Dvöl - 21.04.1935, Qupperneq 16

Dvöl - 21.04.1935, Qupperneq 16
16 D V 21. apríl 1936 Júdas Makkabeus. Eg veit um alla fjötra, eg veit um álög þín. Eg vaki til að frelsa þig, Júdea mínt í sölur legg eg hagsmuni, blessun og hlóð, að berjast fyrir trú mína, land mitt og þjóð. En aflið, sem ríkir og ráð mitt uppi ber, er réttlœtiskenndin og ástin á þér. Bíddu min, Júdea, bíddu, eg kem. Og bráðum verður stormur í Jerúsálem. Þér helga eg verkin og vikingshjarta mitt, sem vorður skal eg standa, við musteri þitt. Landið, þjóðin, trúin. — Eg lifi vegna þin. , Við leggjum alt i sölurnar, Júdea mín! Guðm. Ingi Kristjánsson. Þóttafulla stúlkan sló saman höndunum í reiði sinni, en hreyfði svo fingurna á hægri hendinni með miklum hraða. Hin stúlkan liorfði á, rétti svo einnig upp hendina o.g hreyfði fingurna hægt og jafnt. „Jesús minn“, sagði Roy. „Þær eru mállausar", sagði ég. „Þess vegna önzuðu þær okkur ekki“, sagði Roy. Ö L „Þær gátu ekki talað“. Við gengum hægt út úr garð- inum. „En hvað þeim hefir liðið illa“, sagði Roy. „Þetta hefir verið kvalræði fyrir þær“. „Eg skal ábyrgjast, að þær hefir langað til að slást í för með okkur, en ekki getað sagt okkur það“. „Líklega kemur eitthvað svip- að þessu oft fyrir þær“, sagði ég. Við gengum í hægðum okkar. „Þeim hlýtur að leiðast“, sagði Roy. „Ég veit ekki“, sagði ég. „Þær ■hafa sína félaga. „Ég held þessar stúlkur séu algerlega einmána“, sagði Roy. „Nei, það er ómögulegt'. „Annars hefðu þær ekki verið einar“, sagði Roy. „Þær hefðu haft kunningja með sér“. „Það er alveg rétt“. Það var orðið aldimmt, ekkert hljöð heyrðist nema okkar eig'ið skóhljóð á steinstéttinni. Við gengum yfir götuna. „Líklega eyðileggur þetta kvöldið fyrir okkur“, sagði Roy. „Ég sagði þér að við skyldum ekki vera að fara í lystigarðs- fjandann“. Helga Kristjánsdóttir þýddi.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.