Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 1

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 1
XXIII. ár. ísafirði, 13. apríl 1945. 15.—16. tbl. Leiðrétting: Seinasta blað álti að vera nr. 13 og 14, en ekki 12 og 13. — Petta leiðréttist liér með. Ritstj. Prentstofan Isrún h. f. Almennur borgarafnndur um áfengismál haldinn að tilhlutun Þingstúku / Isafjarðar 8. apríl. t Fundinn setti Grímur Kristgeirsson þingtemplar. Ræðumenn voru: Baldur Johnsen héraðslæknir, Guð- mundur Sveinsson skrifstofustjóri, Benedikt Benedikts- son véistjóri, Bolungarvík, Grímur Kristgeirsson, Arn- grímur Fr. Bjarnason kaupmaður, Sigurður Guðmunds- son, Hannibal Valdimarsson, Jónas Tómasson, Haraldur Guðmundsson skipstjóri og Vilhelm Jónsson. Fundarstjóri var Elías J. Pálsson, en fundarritari Eyjólfur Jónsson. Vegleg minningar- gjöf. Hinn 17. febrúar síðastliðinn voru tvö ár liðin frá þeim hörmulega atburði, er vélskip- ið Þormóður frá Bildudal fórst með fjölda manns. Til minningar um liið látna fólk afhenti Kvennadeild Slysavarnafélags Islands á Bíldudal sóknarprestinum, sr. Jóhi Kr. Isfeld, sjóð að upp- liæð kr. 3000, er vera skal minningargjafasjóður um þá, er i þessu ægilega slysi fórust. Tekur sjóðurinn framvegis móti gjöfum frá öllum þeim, er heiðra vilja minningu þessa fólks. Aðalmarkmið sjóðsins er að stuðla að því, að reist uerði skólahús á Bíldudal, þar sem starfræktur verði ungmenna- skóli, er taki við af barnaskól- anum. Þennan sama dag gáfu að- standendur þeirra, er fórust með v. s. Þormóði, Bíldudals- söfnuði vandaða bók ásamt skríni til þess að geyma hana í. — Bók þessi á að varðveitast í Bíldudalskirkju. Er. á titilblaði bókarinnar skrautritaður þessi formáli. „Bók þessa hafa gera látið aðstandendur þeirra, er fórust frá Bíldudal með vélskipinu Þormóði, hinn 17. febrúar 1943. Hún á að geyma svipmót og æfiatriði þeirra, er svo svip- lega voru burtu kallaðir. Einnig er bókinni ætlað, meðan rúm leyfir, að taka við myndum og minningum um aðra, er deyja úr byggðarlag- inu, og verða þannig byrjun að merkilegum minningararfi óborinna kynslóða“. Með þessu hafa Bílddæl- ingar á fagran hátt sameinað harmisleginn hug sinn í þjón- ustu lífs og gróanda í minn- ingu hins dapurlegasta atburð- ar, er yfir byggðarlag þeirra hefir. dunið. Þannig snúast ágætir menn jafnan við eyðingu og dauða. — Þannig gera menn lífið LlF, sem vert.sé að lifa. 0 Þessar samþykktir voru gerðar á fundinum: 1. Almennur borgarafundur hald- inn að tilhlutun Þingstúku Isafjarð- ar skorar á templara og aðra, sem l)indindi unna, að liefja nú þegar undirbúning að því, að löggjöf verði sett, sem banni sölu, tilbúning og neyzlu áfengra drykkja í hvaða mynd sem þeir eru. 2. Fundurinn skorar á öll félög í bænum að sameinast í virkri sókn gegn áfengisflóðinu með funda- liöldum, áskorunum og öðrum leyfilegum meðölum. Væntir fundurinn einkum öflugs stuðnings íþróttafélaga, kennara, skáta, kvenfélaga og stéttarfélaga. 3. Almennur borgarafundur hald- inn á Isafirði 8. apríl 1945 að til- hlutun Þingstúku ísafjarðar, skorar ú ríkisstjórnina að láta fara fram atkvæðagreiöslu samkvæmt lögum um héraðabönn um afnám áfengis- útsölunnar liér á ísafirði. 4. Fundurinn skorar á fræðslu- málastjórn rikisins að auka bind- indisfræðsiu í skólum, setja reglur um framkvæmd hennar og ganga ríkt eftir því, að þeim regluin sé fyigt. Flutningsmenn þessara tillagna allra voru: Grímur Kristgeirsson, Arngrímur F'r. Bjarnason, Halldór Jónmundsson, Sigurður Guðmunds- son og Helgi Guðmundsson. Allar tillögurnar voru samþykkt- ar nálega einróma og ineð almennri þátttöku fundarmanna í atkvæða- greiðslunum. Er á fundinn leið, báru þeir Jón- as Tómasson og Ágúst Vigfússon fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að lcjósa 7 manna nefnd, til þess að fylgja eftir ályktunum fundarins með sér- stökum rökstuðningi og öðrum ráð- um, sem líklegust væru til áhrifa". Var tillagn samþykkt og í nefnd- Ina kosnir: ■ Grímur Kristgeirsson, Arngfímur Fr. Bjarnason, Jóhann Gunnar Ól- afsson, Hannibal