Dvöl - 10.02.1935, Side 16

Dvöl - 10.02.1935, Side 16
16 D V Ö L 9. febr. 1936. af lit hraunsins og myrkursortanum sem ríkti hvarvetna undir hraun- þakinu. Seinni hluta dags er aftur haldið til byggða. Þetta rómaðasta og skuggalegasta útilegumannabæli á íslandi liggur eftir skamma stund að baki, tengt minningum og sög- ura um illvirki og ójöfnuð. Það er skiljanlegt, að Grettir skyldi aldrei hugsa þar til dvalar, jafn aðþrengdur og hann þó var og jafn gott vígi sern þar þó er og felustaður. Einkis staðar gæti manni, sem þjáðist af ásókn hryllilegra eiidur- minninga, þótt einveran óbærilegri en í hinu kalda myrkurdjúpi Hall- mundarkrauns. Árnar hafa vaxið töluvert um daginn og nokkur tvísýna er á, hvort Geitá sé reið. En Stefán bóndi í Kalmanstungu býðst til að fylgja okkur. Hann og klárarnir hans eru vanir að fást við þessi ijótu straum- þungu vatnsföll. Við slörkum yfir Geitá nokkru ofan við venjulega vaðið, Stefán skilar okkur á veg- inn Húsafellsmegin. Til baka fer hann beinustu leið og yfir ána þar, sem gatan liggur að henni. Við stöndum á malarkambinum og horfum á leik manns og hests við úfna, tryllta jökulstraumana. Hér virðist leika á fullkomin tvísýna um það „hvort sjóðandi straumiðu- kast eða brjóstþrekinn klár hefir betur.w Hríðefldur, hvítfyssandi flaumurinn leikur um brjóst og herðakamb hestsins. Hér má engu skeika og hrein vitfirring að ríða til sunds. Hvorugt verður. Allt í einu er eins og hesturinn hleypi sér í hnút, hann hverfur næstum undir straumbrotið. En á næsta augabragði er sem hann rísi upp á afturfæturna og með eldsnöggum hejlarþrótti sópar hann af sér vatnsflaumnum eins og skriðþungt skip brýtur af sér úfinn öldufald. Það er líkast sem hann taki strenginn í stökkum án þr-ss að fram'fætur nemi við botn. Að andar- taki liðnu eru þeir á eyrinni hin- um megin heilir á ht\fi Við skift umst á síðustu kveðjum. Næsta dag er ferðinni heitið suður um Kaldadal. Norðurundan er glampandi sólskin svo langt sem augu sjá. Grá hitamóða liggur yfir Arnarvatnsheiði og fallmiklir lækir undan bláhvítri bungu Eiríksjökuls liggja líkt og silfurstrengir niður skriður og hamrabelti, þar til þeir hverfa út í skollitað fangið áHvítá. En suður á Oki og um brúnir Langjökuls hrannar drungadimma skýbólstra sem hreyta köldum hraglanda langt norður á Skúla- skeið. Suður undan er dökkur veggur regns og þoku. Það er sleitilaus súld sunnan- áttarinnar sem heilsar nú aftur og teygir hráslaga arma eins langt inn í skínandi heiði Norðurlands sem tök eru til.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.