Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 16

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 16
16 D V Ö L 26. maí 1035 nota mátti á öllum tímum árs, eða hún hefir borið hann vegna unga mannsins, — en hvað get eg vitað um það?---------— Svo var það að síðustu núna í janúar. Við höfum hér nokkra fasta- gesti, »em koma hér á kvöldin einu- sinni eða tvisvar i viku og lesa blöð- in. Þessum gestum erum við auðvit- að miklu kunnugri en þeim, sem koma hér aðeins snöggvast og drekka t. d. einn kaffibolla. Þeir eru flestir rosknir piparsveinar, og þegar þeir kvænast sjáum við þá ekki oftar. Maður sá, er nú kemur til sögunnar hefir t. d. alltaf kraíizt þess að eg bæri á borð fyrir hann og situr allt- af þarna við hornborðið. Hann lcom hér á þriðjudögum og föstudögum kl. 8. Mér var alveg óhætt að lialda borðinu auðu, hann kom æfinlega. Hann kom einnig þetta kvöld, en nú var kona í för með honum. Eg tók ekki eftir hver hún var, fyrr en hún bað hann að setjast við eitthvert annað borð. Þetta var stúlkan með rauða hattinn, en nú var hún komin með bláan hatt. Hún vildi ekki sitja við hornborðið, en auðvitað vildi hann sitja þar sem hann var vanur. Hann fékk líka að ráða þessu og bað ura vín og ávexti. Eg þóttist sjá, að hér væri eitthvað sérstakt um að vera og hugsaði margt. Þegar eg kom með vínið, brosti hann og bað mig að hella glösin vel full. Þar næst sagði hann, og eg man það orðrétt: — Eg var einmitt að segja kærustunni minni frá yður og hornborðinu mínu. Mér fannst eg mega til með að koma með hana hingað áður en við giftum okkur. Það segi eg yður satt, að hún horfði þannig á mig, er eg hellti vín- inu i glasið hennar, að það var eins og hún væri að grátbiðja mig um eitthvað. Það má nú ef til vL'l teljast undarlegt, að hún skyldi muna eftir mér, gömlum manninum, þar sem hún hafði aðeins séð mig þrisvar sinnum, en enginn getur sagt um það, hve fast þær stundir hafa mót- ast í vitund hennar, er hún sat hér við hornborðið. Já, hversvegna hefði hún ekki átt að þekkja mig? Eg tiafði þó verið áhorfandí að hamingju hennar. Hún drakk aöeins helminginn úr vínglasinu og borðaði eitt epli, en hann aftur á móti át og drakk eins og liann hefði ekki séð mat það sem af var deginum. Líklega hefir hún ekki verið í því skapi, að hún gæti skemmt sér. Þau dvöldu hér aðeins skamma stund. Eltki get eg vitað um það, hvers- vegna hún vatdi þennan mann í stað unga mannsins, sem ekki hafði ráð á að kaupa annað en kaffi. Þessi maður var töluvert roskinn, en hún hettr sjálfsagt haft sínar ástæður. Ekki veit eg heldur hvort þau hafa gifzt, en hann hefir aldrei komið hér siðan þetta skeði. Þannig er það í starfi okkar þjón- anna. Við sjáum byrjunina að mörgu, en verðum að geta okkur til um endirinn. Prentsmiðjan Act*.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.