Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Side 4

Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Side 4
Þann 8. ágúst s.l. vom gefin saman í Lágafellskirkju af séra Jóni Þorsteinssyni þau Berglind Helgadóttir og Karl Emilsson. Þau munu byggja sér hús að Ökrum í Mosfellsbæ. Löggubrúðkaup. - Þann 12.sept.s.l.voru gefin saman í Lágafellskirkju af sérajóni Þorsteinssyni þau Þórajónasdóttir og GuðmundurÁsgeirsson. Þau eru lögreglu- menn í almennri deild lögreglunnar í Reykjavík, en búa í Mosfellsbæ. Frá Hitaveitu Mosfellsbæjar Þeir gjaldendur sem enn hafa ekki greitt gjaldfallna hitaveitureikninga em hvattir til að gera skil hið fyrsta. Hitaveita Mosfellsbæjar Frá lögreglunni í Mosfellsbæ Hl foreldm bama og unglinga Foreldrar/forráðamenn barna og unglinga eru minntir á að þeir bera ábyrgð á að reglur um útvistartíma séu virtar. Því miður virðast sumir forráðamenn vera áhugalitlir um hvað börnin þeirra eru að gera. í haust hefur lögreglan nokkrum sinnum þurft að hala afskipti af börnum og unglingum vegna brota á útivistar- reglum. í slíkum tilvikum er haft samband við foreldra og þeir látnir sækja böm sín eða börnunum ekið heim. Lögreglusk)'rsla er síðan rituð um rnálið og afrit sent til Félagsmálastofnunar Mosfellsbæjar. Ekki leyfa unglingasamkvæmi nerna einhvern fullorðin sé á staðnum. Eftirlits- laus unglingasamkvæmi fara oít úr böndunum. Þar byrjar oít áfengisdrykkjan og þar er unglingnum oft boðin fyrsta hasspípan eða jafnvel eitthvað sterkara fíkni- efni. ÚTVISTARREGLUR ERU EKKITILAÐ ÞÓKNAST YFIRVÖLDUM, ÞÆR ERU SETT- ARTIL AÐ VERNDA UNGA FÓLKIÐ OKKAR. ÞAÐ ER REYNSLA ÞEIRRA SEM VINNAAÐ MÁLUM UNGA FÓLKSINS AÐ MEIRI LÍKUR ERU ÁAÐ UNGLINGAR SEM ERUAÐ FLÆKJAST UMAÐ NÆTURLAGI LENDI í VANDRÆÐUM, ÁNETJIST ÁFENGI EÐA FÍKNIEFNUM, LENDI í HÖNDUM VAFASAMRA MANNA EDA FARI ÚT í AFBROT.VIÐ HÖFUM SÉÐ OF MARGA GÓÐA KRAKKA FARA ILLA ÚT ÚR SLÍKU. YFIR VETRARTÍMANN SKULU BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI VERA KOMIN INN KL 20.00 Á KVÖLDIN. UNGLINGAR 15 ÁRA OG YNGRI SKULU VERA KOMININN KL. 22.00. llmferðin við Vannárskóla Lögreglan hefur í haust verið með eftirlit með umferðinni við Varmárskóla á morgnana. Nokkuð hefur borið á því að þeir sem em að aka börnunum í skól- ann hafa ekki virt umferðarmerkingar og hefur lögreglan áminnt allmarga öku- menn. Ef ökumenn fara eftir merkingum gengur umferðin betur og minni líkur em á að slys verði.Munið endurskinsmerkin á börnin og Ijósin á reiðhjólin. Lausaganga hunda Of algengt er að sjá lausa hunda hér í bænum og em hundaeigendur minntir á að slík lausaganga er bönnuð. Stærsti hluti hundaeigenda passar vel upp á sína hunda en þeir sem ekki virða reglurnar skemma fyrir hinum. Komið hafa upp dærni þar sem lausir hundar hafa veist að og jafnvel glefsað í börn. Nýlega var hundur aflífaður sem beit barn í andlitið. Þeir sem ekki hafa tíma eða getu til að passa upp á hunda sína ættu að láta það vera að halda hund. Krotamr tcknir Óvenju mikið var um veggjakrot s.l. vetur og vor. Lögreglan í Mosfellsbæ hefur náð til flestra krotaranna og með aðstoð foreldra þeirra hefur þessi ósiður minnk- að vemlega. Ilarðvítug níðubrot í 19 skipti hafa verið brotnar rúður í biðskýlinu móts við Kjarna. Ungu stúlkurn- ar á myndinni við skýlið segja að best sé að hafa það rúðulaust. Víðar hafa verið brotnar rúður bæði í eigu bæjarins og einkaaðila. Lögreglan óskar sérstaklega eftir að rúðubrot og önnur skemmdarverk séu tilkynnt til lög- reglustöðvarinnar, svo lögreglumenn hafi yfirsýn yfir öll slík mál. o MosfcllsblaðlA

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.