Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 15
fyrir, og gera upp innbyrðis alla okkar reikninga." Síðan kemur áskorun um það, að þegar verði stofnaðar lieimavarnarsveitir í öllum kaupstöðum landsins án undandráttar til þess að verja líf og öryggi okkar. Það er tímabært að menn beri sanian framangreind orð ritstjóra Vísis og yfirlýs- ingu lians frá 14. ágúst, þar sem hann telur sig einungis hafa meint líknarstarf í sam- bandi við brottflutning fólks af hættusvæð- um ásamt kaupum á nauðsynlegum sjúkra- gögnum, og athuga livort hér er samræmi í málflutningi. Mánudagsblaðið segir að Bandaríkin ráð- leggi Islendingum að biðja þegar um her- vernd og beri þeim skilyrðislaust að hlýða því kalli, því að ,,<>11 lönd hervæðist af kappi og stríð sé i huga alls porra peirra, sem hin stærri lönd byggja“. Blaðið lætur ekki þar við sitja. Það telur líf íslenzkrar æsku ekki dýrmætara en brezkrar, bandarískrar eða franskrar æsku og krefst Jress að íslenzkir æskumenn fylki þegar liði og láti þjálfa sig í vopnaburði af „verndarliðinu“ ameríska. Eitthvað virðist jtessi málsvari styrjalda hafa heykzt á lireystiyrðunum, því í Mánudags- blaðinu frá 25. sept. s.!. birtir hann atliuga- serndalaust rödd islenzks lesanda, sem lýsir með fjálgleik live margir dugandi menn hafi flúið land sitt á dögum Haralds hár- fagra, auk ]>ess að liér sé að margra dónti ekki búandi nema á styrjaldartímum vegna fátæktar og loks að mikil líkindi séu til ]>ess að allar J>ær sprengjutegundir sem upp liafi verið fundnar, verði notaðar á þennan „landskika", ef til styrjaldar komi. Þessi is- lenzk.i lesandi klykkir svo út í liinu islenzka blaði með svofelldum orðum: ,,Áður en slík firn, sem hér að ofan getur, ættu sér stað, J>á væri ekki úr vegi, að ís- lenzka þjóðin færi að dæmi forfeðra sinna og athugaði þá möguleika að skapa sér nýtt löðurland og ný heimili t. d. í Suður-Amer- íku. Ef íslendingar fengju nýlendu í Brasil- íu, ]>á væri athugandi að selja Bandaríkjum Norðurameriku ísland ásamt öllum mann- virkjum, sem J>ar eru. Andvirðið væri svo sjálfsagt að leggja í sameiginlegan sjóð, nokkurskonar ríkissjóð nýlendu |>eirrar, sem íslendingar fengju í Brasilíu." Hér þarf engra skýringa, lesandinn getur sjálfur dæmt. Nokkru eltir birtingu Vísisgreinarinnar birtist frétt frá bandaríska sendiráðinu þess efnis, að 60 íslendingar hefðu boðið sig lram til herþjónustu í Kóreu. Fréttin um þetta óvanalega tilboð vakti ekki meiri at- hygli en svo, að hún var einnig birt athuga- semdarlaust, en nokkru seinna var tilkynnt, að J>essum stríðshetjum væri ni'i reyndar hafnað og að J>eir yrðu ekki teknir til J>jálf- unar í hernaðarfræðum, nema J>eir gerðust bandarískir þegnar. Til samanburðar birti ég til fróðleiks hlutfallslegar tölur við fólks- fjölda lrá nágrannalöndunum miðað við 60 menn á íslandi: Danmörk............ um 1700 Finnland .......... — 1680 Noregur............ — 1350 Svíþjóð............ - 2950 Ég gat J>ess í upphaíi, að menn J>eir, sem nú stunda þá }>okkalegu iðju að æsa J>jóðina u]>j> í hernaðarbrjálæði heimsins, gera J>etta vitandi vits í fullri alvöru, og þeir hafa stór- an flokk íslendinga að baki sér. Þeir eru að vinna mikið óhappaverk. Það hefur verið aðalsmerki íslendinga, að öldum saman hafa J>eir ekki borið vopn á menn, enda eru mannvíg nær ój>ekkt hér á landi. En komi til ]>ess að hér verði stofnaðar „heimavarna- deildir", „öryggislið“, „þjóðarlögregla“ eða hvað slíkt dtdbúið herlið verður kallað, mun J>að óhjákvæmilega leiða til sterkra átaka, ofbeldis og mannvíga meðal þjóðar- innar, svo ólíkar sem skoðanir bennar eru nú bæði um alheimsmál og innanríkismál. Nú, J>egar séð virðist að hverju stefnir, ef reiknað er með áframhaldandi áróðri og þróun þeirra mála, sem hér hafa verið gerð MÍÍLKORKA 65

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.