Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 10.02.1935, Blaðsíða 5
9. febr. 1935. D V ö L 5 ætlaði að verða frágangssök að fá hann til að hætta, en hinjr vilda þó 'svo gjarnan komast að líka. Olíubrúsi oddvitans var sóktur — og bókmenntamennirnir tveir tóku að tala um allra vinsælustu kaflana í „Jómfrú Ragnheiði“, öll- um hinum til mikillar ánægju. Frúrnar höfðu fylgst með svona að settu marki, en ein þeirra kvaðst þó eiga vanda fyrir höfuð- verk og fékk að leggja sig útaf í gestaherbergi.nu. Hinarsátu sneypt- ar, gáfu mönnum sínum hornauga, en reyndu að láta sem ekkert væri og útf úr vandræðum l'óru þær að tala um kattarmynd, sem hékk uppi á vegg. Kona kaupmannsins vissi hvorki upp né niður. Hún hafði aðeins verið einn mánuð í hjónabandinu og hún var aiin upp í afskekkri sveit, þar sem sjaldan var talað um ölæði. Hún sat þegjandi og tók ekki þ'átt í neinu. M.aðurinn hennar settist hjá henni og lagði handlegginn utan um hana. Hann horfði á hana ein- kennilegum sljóvum augum. Og henni fannst þetta vera einhver ókunnur maður. Svo kom brúsinn. Unga konan skimaði kringum sig eins og hrædd- ur fugl. Þá lieyrði hún að hinar konurnar voru að tala um mynd á veggnum, svo henni hugkvæmd- ist að sýna þeim myndir. Hún 8ótti stórt albúm og kassa með snrámyndum. Og konurnar urðu þessu fegnar. Þær spurðu um eitt og annað og unga konan útskýrði myndirnar: Þetta eru pabbi og mamma — þetta er vinkona raín, og þetta er systir mín — og hér erum viö Ella báðar---------. Hún þagnaði skyndilega. Henni fannst allt í einu svo langt síðan hún fór að heiman. Átti hún nokkursstaðar heima? Hafði hún ekki villst og var ein á ferð — alein. — — Konurnar reyndu að fá menn sína til að halda heimleiðis. Kaupmaðurinn lá afturábak í hæg- indastól og hraut. Þeir gestanna, sem enn voru uppistandandi, voru komnir í þrætur, meðal þeirra bók- haldarinn og rithöfundurinn með glóðaraugað. Kona kaupmannsins sat í svefn- herbergi þeirra hjónanna. En hún gat ekki fengið sig til að .hátta. Gestunum hafði verið komið heim til sín með hjálp góðra manna. Og einn þeirra hafði afklæ'tt kaup- manninn og komið honum í rúmið. Sjálf hafði hún farið fram. Það var sneypulegt að óviðkomandi maður skyldi sjá vansæmd heim- ilisins. En pilturinn, sem bar mannninn hennar í rúmið, kom fram í eld- hús eftir vatni og þá fylgdist hún með honum inn. Hann hafði farið úr jakkanum og var á skyrtunni. Unga konan horfði á hann, hvað hann gekk liægt og rólega að verki. Og hann var svo alvarlegur og rólegur að

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.