Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 6

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 6
60 S K U T U L L Verzlunargróði og þjóðartekjur. Fljótaárvirkjun Siglfirðinga er tekin í notkun. i. 1 síðustu heimsstyrjöld, 1914—18, sat hér að völdum íhaldssöm em- hœttismannastjórn, enda voru þá samtök verkamanna og bænda lítið í'arin að láta til sín taka, og þessar stéttir höfðu engin skipulögð stjórn- málasamtök, fyrr en seint á stríðs- árunum. — Má því heita, að þá væri áhrifa þeirra ekki farið að gæta að neinu ráði. Samt sem áður var á þessum árum tekin upp lands- verzlun, til þess að tryggja lands- mönnum nauðsynjavörur og koma í veg fyrir óhæfilegt okur kaup- manna og heildsala með þessar vör- ur í skjóli þess, hve takmarkaður innflutningurinn varð að vera. 1 þessari heimsstyrjöld getur varla heitið, að minnzt hafi verið á landsverzlun, þegar frá eru tald- ar samþykktir flokksþinga Alþýðu- flokksins og nokkrar greinar í Skutli. Og engar tillögur hafa kom- ið fram á Alþingi, um að taka upp slíkt skipulag. Aðalskýringarinnar á þessu mun að leita í því, að síð- an vorið 1939, hefir flokkur heild- salanna, Sjálfstæðisflokkurinn jafn- an átt sterk ítök í stjórn landsins og aðalstefna stjórnarfarsins hefir allt tímabilið byggzt á því, að hægt væri að ná samkomulagi við liann, eða áhrifamenn innan hans. Petta, ásamt því, að stórútgerðar- mönnum landsins hefir af sömu ástæðu haldizt uppi að raka saman stríðsgróða, sem nemur tugum miljóna króna, er ein aðalástæðan til þess ófremdarástands, sem ríkj- andi hefir verið í fjármálum og verðlagsmálum þjóðarinnar, og hún á eftir að súpa alvarlega seiðið af, ef ekki verður röggsamlega kippt í taumana á siðustu stundu. ( II. Hvílíka geysi-þýðingu verzlunin hefir fyrir þjóðarbúskap okkar, má m. a. marka af því, að innflutning- ur til landsins nam árið 1943 um 250 milj. króna en útflutningur um 230 milj. króna, en ætla má, að heildartekjur þjóðarinnar hafi þetta ár numið ekki minna en 600 milj. króna. Það er því hreint ekki lítili hluti þjóðarteknanna, sem gengur um greipar íslenzkra heildsala. Þeir, sem kunnugir eru vinnu- brögðum heildsálastéttarinnar, vita, að með fáum heiðarlegum undan- tekningum, hafa heildsalarnir not- að aðstöðu sína í stríðinu, til þess að skammtæsér af þjóðartekjunum eins og þeim hefur þóknazt sjálfum, án þess að skeyta nokkuð þeim reglum, sem ríkisvaldið hefur sctt, til þess að takmarka gróða þeirra. Verðlagsbrot heildsalanna, sem upp hafa komizt um áramótin, gefa ör- lítið hugboð um þessi vinnubrögð, í stríðinu, þá er aðstaða hennar lil ófriðarþjóðanna um leið orðin allt önnur en hún hefir verið. Þá er hætt við því, að vér getum ekki lengur ráðið, hvaða herir fá hér bækistöðvar. Þetta vita kommúnist- ar. Þess vegna er stefna þeirra í þessu máli hvorki byggð á föður- landsást né íslenzkum hagsmunum. Þetta veit almenningur í landinu". ÓFEIGUR, blað Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu, er nýkominn út. Þar er minnzt á þingskörung Norður- Isfirðinga þessum orðum: „Eftir að búnaðarþing kom sam- an birti Mbl. óvenjulega rætna árás á búnaðarþing og bændur. Sigurður Bjarnason frá Vigur var höfundur. Hann er þingmaður Sjálfstæðis- bænda við Djúpið á daginn, en fulltrúi kommúnista á nóttunni". Svo er það ekki meira. En hvað skyldi maðurinn meina? en langmestur hluti þeirra er þess eðlis, að engin tök eru á að hafa hendur í hári hinna brotlegu. Annar vottur um gróða heildsal- anna hefur verið sýnilegur mörg- um í taumlausri óhófseyðslu sumra einstaklinga innan stéttarinnar, bæði hér á landi og erlendis. Is- lenzka þjóðin — fátækasta og minnsta þjóð heimsins — hefur leyft sér þann „luksus“ að skapa á örfáum árum heilan hóp auðkýf- inga, er tekið hafa upp lifnaðar- hætti, sem áður liafa verið óþekkt- ir á Islandi, nema í reyfarasögum þeim og kvikmyndum, sem haft hafa að viðfangsefni lýsingar á sníkjudýrum auðvaldslandanna. En afleiðingarnar af því skipu- lagi verzlunarinnar, sem látið hef- ur verið viðgangast öll stríðsárin, eru engan veginn upptaldar með verðlagsbrotum heildsalanna. 