Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 8

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 8
62 S KUTULL ,x„x„x..;.,x..x..;..x„x..x.*x**>*x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**>*xm> y Y £ £ y £ Y Y Y Y Bréf frá lesendunum. Bréf frá kennara — Verðmætum kastað — Viðreisnarsamtök Bolvíkinga. x * * Y Y £ Svohljóðandi spurningu var varp- að fram í bréfi, er birt var í sein- asta blaði: „Og mér er spúrn: Hvers vegnu gengur rógurinn allllaf fjöllunum hærra hér í bæ um duglega og röska menn, sem ganga eins og lif- andi menn að síarfi sínu, en hins- vegar heyrist aldrei slyggöaryröi um áhugalausa dofringja, sem eklc- ert gagn er aö og hanga þó viS opinber störf áratug eftir áratug bæSi hér og annarstaSar, viS kennslustörf og hverskonar störf önnur?“ Ct af þessum orðum, sem ritstjóri Skutuls hafði reyndar ekki séð, að í fælist neinn broddur til neinna ákveðinna manna, hefir blaðinu nú borizt alllangt bréf frá kennara í bænum: Herra ritstjóri! ÓNAFNGREIND kona hefir fund- ið hvöt hjá sér til að skrifa varnar- bréf fyrir ágætan kennara, vegna pólitískrar árásar. Er þar röggsamlega niður kveð- inn sá draugur, sem upp var vak- inn gegn þessum ágæta félaga mín- um. En vörnin verður að ádeilu. Eft- ir viðureignina þarf hin merka kona að hnýta í endirinn einhverju, sem slöngva skal gegn þeim, er henni virðast sofa á verðinum. „Áhugalausir dofringjar“ ganga að störfum sínum í áratugi, án þess að vinna gagn, og eru kennslustörf sérstaklega tilnefnd. Ég játa, að ádeila þessi kom flatt upp á mig, eftir svo frækilega frammistöðu, til varnar starfsbróð- ur mínum. Dvöl mín hér um nokkurt árabil, hefir sannfært mig um, að kennslu- kraftar hér í bæ eru sambærilegir við hið bezta annars staðar, ef á allt er litið. Isfirzkir kennarar stunda störf sín yfirleitt með kostgæfni og sam- vizkusemi. Svo kunnugur er ég í skólum bæjarins, að ég þykist geta fullyrt þetta. Samt sem áður mun þó hnúta sú, er ég áður nefndi, eiga að vekja þá til enn frekari áhuga fyrir fræðslu barna og unglinga. Sé nú sérstök ástæða fyrir hendi til svona hnútukasts, hlýtur bréfrit- arinn að geta varið skoðanir sínar með einhverjum rökum, enda vera gagnkunnug ísfirzku skólahaldi og starfsháttum kennaranna. Ég þykist geta lofað því, fyrir hönd stéttar minnar, að sérhverri gagnrýni, sein stefnt er gegn þeim af skilningi og góðfýsi, og til að bæta úr misfellum, verði vel tekið. Hverjum þeim, sem finnur hjá sér hvöt til að leiðbeina okkur og liefir til þess reynslu og þekkingu, er þessi leið opin— og sú eina leið virðist heppileg. En hin merka kona vill ekki ganga þessa leið, eða getur það ekki. Hún kvartar um, að engin stýggðaryrði skuli falla um hina „áhugalausu dofringja“. Hér er ég ósammála. — Ég hygg, að ísfirzkir kennarar fái fyllilega sinn skerf af styggðaryrðum og rógi, ef nokkuð ber út af, og jafn- vel án þess, og að ástandið í skól- unum hafi ekki batnað verulega við þessháttar aðfarir, enda venjulega útilátnar af þeim, sem ekki kunna leiðir til úrbóta. VERKAMAÐUR SKRIFAR: „Mér hrýs hugur við að sjá öllum þunn- ildunum af fiskinum, sem við flök- um hér í íshúsinu vera kastað. Þetta mun vera afleiðing af nýju samningunum brezku, og er sjálf- sagt ekkert við því að segja. — En er engin leið til að hagnýta þennan hluta fisksins? Eru þunnildin t. d. nokkuð verri í fiskbollur en sjálf- ur fiskbolurinn? Og ef svo er ekki, er þá engin leið til þess, að íshús- in hér sameinist um að láta vinna úr þessum verðmætum? -— Ég varpa fram þessum spurningum, af því að ég liefi ekki þekkingu á slíkum hlutuin, og þó jafnframt til ábendingar, ef möguleikar skyldu vera á því að vinna þarna betur úr verðmætu efni. / bréfi frá tíolungarvílc er svo- hljóSandi kafli: STÚKUHIÍSIÐ hérna brann fyrir nokkru eins og kunnugt er. Fyrst voru menn á báðum áttum um það, hvort gera skyldi við það eða ráð- ast í byggingu á nýju húsi. — En nú eru allir orðnir á einu máli um, hvað gera skuli. — Við byggjum okkur nýtízku samkomuhús af hæfi- legri stærð fyrir Bolungavík. öll félög þorpsins hafa sameinazt um þetta hlutverk, og við erum alráðin í að vera búin að koma upp sam- eiginlegu samkomu- og íþrótta- húsi fyrir haustið. Er það ásetning- ur okkar að liafa um þetla svipuð vinnubrögð og Akurnesingar við byggingu síns íþróttahúss. Og ég er líka viss um, að samtökin verða ekkert síðri lijá okkur. í^.úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi ísfirðinga. Ekkert brauðgerðarbús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunaríélagið. Bæði seydd og óseydd. Nýtízku tæki til brauðgerðar Úrval smásagna Á ég að Skutull hefir nú tvöfaldað upplag sitt. — Hefir aldrei verið gefið út blað á Vesturlandi í jafn stóru upplagi. Vegna kaupendafjölgunar, síðan á áramótum, er ekk- ert til af seinustu blöðum. Þeir, sem vilja efla útgáfu á myndarlegu Vestfjarða- blaði eins og Skutull er nú orðinn og styðja að því að hægt verði að halda í horfi um útgáfuna, ættu að gerast fastir kaupendur nú þegar. — Þeir, sem standa í skuld við Skutul eru lík-a vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Vestfirðingar! Hringið í síma 12 3 . — Reykvíking- ar! pantið Skutul í síma 5 0 2 0. Þriðja leiðin er sú að útfylla pöntunarmiða þann, sem prentaður er hér fyrir neðan: Vikublaðið SKUTULL, Isafirði. ÁSKRIFTARBEIÐNI : Ég undirritaður óska að gerast kaupandi Skutuls. Nafn: ................................. Heimilisfang: ......................... Póststöð: ............................. HVERGI er betra að verzla en i KAUPFÉLAGINU. * Cldliiisstúlku, helzt vana niatreiðslu, vantar okkur 14. maí. Nánari upplýsingar hjá forstöðukonunni. Elliheimili ísafjarðar. úr heimsbókmenntunum á íslenzku: segja þér sögu Safn beztu smásagna heimsbókmenntanna. — Þær eru hver annari meira snilldarverk, og hafa heillað miljónir manna um víða veröld. Þar er Regn, frægasta smásaga Somerset Maughám, sem kvikmynduð hefur verið, sögur eftir Sigrid Undset, Anton Tzchechow, Guy de Maupassant, Saki o. fl. p. fl. Ef þú vilt hvíla þig frá amstri dagsins og æsandi styrjaldarfréttum, þá skaltu taka þessa margbreytilegu bók — og hvíla þig við lestur hennar. — . NORÐRI.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.