Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 16
16
SUMARG1ÖFIN
mynd. En hins vegar eru kvikmyndir einhver
allrabesta fræðsluaðferð í öllu góðu og nyt-
sömu. Þess vegna eiga þeir, sem fræðslu-
málum ráða, að nota kvikmyndir miklu meir,
við kenslu en gert er.
]eg veit, að Biostjórarnir hjer gera sjer
mikið far um að fá góðar myndir til að sýna,
en samt sem áður eiga hlutaðeigandi yfirvöld
að gefa nákvæmar gætur að því, hvaða myndir
eru sýndar, ekki einungis vegna barnanna,
heldur einnig vegna hinna fullorðnu. Kvik-
myndir eru að verða mjög sterkur þáttur í
menningu jarðar; varðar því miklu, úr hverju
sá þáttur er gerður.
Foreldrar! Látið börn yðar ekki rangla
úti um götur og torg, knæpur og kaffihús
fram á miðjar nætur og lengur. A nóttunni
eiga þau að sofa. Næturrangl leiðir til alls-
konar auðnuleysis og böls. A síðkvöldum og
nóttum skríður ýmiskonar siðspilling úr híði
sínu og læðist um götur, knæpur og kaffihús.
Haldið börnum yðar frá þessum ósið.
Hjer mætist einnig verksvið einstaklinga og
yfirvalda. Heimta verður, að lögreglan að-
stoði heimilin eftir mætti við þetta verk.
Foreldrar! Látið börn yðar ekki læra að
neyta tóbaks eða áfengis. Þjer vitið, að það
gerir öllum ilt, en engum gott. Stórt skref
er stigið í áttina til siðspillingar, þegar ung-
lingurinn lætur í fyrsta sinn sígarettuna upp
í munninn. Ein syndin býður annari heim.
Hægara er að halda börnum yðar frá
þessum löstum, ef þjer eruð laus við þá sjálf.
Ef þjer haldið, að þjer getið ekki verið
án þessara eiíurlyfja, þá kennið börnum yðar
samt að þekkja verkanir þeirra á manninn,
og komið þeim í skilning um, að þjer vönd-
ust á þetta af barnaskap, og að þjer vissuð
ekki þá, hvað skaðlegt þetta var. Hjer mæt-
ist enn verksvið einstaklinga og yfirvalda.
Löggjafar og landsstjórn eiga að gera alt,
sem unt er, til að koma í veg fyrir að þjóðin
neyti áfengis og tóbaks. Það er siðferðisleg
skylda. Athugið siðleysið í því, að þjóðin ís-
lenska hefir fjárhagsleg efni á að eyða ár-
lega hátt á aðra miljón króna — út úr land-
inu — fyrir áfengi og tóbak, en getur þó
ekki, fátæktar vegna! reist landsspítala fyrir
álíka upphæð í eitt skifti fyrir öll, og myndi
þó að minsta kosti 2/s landsspítalaverðsins
ekki borgast út úr landinu.
Eða þær geysiháu fjárhæðir, sem fara fyrir
allskonar hjegóma og glingur, en fátæktina
hins vegar, þegar talað er um að vanti barna-
skólahús.
Þetta er stækkuð mynd af heimilisföður,
sem drekkur út launin sín, en lætur konu
og börn sín svelta og draga fram lífið í
örbirgð og eymd.
Að lokum vil jeg minnast örfáum orðum
á barnafræðslu í skólunum.
Það er afaráríðandi, að barnafræðslunni
sje meira beint að mannúð og siðferði en gert
hefir verið. Siðfræðin á að skipa æðsta sess
í barnaskólunum. Kenning Krists er öruggur
grundvöllur undir siðferði.
En þess verður að gæta við kenslu í
kristnum fræðum, að unglingarnir læri að koma
kenningum Krists í samband við líf sitt og
hegðun. Kenslan 4 að vera lifandi, en ekki
dauð. Notið andann, en ekki bókstafinn. —
Kennið eins og Kristur kendi sjálfur. Og
látið börnin skilja, að kenning hans sje sönn.
Sýnið þeim fram á, að þeim sje nauðsynlegt
að líkjast honum. Hindrið ekki þroska þeirra
með því að koma því inn hjá þeim, að eng-
inn geti orðið Kristi líkur. Vantraustið veikir
þrekið. Látið þau gera eins og þau geta.
Það skaðar ekki, þó að þau setji markið hátt.
Látið þetta vera aðalatriðið í kristindóms-
kenslu, en gerið minna að því, að koma inn
hjá börnum ýmsum aukaatriðum og kenning-
um um Krist, sem smátt og smátt hafa mynd-
ast á 20 öldum. Það skiftir minstu, hver
hann er, sem segir sannleikann. Sannleikur-
inn er hinn sami, hvaðan sem hann kemur.
Reykjavík, 12. apríl 1925.
Þorl. Ofeigsson.