Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 2

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 2
56 S K U T U L L Stjórnmálabréf frá Reykjavík. SKUTULL Vikublað. Ábyrgur ritstjóri og útgefandi: Hannibal Valdiraarsson Hrannargötu 3, ísafirði. Símar ICO og 49. Afgreiðslu annast: Jónas Tómasson Ilafnarstræti 1. Sími 123. Verð árgangsins 20 kr. 1 lausasölu 35 au. eintakið — 50 au. 8 síður. Launalögin Lengi vafðist það fyrir þinginu að afgreiða launalögin og minnstu munaði, að svo margir sjálfstæðis- menn 1 stjórnarsamvinnunni svikju þau á seinustu stundu, að þau yrðu felld og allt sæti við það sama í launamáium fastra starfsmanna. Samþykki náðu þau nú samt í þinglokin og gengu í gildi 1. þessa mánaðar. Þessi löggjöf, sem eins og allir vita er knúin fram af Alþýðuflokkn- um, er mikil réttarbót og bætir úr margvíslegu ósamræini í launamál- um. En gallalaus er liún ekki. — Hin langdregna og silalega meðferð þingsins á málinu og sá aragrúi breytingatillagna, sem fram kom við launalagafrumvarpið virðist að síðustu hafa leitt til þess, að eng- inn vissi upp eða niður í því, hvaða áhrif breytingartillögurnar sumar hverjar hefðu til samræmis eða ósamræmis, er þær væru felld- ar inn í meginmálið. Af einni slíkri breytingatillögu, framborinni á seinustu stundu leið- ir það, að laun gagnfræðaskóla- kennara verða lægri en kennara við barnaskólana. í framkvæmd verða byrjunarlaun hinna fyr- nefndu 5267 krónur en þeirra síð- arnefndu 6000. Hámarkslaun barna- kennara'' verða 9000 krónur, en gagnfræðaskólakennara ekki nema 7000 krónur. Varla hefir það verið ætlun lög- gjafarþingsins að valda þessu ósain- ræmi, en svona liönduglega tókst samt til að þessu leyti. Það mun hvergi tíðkast, að kenn- arar við framhaldsskóla hafi lægri laun en barnakennarar, enda var ekki til þess ætlazt í frumvarpinu. — Þetta liljótá því að vera mistök, sem stjórnarvöldin verða fús til að lagfæra með einhverjum ráðum. Að öðrum kosti verður afleiðingin sú, að nýtir kennarar fást ekki til gagnfræðaskólanna og meira en vafasamt má teljast, að þeir geli haldið núverandi starfskröftum með slíkri smánarmeðferð. O-------- Fiski fleygt i sjóinn. Margra furðu hefir það vakið, að livorki blað íhaldsmanna, Vestur- landið, eða Baldur, blað kommún- istanna, skuli hafa minnzt einu orði á það stórfellda hneykslismál, sem gert var að umræðuefni í seinasta Skutli. — Ofhleðsluhneykslin hafa, því miður verið alltíð hér á landi á seinustu árum, og stækkun lest- anna í hinum gömlu togurum okk- ar eru þjóðkunnugt fyrirbæri, sem lengi mun verða í minnum haft í öryggismálasögu íslenzkra sjó- manna. — En hitt lineykslið, að henda fiskinum aftur í sjóinn — það mun vera einstætt með öllu hér á landi — kannske líka í ver- öldinni. Og við ekkcrt verður því líkt nema helzt kornbrennslu auð- valdsins í Ameríku. Ég ætla að byrja þetta bréf með því að þakka Skutli ágæta grein, sem ég var að lesa í síðasta blað- inu, um íslenzk utanríkismál. Það er dálítið hart að íbúar liöfuðstað- arins skuli þurfa að fletta upp blaöi vestan irá Isafirði, til þess að fá ýinsar upplýsingar um mál, sem alla alþjóð varðar jafnvel meir en nokkurt annað mál, sem verið lief- ir á dagskrá þjóðarinnar um langl skeið. Leýndin og pukrið með þetta stríðsyfirlýsingarmál er algerlega ósæmileg, frá hvaða sjónarmiöi, sem á það er litið. Er það furðu- leg lítilsvirðing, sem íslenzka ríkis- stjórnin leyfir sér að sýna þjóð- inni í þessu máli, þar sem hún fær ekkert um það að vita, annað en það, sem öldur ljósvakans bera til hennar úr öðrum heimsálfum. Við skulum vona, að Islend sleppi að þessu sinni við það hlutskipti að verða sér til ævarandi minnkun- ar með því að hlýða í undirgefni tihnælum um að segja möndulveld- unum stríð á liendur. En það er sannarlega sorglegt til þess að vita, að til skuli vera íslenzkir menn í ábyrgðarmestu stöðum, sem vildu lúta svo lágt og voru haldnir slíkri þjónslund gagnvart hinum erlendu stórveldum. Framvegis verður þjóð- in að vera vel á verði gagnvart þessum mönnum, hvenær sem þeim gefst tækifæri til þess að sýna sitt rétta eðli. Kjarni málsins. lsléndingar verða nú strax