Valdimarsson, Baldur Johnsen, Sigurður Guð- Munum þessi spaklegu orð séra Guðmundar Guðmundssonar frá Gufudal: „Gegndrepa af brenni- vlni heldur enginn trú- an vörð um auðnu Is- lands“. mundsson og Guðin. Sveinsson. Fundur þessi sýndi mikinn og almehnan álniga á að útrýma á- fengisplágunni í bænum, og verður að vænla þess, að ríkisstjórnin verði við almennum vilja bæjarbúa í áfengismálunum. Er þar fyrsti áfanginn sá, að losna við áfengis- verzlunina hér, en af henni fellur ömurlegur skuggi inn á hundruð heimila um alla Vestfirði. Til eru lög, sem lieimila einstök- um héruðum að skera úr því með almennri atkvæðagreiðslu, hvort þar skuli véfti liöfð áfengisútsala eða ekki. — Er ekki nokkur vafi á því, að hér er meginþorri bæjar- búa fylgjandi því, að útbú áfengis- verzlunar ríkisins hverfi úr tölu verzlananna í bænum. — Því liljót- um vér að krefjast þess, að ríkis- stjórnin heimili að slík atkvæða- greiðsla fari fram á grundvelli lag- anna um héraðabönn. — Vér tök- um ekki alvarlega þá mótbáru, að þetta sé ekki hægt vegna spánar- samningsins. Það vita allir, að nú er engin saltfiskssala til Spánar og heldur ekki útlit fyrir að hún verði nokkur á næstu árum. Og eins og á var bent á fundinum á að vera hægt að fá dauðum bókstaf af létt, ef samband er við Spán. En sé það hinsvegar ekkert, þá verður ekki séð annað en sainningsnefna þessi sé af sjálfu sér niður fallin. — Frá héraðabönnum á einstökum stöð- um viljum vér svo stefna að alls- herjar innflutningsbánni á áfengi, Smátt og stórt Níunda apríl árið 1940 barst sú harmafregn til Islands, að Þjóð- verjar hefðu tekið Danmörku her- skildi og síðan brotizt inn í Noreg með óvígan her. Þessara sorglegu atburða var minnzt í Reykjavík á ýmsan liátt á mánudaginn var, en þá voru liðin rétt 5 ár, síðan þeir dundu eins og reiðarslag yfir frændþjóðir vorar. Allan þennan tíma hafa Danir og Norðmenn barizt hetjulegri bar- áttu við hin ægilegustu kúgunar- og grimmdaröfl, sem sögur fara af. Er það nú von allra Islendinga, að nóttinni sé að verða lokið og dags- brún að renna. Jón Sveinsson, (Nonni),' hinn víðfrægi rithöfundur, sem allir ls- lendjpgar kannast við, er látinn fyrir sköinmu suður i Þýzkalandi í hárri elli. Flugmálanefnd Bandarikjanna hefir mælt með tveimur amerísk- um flugfélögum, til þess a* annast áætlunarferðir af liendi Banda- ríkjanna við Evrópu. Þetta eru stórfélögin Pan american Airways og American Export Airlines. Á hið síðarnefnda að annast flug- ið á norðurleiðinni um New-York, Newfoundland, Grænland, Island, Oslo, Stokkhólm, Helsingfors, Len- ingrad, Moskva, Teheran og til Basra. Skipastóll Islendinga va«' í árs- lok 1944 sem hér segir: Tuttugu og níu botnvörpungar, 593 mótorbátar (meðaltalsstærð 30 smálestir), 7 farþegaskip (meðaltalsstærð 1000 smálestir), 7 flutningaskip (600 smálestir livert að meðaltali), tvö varðskip, og eitt dráttarskip. Ungur Islendingur í Englandi liefir verið ákærður fyrir að myrða enska stúlku. Mál lians átti að koina fyrir enskan dómstól 4. þessa mánaðar, en af því hafa engar nán- ari fregnir borizt ennþá. Rússar hafa sagt upp vináttu- og hlutleysissamningi sínum við Tyrki. Er talið, að sú breyting vaki fyrir Rússum, að þeir fái opna leið um Dardanellasund. Il.f. Loflleióir. Afgreiðslumaður Loftleiða, Þorleifur Guðmundsspn, liefir sent lilaðinu eftirfarandi upp- lýsingar: Flugvélar h.f. Loftleiða fluttu í marzmánuði samtals 361 farþega, og allmikið af pósti. Flog- ið var til Isafjarðar, Flateyrar, Þingeyrar, Bíldudals, Patreksfjarð- ar, Ingólfsfjarðar, Djúpuvíkur, Hólmavíkur og til ýmsra staða við Breiðafjörð. Ennfremur sjúkraflug austur að Lóni í Kelduhverfi í Norðúr-Þingeyjarsýslu. Til Siglu- fjarðar vorú farnar nokkrar ferðir. Milli Isafjarðar og Reykjavíkur voru fluttir 146 farþegar. Þegar þess er gætt, að aðeins tvær ferðir voru farnar frá 1. marz til 14. marz, sökum óhagstæðs veð- urs, má telja árangurinn af fluginu í mánuðinum góðan, þegar einnig er liöfð í liuga sú fádæma ótíð, sem verið hefir.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.