Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 5

Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 5
4. marz 1934 D V Ö L 3 „Viltu vinna þér inn aðra fimm franka?“ „Já“, segi ég, því að ég er nú ekki vön við svoleiðis rausn og ruðning. Þá segir hann við mig: „Úr spjörunum“. „Meinarðu, að ég eigi að klæða mig úr?“ „Já“, segir hann. „Hvað , viltu, að ég fari úr miklu ?“ Þá segir hann við mig: „Ef þú vilt síður fara úr öllu, þá máttu vera í skyrtunni, við látum það svo vera“. Fimm frankar eru fimm frank- ar, svo að ég fer úr, en það segi ég satt, að mér dámaði ekki að afklæða mig framan í þessum erki-ræflum. Ég tók af mér hatt- inn, fór úr upphlutnum, svo úr pylsinu og svo tók ég af mér skóna. Nú segir Brument við mig: „Þú mátt vera í sokkunum, við erum engir rustar, það erum við ekki“. Og Cornu þarna étur upp eftir honum: „Við erum engir slordón- ar“. Og þarna stend ég, eins og Eva til fara, gæti maður sagv. Og þeir rísa á fætur, en uppréttir gátu þeir ekki staðið, sve svínk- aðir voru þeir, með leyfi að segja, herra réttarforseti. Ég segi við þá: „Hvaða ólukku ætlið þið nú að hafast að?“ Og Brument segir: „Er þá allt í lagi?“ Cornu segir: „Allt í lagi“. Og svo taka þeir mig, Brument höfðahlutann og Comu fótahlut- ann, rétt eins og maður tekur stranga af óhreinum fatnaði. Ég grenja, það geri ég. Og Brument segir: „Haltu þér saman!“ Og þarna taka þeir mig upp á milli sín og demba mér niður í ámuna, fulla af vatni. Mér fannst blóðið storkna í æðunum og ég var gegntekin af kuldahrolli inn- vortis. Nú segir Brument: „Er þá nokkuð meira?“ Cornu segir: „Nei, þetta nægir“. Brument: „Hausinn er upp úr og það munar um hann“. Comu: „Niðrí þá með hausinn á henni“. Og svo ýtir Brument á höfuðið á mér, rétt eins og það ætti að drekkja mér, þangað til vatnið rann upp í nasirnar á mér og mér fannst ég sjá heilagan anda. Þá færir hann mig á kaf í einum rykk. Ég hugsa, að hann hafi nú orð- ið smeykur. Hann dregur mig upp úr ámunni og segir við mig: „Farðu nú sem snarast og þurkaðu á þér bjórinn og hnút- urnar“. Ég hleyp nú af stað til prests- ins, og hann lánar mér pils af vinnukonunni, því hann sá, að ég var þarna ber, svo fer hann og sækir Cliicot, löggæzlumanninn í

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.