Sumargjöfin - 23.04.1925, Side 5

Sumargjöfin - 23.04.1925, Side 5
SUMARGjOFIN 5 og líkamlegan hreinleik. Því þarf að verða að vana að halda hreinu hörundi, hári, tönn- um, nöglum og fatnaði. Ohreint orðbragð má það aldrei heyra. Vehið samúð þess með þeim, sem bágt eiga, og viðbjóð á að auka á eymd þeirra með keskni og stríðni. Hennið því að líta á aðra menn með kærleika en ekki með útásetningum. 9. Wakið yfir líkamlegum þörfum barnsins. Látið aldrei stúlkubörn ganga með bera handleggi. Sá búningur hæfir ekki íslensku loftslagi. Börn mega ekki ganga á striga- skóm á forugum götum. Besti fótabúnaður- inn er íslenskir ullarsokkar, sauðskinnskór og yst vaðstígvjel, sem tekin sjeu af þegar inn er gengið. Venjið börn ekki á að marg- vefja neti um hálsinn. Látið börnin ávalt fara í yfirhöfn, er þau fara út í kulda, og úr henni þegar inn kemur. Látið börnin borða mikið af jurtafæðu, mjólk og lýsi. Kjöt mega þau ekki bragða, að minsta kosti ekki innan tveggja ára. Kaffi og te ætti að varast, sömuleiðis sætindi í óhófi. Þau stórskemma heilsuna og venja á nautnasýki. 10. Vinnið með skólanum. Varist eins og heitan eld að láta barnið heyra eitt einasta óvirðingarorð um skólann, sem það sækir. Mislíki yður þar eitthvað, þá flýtið yður að tala um það við kennara barnsins. Þó að yður líki þar alt vel, þá talið oft við kenn- arann um barnið. Samvinna milli skóla og heimilis er hin besta trygging góðs uppeldis. Vanvirðið ekki skólann með því að láta barnið koma þangað of seint, eða með því að láta það sitja heima að ástæðulitlu. —......... S. A. Leggið gull í lófa framtíðar. Lát þjer ei bregða, því barn er þar inni: hin blundandi framtíð í vöggunni sinni. Og áður þú kveður og skundar á skóga, æ, skildu eftir gull í þeim sofandi lófa. Stephan G. Stephansson. Vaxandi nauðsyn á mentun. Qreinin, sem hjer fer á eftir, er samin af Calvin Coolidge forseta BandariUjanna. Er hún þýdd og birt með þeirri ósk, að sú afstaða til uppeldismála, sem birtist í henni, mætti verða eign þeirra manna, sem þjóð vor trúir fyrir stjórn landsins og löggjöf. Þjóð vor hefir sýnt það og sannað í verk- inu, að hún hefir tröllatrú á mentun og að hún hefir tekið þá ákvörðun að nota þjóðar- auðinn til þess að hefja manngildi karla og kvenna í landinu á sem hæst stig. ]eg trúi því, að það sje skylda uppeldismanna að viðhafa allan sannan sparnað í meðferð sinni á almannafje, sem varið er til uppeldis. Þrátt fyrir það virðist mjer deginum ljósara að sú ráðstöfun, sem nýlega hefir verið lögleidd, að auka fjárframlög til uppeldismála, sje svo rjettmæt, að ekki sje hægt að verja fje á viturlegri og betri hátt. Það verður aldrei hægt að auka framleiðslu á sviði landbún- aðar, iðnaðar, eða á nokkru öðru sviði með aukinni fáfræði. Sú stefna að nota náttúru- auð landsins, til þess að ávaxta andans-auð þjóðarinnar með bættu uppeldi hefir ávalt reynst þjóðinni mikill aflgjafi til framleiðslu. Eins og þegar hefir verið gefið í skyn, er þjóð vor að hverfa frá því, að hugsa ein- göngu um efnalegan arð, og til rneiri og meiri virðingar fyrir menningu, sem fæst með auknu námi. Virðing fyrir menningu mun æ fara vaxandi, og það vegna menn- ingarinnar sjálfrar, en ekki að eins vegna efnalegs hagnaðar, sem af henni leiðir. Menn þrá nú upplýsingu, ekki að eins til þess að öðlast skilning á öllu er lýtur að hagfræði og þjóðfjelagsmálum. Mönnum skilst það nú, að auknar tómstundir valda naumast öðru en tímaeyðslu, þar sem menn láta eftir löngun- um sínum, meðan einstaklingunum er ekki í æsku snúið inn á braut sjálfsmentunar. Tóm- stundum mun aftur á móti vel varið, þar

x

Sumargjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.