kennarar í kristnum fræðum, o. s. frv. En liver er þessi flokkur, sem þreytir þarna knattspyrnu í einu liorninu af leikvellinum, en er þó svo þögull? Það eru daufdumbir menn á öllu reki, og eru þeir í »fjölskyldu heilags Jóhannesar skír- ara«. Fjölskylda þeirra gat ekki lxlotið betra heiti, því að að tilstilli hans, fékk faðir lians, Sakarías, málið aftur. Það eru allir með al- huga við leikinn, hörn, fullorðnir og gamalmenni, sumir eru þátttak- endur, en hinir áhugasamir áhorf- endur. Það er hrífandi sjón, að sjá þennan þögula kappleik, og það er eins og bumpið í knettinum, þeg- ar sparkað er, heyrist enn betur vegna þögn tungnanna. Eitt af því, er fær mest á þann, er þarna ber að garði, er »Betle- hemsfjölskyldan«. í henni eru þeir, er Cottolengo kallaði »góðu börnin«, en það eru fábjánarnir. Þeir stara á menn, hlæja og muldra óskiljan- leg orð milli tannanna. Innan um þá gengur ein systirin, hrosandi eins og líknarengill, er sendur hefir ver- ið í þennan kvalastað. Þessi deild var uppáhaldsdeild Cottolongos. »Það eru þessir aumingjar«, sagði Jiann jafnan, »er gjöra Piccola Casa svo velþóknanlega Guði og mönnum. Þeir eru víxlarnir, sem við seljum í banka forsjónarinnar«. Menn skunda hurt frá allri þessari eyrnd, en í dyrunum hljóta menn að líta snöggv- ast um öxl og dá þær konur, er hafa lcosið sér það æfihlutskifti að hlynna að þessum aumingjum. Þá kemur deild þcirra manna, er ]ijást af niðurfallssýki, og er hinn sæli Amadeus frá Savoyen verndar- dýrlingur þeirra. Svo er »ljölskylda blessaðs Antóníusar«, ]iað eru menn handar- eða fótarvana og hlindir og örkumla öldungar. Þeir hafa það sér til afþreyingar, að sóla skó, flétta mottur, skræla grænmeti eða að prjóna sokka og því um líkt. Á öðr- um stað mætið þér »fjölskyldu blessaðrar Ursúlu«, en það eru stúlk- ur, sem lcnt hafa á glapstigum, og auk þess »fjölskyldu blessaðrar Genóvelu« fyrir eldri stúlkur. Þá er »fjölskylda blessaðrar Mar- íu Magdalenu*, en þar eru þær konur, er ])jást af niðurlállssýki. Rétt þar í grendinni er »fjölskylda blessaðrar Klöru«, en þar er þeim stúlknm, er þjást af kirtlaveiki kom- ið fyrir, og þær eru aðallega látnar fást við viðgerðir á þvottinum og við saumaskap, en systurnar, er hjúkra- þeim, eru 1 grábláum húningi með hvíta slæðu. 13 Mcrkl krossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.