Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 10. febr. 1935 .Francisco, stórborginni á höfðan- um við Grullna hliðið, — þeirri, er kölluð heflr verið af hrifnum ferðamanni perla Kyrrahafsins. Þar hefi eg átt heima um nokk- urra ára skeið. Bifreiðin ber okk- ur eftir breiðum og sléttum vegi sem leið liggur suður frá borginni. Pör okkar er heitið upp til hinna hrikalegu snævi krýndu Sierra1 Nevada fjalla, sem liggja til aust- urs, en í vesturhlíðum þeirra er hinn risávaxnasti partur rauðuskóg- anna, Vegurinn liggur eftir lágum skógarhæðum í suður frá borginni, unz komið er í Santa Clara dalinn, sem liggur fyrir mynni San-Fran- ciscoflóans, og er talinn ávaxta- auðugasti blettur á jörðinni. í miðju dalsins liggur bærinn San Jose, sem hefir um 70 þús. íbúa. Er þar fagurt mjög og skemmti- legt um að litast, en við höldum áfram viðstöðulaust í gegn um bæ- inn, því dagleiðin er löng, og áfanga- og næturstaður ákveðinn. upp í rauðuskógum, en þangað er um 260 km. ferð frá Frisco, og æski- legast væri að ná þangað í fullri birtu svo hægt væri að sjá sig um áður en myrkrið félli yfir. Þegar Santa Clara dalnum slepp- ir, er stefnt til austurs þvert yfir lágfjöllin er liggja að austanverðu við flóann, og upp í hinn breiða og víðlenda San Joaquindal, sem er í rauninni geysimikil lágslétta milli hinna fyrnefndu lágfjalla og I hins hrikaiega fjallabálks til aust- urs. Gegnum víðlenda ávaxtaakra liggur leið okkar. Gegnum vín- berja- og kirsuberjaekrur, framhjá stórum trjáekrum þar sem plóm- ur og ferskjur, perur og appelsín- ur vaxa í gnægð á lágvöxnum, en vel sprottnum og limþéttum trjám. Ut úr hitamóðu dagsins sjást skógiklæddar hæðir í nokkurri fjarlægð fram undan. Það eru for- verðir, „the foothills11 Sierra Nev- adafjallanna. Að baki þessara hæða liggja hin miklu fjöll, en ósýnileg okkur að mestu. Eerðin minnkar. Bifreiðin hæg- ir á sér upp hinn langa líðandi bratta. — Margir hafa þotið í gegnum ríki rauðuskóganna, í' bifreið eða á eimreið. Horft á risavaxna stofna trjánna fljúga framhjá, fundið and- ardráttinn léttast og hugann yngj- ast sem snöggvast, og hrópað upp yfir sig: „Ljómandi fallegt, stór- fenglegtu. En þeir eru litlu nær en maðurinn, er fór á skemmti- skipi norður með ströndum Noregs til að sjá miðnætursólina, og er þangað var komið, er hún varð séð, og honum var gert viðvart, þá sagði hann, að sig skifti það engu hvort hann sæi hana eða ekki. — Hann gæti sagt að hann hefði séð hana. En til að verða þeirrar lielgi var, er býr í þessu guðahofi nátt- úrunnar, verðum við að hafa stað- ið örfá augnablik meðal hinna

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.