Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 8
8 D V 26. maí 1935 væri falleg, þorði Sigurður ekkert að segja um það, því hann vissi ekki hvort hún mundi þykja það í Reykjavík, og hann vildi ekki láta höfðingjana halda, að hann væri frábærlega smekklaus og ó- vitur. En í hjarta sínu var hann sannfærður um fegurð Fríðu; hún hafði svo gáfuleg augu og jarpa hárið hennar var svo fallega hrokkið. En þegar hún brosti, og það var oft, þá varð munnurinn á henni eins og hálf sporaskja, sem beygðist upp á við og það vissi pilturinn ekki hvort átti við Filippus Arons og háskólamenn frá Reykjavík. Meðan á þessu stóð, höfðu þeir félagar tekið tappa úr flöskum! sínum og hresst sig á drykkjar- föngum. Atli stúdent bauð Sig- urði „eitt glas“, en hann þáði þao ekki. Hann, sem var í ungmenna- félagi, og svo vildí pabbi hans aldrei vita af víni, því að það kom svo mörgu illu til leiðar. En það var Siggi sannfærður um, að það var geisilega fínt að drekka vín óg hann var hálf hræddur úm, að Eeykvíkingarnir héldu hann reglu legan aumingja. En Hörður Her- mannsson sagði honum, að það væri alveg rétt að bragða ekki vín meðan maður væri ungur og þá fann Siggi að hann hafði stað- ið sig vel. Þegar hinir höfðu kveikt i vindl- um, sem Filippus tók upp úr töskú sinni, þá rétti hann vindlinga- pakka að Sigurði: „Hér er handa ö L þér, ungi vinur“, og hann kveikti á eldspýtu. Siggi hafði aldrei reykt áður og hann vissi að það var óhollt, — það 'hafði hann lært í skólanum, en þetta gerðu nærri því allir og- Filippus Arons ætlað- ist til þess, að hann gerði það, og það réð úrslitum. Hann reyndi að blása reyknum mannalega og halda á vindlingnum milli löngu- tangar og vísifingurs meðan har.n hlustaði á sögu, sem Hörður Hermannsson var að segja af ferð sinni til Þýzkalands. Þeir voru svo uppteknir af að hugsa um Hitler og bjórinn í Bæj. aralandi, að þeir vissu ekki fyrri til en Fríða í Fögruhlíð stóð á barðinu rétt hjá þeim og ærnar runnu götuna, sem þeir lágu við. Sigurður sá að stúlkan horfði á hann og hún brosti hæðnislega. Honum fannst allt í einu vindling- urinn vera svo heitur, að hann brenndi ekki einungis varirnar og munninn, heldur einnig ihálsinn og langt niðúr í brjóst og áhrif hans stigu honum til höfuðs, svo að æðarnar á enninu ætluðu að springa. Hann bölvaði í huga sín- um þeirri stundu, þegar hann tók þetta eitraða bréf í hendúr sínar. Nú stóð honum á sama um alla vindlinga veraldarinnar og hann hefði viljað vera án þess að fylgja höfðingjunum og losna þá við að sitja dæmdur og ráðalaus frammi fyrir þessú sporöskju- brosi. Hann þvældi vindlingnum niður í grasrótina og leit ekki upp-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.