Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.10.1950, Blaðsíða 21
sem yndislegrar, stórgáfaðrar unglings- stúlku, sem einn vetur var nemandi minn við barnaskólann á Akureyri. Þá þegar leyndi það sér ekki, að hér var um óvenju- legan persónuleika að ræða, en þó er það yndisþokkinn og hreinleikinn, sem í þessari minningu eru öllu öðru sterkari, eiginleikar sem fylgdu henni til dauðadags. Ég minnist hennar næst, er hún sem full- þroskuð kona sagði mér frá þeirri ákvörðun sinni að yfirgefa vel launað skrifstofustarf, þar sem hún var mikils metin vegna mennt- unar og dugnaðar og fara að læra hjúkrun. Ég undraðist það táp og festu að ætla sem fulltíða kona að leggja inn á nýja starfs- og lærdómsbraut. Hún sagði mér þá, að það væri sem mannlegar þjáningar kölluðu á sig, lnin yrði að læra til þess að geta líknað, svo að gagni kæmi, hún gæti ekki lengur verið aðgerðalaus áhorfandi. Þó myndi henni allt- af hafa verið fyrirbyggjandi líknarstarf kær- ast. Ég minnist hennar í hjúkrunarstarfinu, þar sem ég hafði bæði sjálf tækifæri til að at- huga liana og kynntist henni gegnum kvöl annarra. Ég held að ég hafi heyrt að hún þætti ströng húsmóðir sem yfirhjúkrunar- kona, en þar kom aðeins fram krafan um að allir gerðu skyldu sína og allt frá hendi sjúkrahúsanna væri svo fullkomið sem hægt var. Á meðal sjúklinganna gekk liún eins og líknandi engill, og afskipti hennar og kær- leiksrík umhyggja náðu oft langt út fyrir sjúkrahúsið. Ég minnist starfs hennar við ungmenna- eftirlitið hér í Reykjavík, sem oft var rauna- lega misskilið. Fyrir henni vakti ekkert ann- að en að bjarga telpunum, sem undir henn- ar umsjón komu. Hvert mannslíf var henni svo óendanlega mikils virði, ekki eingöngu það að manneskjan mætti halda lífi, lieldur engu síður að henni væri hjálpað til að lifa sæmandi mannlífi, hamingjusömu og heið- virðu, því Jóhanna vissi það með bjargfastri sannfæringu að engin lianringja getur fylgt lausung, kæruleysi og eftirlæti við lágar hvatir. En sterkasti þátturinn í skapgerð Jó- hönnu var þó efalaust ástríðuþrungin elska hennar á íslandi, íslenzkri þjóð og íslenzkri menningu. Það var þó ekki blind elska, lield- ur vandlæíingasöm, ekkert nema liið bezta var nógu gott íslenzkri þjóð og menningu. Eins og landið sjálft var hið dýrasta djásn fegurðar meðal landa jarðarinnar, eins og hin forna íslenzka menning liafði á sínum tíma skipað þjóðinni sæti við háborð menn- ingarþjóða heims, eins átti hið unga, sjálf- stæða ísland að geta lagt fram hina göfug- ustu ávexti andlegrar menningar og siðfág- unar, senr henni virtist nútímamenninguna skorta rnjög. Hún trúði því af öllu lijarta, að í gamalli erfðakenningu þjóðarinnar og upplagi liennar öllu byggju möguleikar til þess að þetta rnætti takast. Þess vegna tók hún upp baráttuna gegn óhollum erlendum áhrifum, þess vegna barðist hún gegn of- drykkjunni og afleiðingum hennar, fyrst og fremst fyrir æsku landsins. Þess vegna vildi hún í engu slaka til í réttindabaráttunni fyrir íslands h'önd. Jóhanna Knudsen gaf seinustu árin út tímaritið „Syrpu“, sem hún gerði að mál- svara þeirrar stefnu, sem ég hér lief lýst. Við ritstjórn slíks tímarits nutu hæfileikar Jó- liönnu sín með afbrigðum. Ritið var skemmtilegt, en þó hárbeitt ádeilurit, sem framtíðin kann vonandi betur að meta en nútíminn gerði. Nú hefur sú rödd þagnað, eins og rödd Jóhönnu sjálfrar, en áhrifa Iiennar mun Jró ef til vill gæta lengur í ís- lenzku þjóðlífi, en nú lítur. út fyrir. Svo mikið er að minnsta kosti víst, að ef sjálf- stæði íslands og menning á að ná jiví marki, sem öll sönn börn jress vona, þá má jiað merki aldrei hníga, sem Jóhanna Knudsen liélt uppi með svo mikilli prýði og helgaði kralta sína til hinnstu stundar. ’MELKORKA 71

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.