1 skjóli þessa skipulags er möguleiki til stórfelldra skattsvika ekki að- eins heildsalanna lieldur og ann- ara milliliða. Og það þarf í engar grafgötur með það að fara, að einn- ig þeir hafa skammtað sér ríflegan hluta af þjóðartekjunum. III. Islenzka þjóðin liefur undanfarið verið að koma á allskonar skipu- lagi, til þess að tryggja alþýðu landsins viðunandi lífskjör. Vmis- legt af þessu liefur verið til mikilla bóta, þótt ekki eigi allar þessar ráðstafanir óskilið mál. Verkamenn og bændur hafá reynt að bæta kjör sín eftir föngum með samtakamætti sínum og áhrifum fulltrúa sinna á Alþingi. Margt af þessum ráðstöfunum hefur kostað mikið fé, sem orðið hefur að leggja á landsmenn að greiða með auknum sköttum. Nú er veriÍS að auka þessar skattaálögur um tugi miljóna. Hin síðasta tekju- öflun kemur mjög víða við, svo næst liggur að halda, að búið sé nærri því að þurrausa alla aðal- tekjustofna ríkissjóðs. Mönnum er sagt að þessir skattar séu nauðsynlegir og engu sé að kvíða, því jafnframt sé verið að undirbúa nýsköpun framleiðslunn- ar, sem eigi að tryggja öllum at- vinnu eftir stríðið. En allar kjarabætur, öll nýsköp- un atvinnuveganna verður til lítils, ef fáeinum mönnum er fenginn í hendur mjög verulegur hluti af þjóöartekjum landsmanna og þeim gefiö iækifœri, að skammta sér af honum eftir vild, og því sízt ef þaö svo aö síðustu er lútið viögangast, aö þessar sjálfskömmtuöu tekjur fari fram hjá öllum skattskrám, en síðan sé haldið áfram æ ofan í æ að hækka álögurnar á þeim, sem fram telja allar tekjur sínar. Slíkt skipulag getur ekki staðizt. Islenzka þjóðin hefir ekki efni á að verja tugum eða jafnvel hundruð- um miljóna króna af hinuin tak- mörkuðu þjóðartekjum sínum, til þess að lialda uppi óhófseyðslu og auðsöfnun fáeinna menningarlítilla stríðsgróðamanna. Kári. TIL SÖLU: Aldekkaður trillubátur í góðu standi, stærð tæp 3 tonn. Þórður Ólafsson frá Odda, Sundstræti 29, ísafirði. Siglfirðingar hafa til þessa aðeins haft litia og dýra raforku fram- leidda í 3—400 heslafla dieselstöð.- Þeir hafa líka öðlazl þá reynslu, að rekstursöryggi slíkrar stöðvar sé ekkert sambærilegt við vatnsafls- rafstöðvar. Þessvegna réðust þeir í virkjun Skeiðsfoss í Fljótum usmarið 1942. Virkjuninni er að vísu ekki lokið ennþá, en nokkru fyrir páska var farið að reyna vélarnar, og þann 29. fyrra mánaðar (á skírdag) skeði sá merkisatburður í sögu Siglufjarð- arkaupstaðar, að hleypt var raf- magni á bæjarkerfið í fyrsta sinn frá hinni nýju rafstöð við Skeiðs- foss. Ein vélasamstæða af tveimur, sem fyrirhugaðar eru, hefir nú ver- ið sett niður og framleiðir hún sem stendur 1500—1800 hestöfl, en talið er að þessi samstæða muni geta framleitt 2300—2400 hestöfl eftir að stíflan hefir verið liækkuð um 6 metra í viðbót. Stendur til, Undir þessari fyrirsögn birtir Alþýðublaðið í heild forsíðugrein Skutuls frá 24. marz s.l. um stríðs- yfirlýsingarmálið. Löng athugasemd fylgir þó grein- inni frá ritstjóra Alþýðublaðsins. ^Alþýðublaðið lýsir sig að mestu sammála greininni, en kvartar und- an því, að Skutull skuli ekki vekja athygli á því, sem blöðin í höfuð- borginni hafi skrifað um málið. Þá telur Alþýðublaðið það rangt, að nokkur styrjaldarþátttaka felist í yfirlýsingu Alþingis í þessu máli, og skilur ekkert í, að ritstjóri Skut- uls skuli hafa rangfært samþykkt, sem gerð hafi verið í svo við- kvæmu máli, þv'í víst muni honum vera orðalag hennar fullkunnugt. — Segir blaðið að nú fari bráðum að líða að því, að sdmþykkt Al- þingis verði birt. Alþýðublaðið lýsir sig hinsvegar ákaft fylgjandi því, að Island fái sæti á San-Francisco-ráðstefnunni, þar sem — eins og blaðið orðar það — eigi ekki að ræða nein