Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 03.02.1935, Blaðsíða 13
3. febrúar 1935 D V Ö L 13 og hnjám. Enn er löng leið eftir. Við slökkvum Ijósin að gamni. Hví- líkt myrkurhyldýpi. Engin skamm- degisnótt kemst hér í neinn sam- jöfuuð. Að hieyfa sig úr sporunum áður en kveikt er, væri bráðasti háski. Loks fer að birta framund- an. Næsta op er um 250 m. sunn- ar en hið fyrsta, en þar er þver- hníft upp og ófært með öllu, en 8tórir snjóskaflar í botninum, því sólar nýtur þar nær aldrei. Enn er þakið fallið niður og má þar kornast upp. Syðsta hluta hellisins hallar bratt niður á köflum, en á milli eru slétt flughált svell með vatni, sem tekur nú í skóvarp, en hefir oft verið dýpra. Andrúmsloftið verður þungt, kyrt og undra hljóðnæmt. Ðropafallið berst með kynlegu hvískurshljóði óravegu, um þessa myrkurauðn. Hér inn af er Ishellir. Hann er með hinum alkupnu klakasúlum. Þær ná frá gólfi í axlarhæð. Á einum stað er sem foss falli af háum hraunstalli og á gólf niður. Sá foss er frosinn og má ganga á bak við ísvegginn uppréttur. Geisla- brot kertanna verpur æfintýra- ljóma um skúta og sillur og þungt, grúfandi myrkrið umhverfis lætur ekki rjúfast nema áörsmáu svæði. Það er drjúpandi vatnið úr þaki og veggjum, sem breytist í súlur og freðna fossa. Einhverstaðar hér innan við, á að vera varða, sem þeir fundu og hlóðu upp Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson, er þeir fyrstir manna mældu hellinn á rannsóknarferðum sínum um öræfi íslands, laust eftir miðja 18. öld. í Ferðabók þeirra er lengd hans talin 839 faðmar, hæð 36 fet og breidd 50 fet, en nákvæmt ermál þetta ekki fremur en uppdráttur þeirra félaga af hellinum. Við höldum til baka að næstu uppgöngu. í miðju opinu slær skyndilega á móti okkur heitri loftbylgju, líkt og er menn koma utan úr kulda inn í kappkynt hús. Við komura langt að neðan, þar sem ísalög vetrarins halda loft- hitanum niður við núll. Og i op- unum mætir þetta úrsvala und- irheimaloft hinu hlýja júlílofti, sem sérstaklega vermist við snertingu svartrar steinhellunnar, sem drekk- ur svo vel í sig hilageisla sólar- ljóssins. Þegar eg geng til baka beina línu milli opa, finn eg fyrst hví- líka reginleið við höfum staulast neðanjarðar. En við höfum líka verið hátt á þriðju klukkustund á ferðinni. Hve hraunelfin hefir verið hér ægilega djúp, sézt bezt á hæð hellisins. Hvelfingin yfir honum er a. m. k. á köflum 2 — 3 metra þykk; hæð undir loft um 12—15 metra. Og hve djúpt kann að vera niður frá botni hellisins að neðstu lögum hraunsins, veit sennilega enginn. Framhald.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.