Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 9
26. maí 1935 D V Ö L 9 Atli Jónatansson hagræddi stúd entshúfunni sinni með annari hendinni, en með hinni sttfauk hann yfir gleraugun og síðan ein- blíndi hann á stúlkuna eins og hann vildi horfa hana til sín. En Filippus Arons steig fram í götuna með ljúfm'annlegu' brosi. „Góðan daginn, unga dalastúlka“, sagði hann. „Þú kemur eins og vitrun og við höfum gaman af að fá að tala ofurlítið við þig, til þess að eiga fleiri fallegar og skem’mtilegar endurminningar frá þessum yndislega dal. Við erum úr höfuðborginni og óvanir því að sjá svona frjálsleg- ar og eðlilegar ungar stúlkur. Seztu nú héma hjá mér“. Þau settust bæði og Filippus þreif tösku sína. „Vín eða vindlinga býð ég þér ekki“, sagði hann, „en hérna á ég nokkra sæta gaffalbita handa þér“. Hann rétti henni rauða, hjarta- lagaða öskju, fulla af konfekti. „Þetta þykir telpunum gott og reyndar fleirum, og gerðu nú svo vel, stúlka mín, og svo má kenn- ske bjóða þér að bragða, ungi herra fylgdarmaður" ? Alla þessa stund sagði Fríða ekki neitt, en nú þakkaði hún fyr- ir sætindin. Rétt í því var stúdentinn seztur vio fætur hevni. ,.Með leyfi, frök- en“, sagði hann, „má ég spyrja hvað þér heitið“ ? „Snæfríður Árnadóttir", sagði hún. „Hafið þér nokkumtíma komið til Reykjavíkur, fröken Snæfríð- ur“ ? spurði hann. „Nei, aldrei“. „Það þurfið þér að gera og helzt sem fyrst. Þar er svo margt, sem opnar augu fólksins úr sveitinni fyrir lífinu og mögu- leikum! þess. Þar er lífið sjálft, iðandi og athafnaríkt, en hér er að sönnu fagurt, en hér er það kyrrðin og svefninn, sem ræður. Uppi í sveit sofa margar Þyrni- rósir, eins og þér, fröken Snæ- fríður, og bíða þess, að þær séu vaktar“. Hún starði á hann þegjandi, með hálfopinn munn og undrun- ina ljóslifandi í bamslegum aug- unum. Hann snart ökla hennar með hendi sinni og sagði: „Og ber- fættar gangið þér í skónuim! og fætur yðar hafa yndislegri blæ en dýrustu silkisokkar, enda er ekkert svo hlýtt og mjúkt og lit- arfagurt, sem hömnd ungrar stúlku“. Hún hrökk við og dró að sér fótinn og framkvæmdastjórinn sagði við stúdentinn: „Sjáðu sveitabamið í friði, skálkurinn þinn“. Svo snéri hann sér að Fríðu: „Það er nú satt, að í Reykja- vík er margt að sjá og þegar þig fer að langa þangað, þá skalt þú koma og vera hjá mér vetrár-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.