Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 13

Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 13
í. marz 1934 D V Ö L 11 Þinávallaferð. (1911) Eftir Albert Engström. Eftir fimm mílna ferðalag á hestbaki veitir manni ekki af því að liðka á sér fæturna. Við Wulff gengum nú upp á Lögberg*) til þess að líta á umhverfið, áður en sólin settist. Það var lítið erf- iði og borgaði sig ríkulega. Báð- um megin við lyngigróinn hraun- rimann eru djúpar sprungur með tæru, grænleitu vatni, kynlega lað- andi, og yfirborð vatnsins svo kyrrt og- tært, að vandi er að sjá, hvar vatn og loft mætast. í vestri er hamraveggur Almannagjár, eins og svört virkisrúst, með silfurhvítu fossfalli Öxarár. í austri blikar rautt kvöldsólarskin á hamraveggjum Heiðargjár og Hrafnagjár, en lengra til austurs Kálfstindur (801 m.). I suðri rís Hengill, hinum megin við Þing- vallavatn. Hvítir reykir stíga upp frá brennisteinshverunum í norð- urhlíðum fjallsins. í norðri gnæfir Ármannsfell (766 m.) og Súlur (1095 m.). En í norðaustn Skjaldbreiður, með hvíta húfu á kollinum, En hrikalegust af öllu þessu er Almannagjá, og hraunriminn, sem við erum staddir á. Manni finnst, eins og ægileg náttúru- *) Hér er átt við hraunrimann milli Flosagjúr og Nikulásargjár. umbrotin, sem sköpuðu allt þetta, sé alveg nýlega afstaðin. Vegg- irnir í Flosagjá og Niku- lásargjá — smaragðsgjánum, nú er eins og vatnið í þeim sé lýsandi — líta út eins og þeir hafi klofnað hver frá öðrum í gær, og dauðaþögnin umhverfis okkur er eins og augnabliks hlé í hildarleik jarðarandanna. Yfir þessu öllu hvílir hátíðlegur, geig- vænlega alvarlegur fegurðar- blær. Aðvörun til ofurhugans, sem ef til vill þráir enn meiri fegurð: Hingað og ekki lengra, því hver * sá, sem lítur fegurðina sjálfa — hann mun deyja. Gult fiðrildi sveimar yfir Flosagjá. Hrafn flýgur einn síns liðs til suðuráttar. En nú gengur sólin undir við Almannagjá. Svalur andvari kem- ur úr vesturátt og í þyt hans blandast niðurinn frá Öxarár- fossi. Við klöngrumst yfir Flosa- gjá eftir mjórri bryggju af nið- urhrundu grjóti og höldum heim að gistihúsinu, þar sem Englend ingamir reykja pípu og tala ensku, sem þeirra er siður. Þetta eru allt heimshornamenn (Globe- trotters). Sumir hafa „makað“ Lappland, allmargir Yellowstone Fark. Allir hafa þeir „makað“ Egyptaland og Indland. En þeim

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.