hernaðarmál yfirstandandi styrj- aldar. Að endingu flytur blaðið svo boð um j)að frá Finni Jónssyni dómsmálaráðherra út af ummælum í Tímanum, að greinin í Skutli sé skrifuð án nokkurs sambands við liann, sem og hárrétt er. Um þessa athugasemd skal það eitt tekið fram. 1. Að Skutull telur sig þess lítt um kominn ennþá, hvað sem verður, að auglýsa efni höfuðstaðarblaðanna og gefa því vængi víðar en þau fara. Þessvegna bað hann eitt dagblað höfuðborg- arinnar að flytja greinina um Stríðsmálið sínum mörgu þúsund- um lesenda, sem Skutull nær ekki til '2. Orðalag yfirlýsingar Alþingis er ritstjóra Skutuls því miður ekki kunnugt, en það er von hans, að það fari ekki mjög fjarri hinu rétta, að efni hennar sé í aðal- átriðum það, sem Skutull hefir birt — og liefir j)ó enginn ráð- herra eða alþingismaður staðið í sambandi við Skutul uni þetta mál. Þarf enginn að undrast það, þótt pukur þings og stjórnar með málið leiði til þess, að ýmiskonar mis- skilningur skjóti upp kolli, og er þó ekki víst að svo sé í þessu til- felli. 3. Alþýðublaðið vill sýnilega ekki að það verði gert í sumar. Verið er að athuga, hvaða stærð sé hæfileg á síðari samstæðu, og eru líkur til, að vatnsmagn þoli allt að 3600 hestöflum í viðbót. — Yrði þá orka stöðvarinnar, þegar fullri virkjun er lokið allt að 6000 hestöflum. Ekki er Skutli fullkunnugt um, hve mikið mannvirki þetta muni kosta, en ýmsir telja, að Skeiðs- fossvirkjunin fullgerð rnuni kosta ca. 14—16 miljónir króna. Firmað Höjgaard & Schults hefir , séð um v'erk þetta fyrir Siglufjarð- arbæ, og var Kaj Langvad verk- fræðingur aðalyfirmaður við fram- kvæmd þess. Það er fyllsta ástæða til að óska Siglufjarðarbæ til hamingju með orkuver sitt, því að engum dylst, að það getur haft ómetanlega þýð- ingu fyrir þetta bæjarfélag, sem liefir nálega óþrjótandi iðnaðar- möguleika, þótt ekki sé á annað litið en síldariðnaðinn einan. fallast á þá skoðun Skutuls, að yfir- lýsing Alþingis fari langt til með að jafngilda stríðsyfirlýsingu. Al- þýðublaðið lælur sér það nægja, að í yfirlýsingunni sé neitáð að segja nokkurri þjóð stríð á hendur og að Island sé ófáanlegt til að heyja styrjöld. En Skutull telur það nálega jafn- gilda slíkum beinum stríðsyfirlýs- ingum, ef vér tökum á oss skuld- bindingu um afnot stórvelda af landi voru á friðartímum í hern- aðar þarfir. Vitna ég enn til yfir- lýsingar sameinuðu þjóðanna, sem allir þátttakendur í San Francisco- ráðstefnunni verða að undirrita. En þar segir: Hver ríkisstjórn um sig skuld- bindur sig til þess að leggja fram öll efni sín, hernaðarleg- og fjár- hagsleg... o. s. frv. Þeim ætti þó að vera hún kunn- ug, þessi yfirlýsing, þingmönnum okkar, eða a. m. k. ætti liún að finnast í stjórnarráðinu, ef vel væri leitað. Og fynndist engum þá fara að þrengjast fyrir dyrum, ef Island hefði undirritað slíka skuldbind- ingu, jafnvel þólt vér hefðum engri þjóð sagt stríð á hendur. 4. Um San Francisco-ráðstefnuna segir ritstjóri Alþýðublaðsins að þar eigi ekki að ræða nein hernað- armál yfirstandandi styrjaldar. En á ekki að ræða þar liernaðarskipu- lag heimsins í framtíðinni? Og er það ekki einmitt það, sem máli skiptir? Eru þar nokkrar aðrar þjóðir en beinir stríðsaðilar, og getur þá litla Island átt þangað nokkurt erindi. — Þjóðin hlýtur að taka afstöðu til þessa máls, ef hún annars telur sér nokkurntíma heimilt að taka afstöðu. O-------- BLAÐIÐ TIMINN birti 6. þessa mánaðar ýmsa kafla úr grein Skutuls úm „Stríðsmálið“ á fyrstu síðu undir stórum fyrir- sögnum og táldi upplýsingar þær, er í greininni fólust hinar merki- legustu. Tíminn sagði meðal ann- ars í fyrirsögn greinar sinnar: Merkilegar upplýsingar i Skutli um stríösyfirlýsingarmáliö: Átti að leyna málinu fyrir forsela og Alþingi, ef Tyrkinn hefði getað þagað? Stríðsyfirlýsingarmálið og ráð- stefnan i San Francisco.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.