Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 10

Dvöl - 04.03.1934, Blaðsíða 10
8 D V Ö L 4. marz 1934 Vondi strákurinn. Eftir Anton Tschechow. Iwan Iwanowitsch Lapkin, ung- ur og laglegur maður, og Anna Semjonowna Samblizkasa, ung stúlka með pínulítið uppbrett nef, klifrast niður brattan fljóts- bakkann og setjast á bekkinn. Bekkurinn stendur fast við vatns- borðið, og á bak við hann er þétt víðikjarr. Þetta er ákjósanlegur staður. Hér sér enginn til manns, nema þá fiskarnir, og skorkvik- indin, sem leika sér á yfirborði vatnsins. Þau hjónaleysin hafa með sér veiðarfæri og byrja að dorga, jafnskjótt og þau eru bú- in að koma sér fyrir á bekknum. Lapkin skimar í kringum sig, svo segir hann: — En hvað ég er feginn, að við skulum nú loksins fá að vera út af fyrir okkur. Ég þarf að segja yður frá svo mörgu, Anna Semjonowna ... mjög mörgu . .. Þegar ég sá yður í fyrsta skifti ... Nú tók á hjá yður ... þá skildi ég, til hvers ég lifði, hver sú draumsjón væri, sem ég ætti að helga allt mitt heiðarlega og starfsama líf ... Þessi var stór ... hann tók á ... Þegar ég sá yður, gat ég ekki látið það vera að elska yður, og ég elska yður af öllu hjarta! ... Þér skuluð ekki draga hann of ört . .. lofið hon- um að festa sig. ... Segið þér mér, ástin mín, ég sár-bio yður, segið mér, hvort ég megi treysta því — ekki strax, nei! — ég á það ekki skilið, ég þori ekki að hugsa svo hátt•— hvort ég megi stóla á það, að ... Dragið hann nú! Anna Semjonowna teygði upp handlegginn með öngultaumnum, dró færið að sér og hrópaði yfir sig. Það glitraði á silfurfagran grænleitan smáfisk. — Jesús góður! Urriði! óh, æ! Fljótt, fljótt! Hann losnaði af önglinum! Urriðinn var laus af önglinum og skriðnaði nú í grasinu í áttina til vatnsins aftur, og þar hvarf hann. Þegar Lapkin var að fálma eftir urriðanum, greip hann óvart hönd Önnu Semjonownu, í stað þess að góma urriðann, og þrýsti henni ósj álfrátt að vörunf sér ... Hún dró strax að sér höndina, en þá var það orðið of seint. Þarna mættust varir þeirra eins og af hendingu, þau kysstust. Þetta gerðist alveg óvænt. Og á eftir fyrsta kossinum kom annar koss og þvínæst tryggðaheit og ástar- eiðar ... Sælurík augnablik! En hér í heimi er, eins og menn þekkja, hvergi að finna full- komna hamingju. Sælan ber venjulega í sér einhvern óláns- brodd, eða þá hitt, að henni er

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.