að gera sér grein fyrir afstöðu sinni í utanríkismálufn. Við getum þurft með örstuttum fyrirvara að taka skýra afstöðu til mála, sem geta varðað velferð okkar og tilveru um ófyrirsjáanlegan tíma. Skutull gríp- ur alveg réttilega á því, sem er kjarni málsins: Viljum við leyfa að erlendur her liafi bækistöðvar á landi okkar eftir stríðið? Viljum við gerast þátttakendur í hernaðar- bandalagi eftir stríðið með skuld- bindingum um að leyfa afnot af landi okkar fyrir alþjóðlegan her? Þessum spurningum getum við átt von á að þurfa að svara innan fárra mánaða. Eru stjórnmálamenn okkar og ríkisstjórn reiðubúnir til að svara þeim? Ekkert bendir til þess, nema ef til vill ákefð sumra þeirra eftir því að komast á San- F rancisko-ráðstef nuna. En þetta mál varðar alla þjóð- ina. Og liún hlýtur og verður að svara einum rómi: Nei. Við viljum engan erlendan her á íslandi, við viljum eiga landið okkar sjálfir. Við krefjumst þess, að stórveldin uppfylli loforð sín samkvæmt lier- vefndarsamningnum iun að hverfa á brott, þegar stríðinu er lokið. Umiæður um utanríkismál. 1 sambandi við uinræður um ýmis mál undánfarið, svo sem stríðsmálið, fisksölumálið og olíu- málið, liefir borið nokkuð á því, að sum stjórnarblöðin hafa viljað hefta sem mest allar umræður um það, sem þau kalla viðkvæm utanríkis- mál og halda þeim innan fjögurra veggja stjórnarlierbergjanna og á lokuðum fundum Alþingis. Að sjálfsögðu ber að gæta allrar liófsemi og varúðar um utanríkis- mál, og þarf hið unga íslenzka lýð- veldi að skapa sér sem fyrst réttar venjur í þessu efni. Það er að sjálf- sögðu mjög mikils virði, að þjóðin og flokkar hennar geti orðið sam- mála í öllum þýðingarmestu mál- um, er snerta samskipti við aðrar þjóðir. Þess vegna verða allir flokk- ar, hvort sem þeir eru í stjórnar- andstöðu eða ekki, að sýna þegn- skap og samstarfsvilja þegar um slík mál er að ræða. En slíkan þegnskap má ekki mis- nota. llann má ekki verða til þess aö gengið sé um of lil móts við kröfur manna, sem iniða skoðanir sínar við hagsmuni annarra þjóða, eða standa í hlýðnisafstöðu við þær. Hann má ekki verða til þess, að einstökum möiinum, félögum eða fjölskyldum takist að skara eld að sinni köku vegna þeirrar leynd- ar, sem yfir þessum málum hvílir. Og það má ekki koma fyrir, að þjóðinni sé meinað að fylgjast með öllum þeiin málum, sem að ósekju er hægt að skýra frá, þó það kunni að vera óþægilegt fyrir einhverja innlenda aðila. Ef þessar reglur eru brotnar, er hættíh á, að lýðræðið geti fljótlega orðið lítið meira en nafnið tómt, því eins og málum er nú háttað í heiminum eru utanríkismálin oft og einatt langörlagaríkustu mál þjóðanna. Og hvað eru utanríkis- mál? Er það t. d. utanríkismál, hverjir verzla hér á landi með olíu? Lokuðu fundirnir á Alþingi. 1 seinni tíð hefir það mjög færzt í vöxt, að haldnir væru lokaðir fundir á Alþingi. Er það jafnvel trú manna, að utanríkismál séu mjög sjaldan rædd á Alþingi nema á lokuðum fundum. Þessir lokuðu fundir virðast hafa mjög tíðkazt i stjórnartíð Björns Þórðarsonar, sér- staklega ef rætt var um sölu á olíu, og svo virðist, sem áframhald ætli að verða á þessum ófögnuði. A. m. k. var stríðsinálinu haldið algerlega á lokuðum fundum Alþingis og fleiri mál munu liafa verið rædd á sama liátt á síðasta þingi, án þess þjóðin fengi af þeim neinar áreið- anlegar fregnir. Það er mjög mannlegt, að sú rík- isstjórn, sem situr á hverjum tíma, reyni að komast lijá gagnrýni í málum, þar sem lmn veit sig standa veikum fótum. En engri stjórn má líðast það að taka slík mál af dag- skrá með því að fara með þau inn á lokaða fundi Alþingis og binda þingmenn þannig þagnarlieiti um þau. Þetta getur verið hin mesta háskabraut fyrir allt þingræði og lýðræði í landinu. Það er mjög vel hugsanlegt, að allir þingflokkar eða meirihlutar þeirra geti fallizt á slíka málsmeðferð, án þess að þeir, sem eru utan þingsins, fallist á hana. Það er mjög mannlegt að treysta vel sjálfum sér. En það er langur vegur frá því, að þjóðin beri óskoraða tiltrú til þess, að Alþingi hljóti alltaf að gera hið rétta.. Þess vegna vill lnin liafa störf Alþingis fyrir opnum tjöldum, svo