Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 5
SKUTULL
59
VERKALÝÐSFÉLAG HNlFSDÆL-
INGA
hefir náð samningum við atvinnu-
rekendur, og fela þeir í sér nokkra
hækkun á kaupi. Verður nánari
grein gerð fyrir lagfæringuni þeim,
sem þarna fengust, í næsta blaði.
SAMNINGAR BALDURS.
Af því máli er þetta að frétta,
síðan Skutull kom seinast út: Tveir
viðræðufundir voru haldnir með
öllum þorra atvinnurekenda. Við-
urkenndu þeir almennt, að sjálf-
sagt væri, að kaup hækkaði hér til
samræmis við aðra samhærilega
staði. Einn atvinnurekandinn bar
líka á öSrum þessara funda fram
kröfu um þaö, aö kaupiö yröi jafn-
hált og hér hjá öllum hraöfrysli-
húsum hér í grennd og lielzt um
alla Vestfiröi.
Þetta fékk hinar beztu undirtekt-
ir lijá samningamönnum Baldurs
og var þess óskað, að Vinnuveit-
endafélagið legði fyrir vestfirzka
atvinnurekendur að fallast á þessa
sjálfsögðu og réttmætu samræmingu
kaupgjaldsins.
Á seinni fundinum varð sam-
komulag um að kjósa skyldi fjög-
urra manna undirnefnd, skipaða
tveimur fulltrúum atvinnurekenda
og tveimur fulltrúum frá Baldri —
til þess að gera sameiginlegar til-
lögur á þeim grundvelli, er lagður
hafði verið í umræðunum. 1 nefnd-
ina voru kosnir: Þorleifur Guð-
mundsson og Karl Bjarnason fyrir
atvinnurekendur og Ragnar G. Guð-
jónsson og Guðmundur Bjarnason
fyrir verkamenn.
Þessi nefnd var að störfum mest-
an part sunnudagsins og skilaði
sameiginlegu áliti. Var þar um
miklar lækkanir að ræða frá samn-
ingsuppkasti því, sem Verkalýðsfé-
lagið hafði lagt fjjam, en þó fólu
þær í sér verulegar lagfæringar frá
eldri samningum. Létu báðir máls-
aðilar svo, sem þeir mundu mæla
með tafaríausri undirskrift samn-
inga samkvæmt þessum tillögum,
enda mikils virði að fá samning-
unum lokið bæði fljótt og friðsam-
lega.
En þegar svar barst frá atvinnu-
rekendum var farið fram á stór-
fellda lækkun á kaupi kvenna og
unglinga frá sameiginlegu tillögun-
um og liaft í liálfgildings hótunum
um rekstursstöðvanir, ef ekki yrði
að þessu gengið. Að ýmsu öðru
leyti var líka hvikað frá sameigin-
legu tillögúnum og auðvilað ein-
ungis til lækkunar.
Uppliaílega var það ósk Baldurs,
að kvennakaupið yTði eigi lægra en
75% af karlakaupinu. Með sameig-
inlegu tillögunum var þó komið
nokkuð niður fyrir það, en með úr-
slitakóstum atvinnurekenda er
kvennakaupið komið langt niður
fyrir þetla sanngirnislágmark.
Eins og nú standa sakir er gefinn
kostur á að kaup karla hækki um
10,7% í dagvinnu, en kvenna- og
unglingakaupið aðeins um rösk
9%. Þegar svo þess er gætt, að við
seinustu samninga hækkaði kaup
kvenna eiilnig heldur minna en
kaup karla, þá er bert, að það
byggist ekki á sanngirni að gera
slíkan mismun á karla- og kvenna-
kaupi einnig í þessurti samningum.
Vcrkalýðsfélagið Baldur hélt fund
í gærkveldi, og var þar samþykkt
að gefa trúnaðarráði ótakmarkað
umboð til að ljúka samningunum,
þó þannig, að fram l'engist a. m. k.
lilutfallsleg hækkun kvennakaups
móts við karla og eigi lakari samn-
ingar í heild en fólust í tillögum
fjögra-manna-nefndarinnar.
ÖÐUR LlFSINS
...... ...........
Leiðin til skilnings á lífinu, $
Til minnis
❖*.:~>**.:~:~>**v**** ***❖**.?.
Y
eða lífsskoðun heilabrota-
manns“.
Svo heitir lítið rit og athyglis-
vert, sem nýlega er komið út eftir
•M. Simson ljósmyndara.
Það er öllum Isfirðingum áður
kunnugt, að Simson leggur á margt
gjörva hönd auk lífsstarfs síns. En
liæst ber hann í vitund bæjarbúa,
vegna þess afreks, er hann hefir
unnið í kyrþey inni í Tungudal á
seinustu 20 árum. Blómskrúðið og
trjágróðurinn, sem hann hefir
töfrað fram úr skauti jarðar í garð-
inum síntim á Kornustöðum, líður
fyrir garðeigendur.
Nú er kominn tími til að sá
blómkáls- og hvítkálsfræi.
