Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 4
4 d v Ö L 9. febr. 1935. sigur, sem nú væri unninn. Það var eins og þeir þyrftu að sann- færa sjálfa sig um það með sífelld- um endurtekningum, að þeir hefðu unnið fyrir réttan málstað. Þá small fyrsti tappinn. Þarna var magur bókhaldari, sem talaði opinberlega við öll hugs- anleg tækifæri, sagði kýmnisögur í hverju samkvæmi og las allar nýtísku bókmenntir um kynferðis- mál, þýddar og frumsamdar. Af öllu þessu hafði hann fengið gremju- drætti kringum munninn, sem ekki hurfu, þó hann hefði blíðustu orð á vörunum. Hann stóð nú upp, mælti fyrir minni kaupmannsins og fór nokkr- um ástúðlegum orðum um konu hans, en hún roðnaði, af því hún var svo einföld. Svo talaði hann um það, að nú væri ástæða til að fagna, því fjötrar hefðu hrokkið og frelsishvötin hefði sigrað nú sem ætíð. Og hann hafði skáldleg orð um þá hugfró, sem veig- ar gamla Bakkusar hefðu veitt þessari þunglyndu þjóð frá ómuna- tíð. Hann hafði yfir ýms ljóðmæli i ræðu sinni, ýmist eftir Hannes Hafstein, Steingrím Thorsteinsson eða Davíð Stefánsson. (Og það væri nú skárra, ef farið væri að efast um það sem svona menn segja). Bókhaldarinn settist aftur, sveitt- ur af andagift og guðmóði og strauk beinaberri hendinni yfir skallann. Við hlið bókhaldarans sat helzti útgerðarmaður þorpsins. Á yngri árum sínum hafði hann verið í Ameríku og fengið þar glóðarauga, sem hann hafði borið með þolin- mæði í 13 ár. Hann hafði og dval- ið í Kaupmannahöfn en þar höfðu allar framtennur hanns brotnað og gengið úr skorðum af einhverju slysi, Með öðrum orðum: Maðurinn var eineygður og tannfár eins og húsdýrin í sögum Halldórs Stef- ánssonar. Vitrir menn segja að þeir einir geti orðið snillingar, sem sjálfir hafi tekið þátt í svðilförum lífsins. Er það sjálfsagt mála sann- ast, því eftir þessi stórfenglegu .æfintýr í fjarlægum heimsálfum, tók Jón Jónsson að. gefa sig að ritstörfum. Ilann skrifaði allrabeztu ijóðabók, sem sauðheimsk samtíð- in kunni þó lítt að meta, og hvert sinn sem ný klámsaga kom á mark- aðinn ritaði hann gullfallega lof- gerð i eitthvert tímarit. Eftir rúm 13 ár rann þó af honutn, og eftir varð bara útgerðarmaður, sem hafði lítið lánstraust og ólæknandi glóðarauga til minningar um forna frægðardaga. Nú var tappi dreginn úr i'jórðu og fimmtu flöskunni — og Jón .Tónsson fór að segja frá æfintýr- um sínum og ástabralli á góðu ár- unum. Sjötti og sjöundi — og prestur- inn tók að raupa af rangindum, sem hann hafði haft í frammi í hrossakaupum fyrir 20 árum. Áttundi tappinn flaug — og kaupmaður sagði frá slagsmálum við norska skútukarla. Og þegar hann var byrjaður á annað borð,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.