hún geti komið við aðhaldi sínu. plztu þingræðisþjóð heimsins, Bretum, er mjög vel ljós nættan af lokuðuin fundum þingsins. Jafnvel þegar mestar liættur steðjuðu að brezku þjóðinni í núverandi lieims- styrjöld, voru haldnir mjög fáir lokaðir fundir í þinginu, en saint kom fram hörð gagnrýni á sljórn- ina fyrir að halda of marga lokaða fundi og kröfur um umræður um „viðkvæmustu utanríkismál". Enda liafa þau verið rædd af inesta hispursleysi og hreinskilni í brezka þinginu. Má sem dæmi nefna Grikk- landsmálin, Póllandsmálið o. s. frv. Olíumálið. Eitt af þeim málum, sem almenn- ingur hefir fengið mjög lítið að vita um annað en óljósar dylgjur, er verðhækkun sú á olíu, sem varð fyrir nokkru og er mjög tilfinnan- leg fyrir framleiðslu þjóðarinnar. Kunnugt er, að þetta mál var rætt á lokuðum fundum Alþingis. Litur lielzt út fyrir, að ríkisstjórnin hafi orðið að sæta valdboði um, að olíu- hringarnir, sem að nafninu til eiga þó að heita íslenzk fyrirtæki, hefðu ^llllllillllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllilllLy 1 Bókmenntir. 1 E = Bækur vorsins. 1 seinasta blaði var með örfáum orðum bent á nokkrar eigulegar og skemmtilegar bækur, sem seinustu daga og vikur hafa verið sendar fram á sjónarsviðið. Hér verður nú vakin atliygli á nokkrum í viðbót. SlÐASTI VlKINGURINN. Þetta er talin einliver bezta bók norska skáldsins Jóhanns Bojer. Hún er lifandi þjóðlífslýsing á breytinga- tíinum og fjallar um atburðríkt og háskasamlegt líf sjómannanna. Hún er ein þeirra bóka, sem hverjum manni er ljúft að mæla fastlega með sem góðri bók og skemmti- legri. I SKUGGA GLÆSIBÆJAR. Svo heitir íslenzk skáldsaga eftir skáld- konuna Ragnheiði Jónsdóttur. Bók- in fjallar um framferði hinni ófyr- irleitnu stórsvindlara, sem talsvert bar á hér á landi á árunum 1910— 1915, meðun Islendingar voru að slíta barnaskónum í nýtízkuvið- skiptamálum. Þetta er spennandi bók og mundi helzt falla undir þann flokk bókmennta, sem kall- aðir eru „Rómanar" á útlendu máli. Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR SÖGU. Margir virðast nú orðnir þreyttir á löngum margra binda skáldsögum, og velja sér því heldur smásögur góðskálda til skemmtilesturs og hvíldar frá þreytandi störfum. Ný- komið er á bókamarkaðinn úrval smásagna úr heimsbókmenntunum undir nafninu: „A ég að segja þér sögu?“ -Þarna er hver smásagan 'annari betri, allt saman sannar perlur úr heimsbókmenntunum eft- ir höfunda eins og Somerset Maugham, Sigrid Undset, Anton Tzchechow, Guy de Maupassant, Saki og fleiri alkunna snillinga. Bókin er myndum prýdd og þýð- ingin ágætlega af hendi leyst. einir dreyfingu olíunnar með hönd- um. Ef þetta er rétt, er hér um mjög freklega ágengni að ræða af erlendri liálfu og lítt viðunandi, að til skuli vera íslenzk fyrirtæki, sem íslenzka ríkið Iiafi í raun réttri ekki yfir að segja og sæki sér fríðindi í skjóli erlends valds. Þetta er sjálfstæðismál, sem alla þjóðina varðar um. Þarna m. a. eiga íslenzk stjórnarvöld eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. Benzínsalan og kommún- istar. I sambandi við þetta olíumál, gerðist sá viðburður, að fulltrúi kommúnista í viðskiptaráði, Isfirð- ingurinn Haukur Helgason, gerði ágreining út af benzínverðinu. Því hefir verið haldið fram i blöðun- um,aðlionum liafi ekki þólt benzín- verðið nógu liátt. Ástæðan talin vera sú, að fyrirtæki, sem venzlað er kommúnistum, verzlar eingöngu með benzín, en ekki með olíu. Aðrar sögur fara ekki af starf- semi þessa manns í viðskiptaráði, en kommúnistar liöfðu liaft stór orð um, að þeir ætluðu að ger- breyta starfsliáttum ráðsins, er þeir fengju þangað fulltrúa. Þjóðviljinn sagði, að í ráðinu hefðu aðeins ver- ið tveir trúverðugir menn, og voru það starfsmenn úr stjórnarráðinu. Nú vildi svo einkennilega til, að einmitt þessir tveir voru látnir hætta, en Haukur þessi kom í stað annars þeirra. Er sagt, að hann muni talsvert dýrari á fóðrunum en hinir háðir til samans. Komin- arnir mega því gera betur, ef þeir eiga ekki að vera ómerkir af skrumi sínu og raannalátum í sam- bandi við viðskiptamálin.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.