Þeim til leiðbeiningar, sem ekki
liafa áður fengizt við að ala upp
plöntur, skal hér sagt frá, hvernig
fara má að. Þeir, sem ekki liafa
vermireit, geta sáð í kassa inni, og
er bezt að nota lil þess lieldur
grunna kassa, sem léttir eru í með-
förum og er nauðsynlegt að gera
nokkur smágöt á botn þeirra.
Moldin þarf helzt að vera sand-
blandin. Fræinu er síðan dreift
jafnt yfir og þakið örþunnu
moldarlagi, -*sem síðan er
þrýst vel niður t. d. með
sléttri fjöl. Síðan er vökvað
varlega (með úðara, ef til er)
og gler sett yfir til að varna
útgufun og blað þar yfir til
að varna birtu. Kassinn er svo
hafður á hlýjum stað og þess
gætt að rakinn haldist jafn.
Þegar fræið byrjar að spíra,
er blaðið teikð af, og þegar
jafnt er komið upp um allan
kassann, er glerið líka tekið
af, og kassinn settur þar, sem
vel nýtur birtu, en hitinn er
elcki mjög mikill. Ef vel á að
vera þurfa smáplönturnar að
vera dökkgrænar og leggirnir
stuttir og digrir. Þegar plönturnar
hafa fengið 2—4 hlöð, er þeim
„priklað út“ sem kallað er. Það er,
að þeim er plantað annaðhVort í
annan kassa eða í sólreit eða vermi-
reit. Aður en „priklað er“ þarf að
vökvavelí kassanum og svo aðsjálf-
sögðu líka þegar búið er að planta
um. Það er áríðandi, að plönturnar
verði fyrir sem minnstu hnjaski og
ræturnar skaddist ekki mikið. Þeg-
ar tíðarfarið leyfir, er svo gróður-
sett í garðinn, og verða ef lil vill
seinna birtar leiðbeiningar um það
hér í blaðinu.
Þeir, sem eru svo vel settir, að
eiga sólreit eða vermireit, geta nú
einnig farið að sá salati, spínati
grænkáli og þ. h.
Þá er einiiig nauðsynlegt að 'sá
gulrótum sem allra fyrst, vegna
þess hve gulrótafræið spírar seint,
og er jafnvel gott að leggja það í
bleyti 2—3 sólarhringa, áður en
því er sáð. Sé það gert, þarf að
þurka það nokkuð, áður en sáð er,
og blanda þurrum sandi saman við,
svo að léttara sé að dreifa því. Gul-
rótum er bezt að sá þannig, að 5
raðir séu á venjulegu beði og grisja
þær síðan svo að 8 sm. verði á
milli þeirra í röðunum.
Svo segja liin blödin.
M. Simson.
engum þeim úr minni, er séð hafa
— og gera þó sjálfsagt fæstir sér
í hugarlund hvílíkt feiknaerfiði,
elja — og fórnfús ást til fegurð-
arinnar, liggur á bak við sköpun
þess listaverks, sem ég vil hil^laust
fullyrða, að garður Siinsons sé.
Myndastyttan, „Ekko“, sem marg-
ur heldur, að sé úr hvítum
marmara, sýnir líka, hvílíkur snill-
ingur Simson er í höndunum. Og
því trúa fæstir, að hún sé tilbúin
úr ómerkilegum kassafjölum, en
saint er það liið sanna í málinu.
Fyrstu viðtækin, sem bæjarbúar
notuðu, voru mörg hver eftir Sim-
son, og þannig mætti lengi telja.
Og nú kemur ljósmyndarinn,
skógræktarmaðurinn og hinn
tæknilegi fjölfræðingur fram á rit-
völlinn, og fer hreint ekki svo
ómyndarlega af stað.
Rit háns, Úður lífsins, er heim-
spekilegs efnis og hefst með for-
mála höfundar. Þá er ljóð, er nefn-
ist Lögmál frúmvindunnar, en hefði
allteins mátt bera nafn ritsins
sjálfs: Óður lífsins.
Ljóð þetta endar á þessum orð:
um:
„Fram, horfum fram með fögnuð
í anda,
framundan eygir til kærleikans
landa.
Fram, fram til fegri stranda".
Meginhluti ritsins heitir: Trú og
lífsskilningur. Undirfyrirsögn: Lög-
mál lífsins er: Ekkert án fórnar. —
Þar segir svo á einum stað: „Viljir
þú njóta hins góða, verður þú að
þola það, sem illt er. Viljir þú
verða gleðinnar aðnjótandi, verður
þú að hafa þekkt sorgina. Sé ferð-
inn'i heitið til ljóssins og kærleik-
ans, liggur vegurinn gcgn unj víti
haturs og myrkurs".
Lokakaflinn heitir Hófsemi.
Þetta rit M. Simsons hefir marg-
ar fagrar hugsanir að geyma, og
það er rilað á góðu máli. — Fleiri
hefti eru væntanleg innan skamms
af Óði lifsins.
ÞJÓÐVILJINN segir svo
um afstöðu kommúnista til
forsetakjörsins:
„Sósíalistaflokkurinn er ekki
fylgjandi kosningu núverandi for-
seta, en mun ekki heita sér fyrir
framboði gegn honum af eftir-
greindum ástæðum:
I fyrsta lagi: Fjöldasamtök þjóð-
arinnar liafa ekki séð ástæðu til
þess að koma sér saman um fram-
bjóðanda og Sósíalistaflokkurinn
álítur nú sem fyrr að eigi sé brýn
ástæða fyrir flokkinn að grípa
fram fyrir hendur þeirra.
1 öðru lagi: Sainstarfsflokkar
Sósíalistaflokksins í ríkisstjórn,
SjálfstaÆisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn, hafa ákveðið að standa
að framboði núverandi forseta —
og sér Sósíalistaflokkurinn ekki á-
stæðu til þess að fara að heyja
kosningabaráttu, þar sem þessir
samstrfsflokkar stæðu öndverðir,
þar eð slíkt væri óheppilegt gagn-
vart þeirri lijóðareiningu, sem þarf
að vera og er að myndast um
stefnu ríkisstjórnarinnar.
I þriðja lagi: Ut á við er það
nokkur kostur, meðan lýðveldi vort
er að festast í sessi, að sýna þá
þjóðareiningu, er fram kemur í því
að forseti lýðveldisins sé sjálfkjör-
inn‘2 ,
Sv^. mörg eru þau orð, en ekki
er nu ljúft, þótt dansað sé.
ALÞÝÐUMAÐURINN á Akureyri
skrifar 13. marz s.l.
„Fréttir frá stjórnarkosningunum
í verkalýðsfélögunum víðsvegar um
landið nú eftir áramótin sýna, að
verkafólkið liefir rumskast, er það
komst á snoðir um undirferli og
svik kommúnista í sambandi við
leynibréf formanns Kommúnista-
flokksins. Sumstaðar, þar sem
kommúnistar áður óðu uppi í fé-
lögunum, hafa völdin verið tekip
af þeim. Á öðrum stöðum liafa þeir
haldið velli með sáralitlum meiri-
hluta — jafnvel eins atkvæðis mun.
Hvergi annars staðar en hér er vit-
að ums að þeir hafi komizt til
valda, þar sem þeir ekki höfðu
völdin áður. Ber þetta þess ljósan
vott, að sú andstöðuhreyfing er að
rísa gegn valdabrölti Moskvamann-
anna, sem innan tíðar vfex þeim
yfir höfuð í verkalýðsfélögunum.
Kommúnistar hafa mjög fagnað
úrslitum kosninganna í Dagsbrún
• og Iðju í Reykjavík. Hinu þegja
þeir vandlega yfir að í öðrum
tveimur stærstu verklýðsfélögunum
í Reykjavík, Sjómannafélaginu og
Verkakvennafélaginu,, liafa þeir
engu fylgi að fagna. Iðju-kosning-
in var líka allt annað en glæsilegj.
1 félaginu eru um 800 manns. Á
aðalfundi mæta um 100 félagar.
Formaðurinn — kommúnistinn,
Björn Bjarnason, einn af gæðinguin
Kommúnistaflokksins, fær 58 atkv.
eða um 1/13 hluta af atkvæða-
magni félagsins".
TlMINN 13. marz:
„Þegar Cluirchill flutti ræðu sína
í brezka þinginu um Krímarfund-
inn, skýrði liann m. a. frá þeirri
ákvörðun, að þeim ríkjum yrði að-
eins boðið á ráðstefnuna í San-
Francisko, er hefði sagt Þýzkalandi
og Japan stríð á hendur fyrir
fyrsta marz.
Churchill bætti síðan við: Mörg
ríki liafa birt stríðsyfirlýsingar síð-
ustu daga!
Þegar hann hafði þetta mælt
kvað viö hlqtur þingmanna um all-
an salinn og mátti vel á því sjá, að
þingtnenn töldu þessar yfirlýsing-
ar, sem birtar liöfðu verið á síð-
ustu stundu stríðsins, næsta bros-
legar.
Þó var hér um ríki að ræða, sem
eru miklu stærri en Island og geta
lagt nokluirn skerf til hernaðar-
framkvæmda. Framkoma þeirra var
því hvergi nærri eins lilægileg og
það hefði verið, ef Islendingar
hefðu farið að lýsa yfir styrjaldar-
þátttöku".
VlSIR segi r um stríðskvaðningar-
málið 10. marz s.l.:
„Kommúnistar liafa lýst yfir því,
að þeir vilji láta færa fórnir, til
þess að íslendingar geti fengið
sæti á hekk hinna stríðandi þjóða.
I hverju geta slíkar „fórnir“ verið
fólgnar nema því, að vér tökum
beinan þátt í styrjöldinni? En
kommúnistar vita líka annað. Ef
þjóðin gerist yfirlýstur þátttakandi