Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 4

Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 4
58 S K U T U L L — Nýjungar í tækni ÚTVARP FRAMTÍÐARINNAR Amerísk ljlöð fullyrða um þessar mundir, að þegar á i'yrsíu árunum eftir sþríðið verði fullkomin bylt- ing í útvarpstækni, vegna framfara í þeirri grein, sem orðið liafa á stríðsárunum. Hvert heimili í Bandaríkjunum verði að fá sér nýtt útvarpstæki. Nýr iðnaður, með 1000 miljóna hlutafé, muni rísa upp og starfa eingöngu að því að fram- leiða viðtæki fyrir myndaútvarp með eðlilegum litum. Ennþá meira fé muni verða varið til framleiðslu á tveimur nýjum legundum við- tækja. FM (Frequency Modulation) viðtækjum, og „Facsimile“ tækjum, sem livorttveggja eru hin undra- verðustu tæki. FM-tækin eru stuttbylgjutæki, sem útiloka allar truflanir, og skila tónum og tali með fullkominni ná- kvæmni, svo að ekki verður þekkt frá hinu upphaflega hljóði, sem út- varpað er. „Facsimile eða prentútvarp. er nokkursskonar ritvél eða heimilis- prentvét, sem er sett í samband við venjulegt útvarpstæki, og framleið- ir þá með miklum hraða dagblað, tímarit eða bók, sepi útvarpað er frá útvarpsstöðinni. Verður þannig hægt að útvarpa öllu, sem nú er hægt að prenta, þar með talið lit- myndum, landakortum o. s. frv. Auðvitað munu Ameríkuinenn sjá um, að „útvarpslesendur" fái hin- ar meistaralega gerðu auglýsingar þeirra með útvarpsdagblaðinu, sunnudagsblaðinu eða útvarpssög- unni. Húsmóðirin fær matarupp- skriftir fyrir hverja máltíð, með tilheyrandi auglýsingum, nokkrum hressandi skrípamyndum og glefsu af útvarpssögu, eða smásögu, sem liún les, meðan maturinn sýður. Því er spáð, að tæki af þessari tegund muni fá miklu meiri útbreiðslu en venjuleg útvarpstæki. Muni þau t. d. verða mikið notuð á skrifstofum, í verzlunum o. s. frv. Verð þessara tækja mun verða ftá 50 til 100 doll- ara (350—650 krónur), FM stutt- bylgjutæki munu kosta um 60 doll- ata (350 kr.) og. myndaútvarps- tæki, sem geta sýnt heilar kvik- myndir með eðlilegum litum, (þeim er lofað um leið) um 200 dollara (1300 krónur). KOL verða í framtíðinni miklu meira notuð til að vinna úr þeim ýms efni, en til eldsneytis, segja vísinda- menn. Efni úr þeim eru mun verð- mætari en cldsneytið, sem úr þeim fæst, og verður þetta því alls ekki til þess, að hætt verði að vinna kol úr jörðu. HÁKARLAR granda árlega miklum fjölda manna í suðlægum höfum og eink- um í Kyrrahafinu. Þeir verða nú vandir af þessum ljóta sið. Am- eríkumenn tiafa fundið upp efni, einskonar blek, sem mannætuhá- körlum býður sérstaklega við. Svo mikla þýðingu hefir þessi uppfinn- ing nú í stríðinu, að Churchill sjálf- ur tilkynnti fyrir skömmu í brezka þinginu, að allir brezkir flugmenn í Austurlöndum mundu framvegis hafa á sér dós með þessu efni, á- fasta við flugbúning -sinn. LÝS, FLÆR OG VEGGJALÝS liafa hingað til verið plágur, sem hylgt hafa hermennskunni. Það liefir ekki þurft að vera í þessu stríði. Ameríkumenn hafa lagt lil efni, sem er óyggjandi gegn hvers- konar skorkvikindum. Reykvíking- ar bíða með óþreyju eftir því að og vísindum. þetta efni fáist eftir stríðið, til að eyða flugum, sem eru orðnar þar lirein plága á sumrum. Þeim er ungað út í stórum stíl á öskuhaug- um bæjarins. UNDRAEFNIÐ PENICILLIN hefir þann ókost, að það er afar dýrt og vandgeymt. Er nú mikið unnið að því, að bæta úr þessu og finna aðferð til að framleiða það í stórum stíl. Brezka læknablaðið Medical Press segir nýlega, að þetta sé leyst. Brezkir vísindamenn hafi framleitt nýtt penicillin-efni, sem þeir kalla „hypbolin“. Er hægt að framleiða það ódýrt og í stórum stíl og búa svo um það í glösum, að hægt sé að senda þau í pósti, til- búin til notkunar. Penicillin er nú notáð gegn æ fleiri sjúkdómum. M. a. er það nú notað við júgur- bólgu í kúm, en sá sjúkdómur ger- ir óhemju-skaða erlendis. GLER verður notað margfalt meira en áður, eftir stríðið, segir kunn- ur amerískur efnafræðingur, sem er sérfræðingur í gleriðnaði. Það verður notað til margvíslegra hluta, svo að ótrúlegt mun þykja: sem byggingarefni, í allskonar áhöld og tæki o. s. frv. Eins og í mörgum öðrum greinum, er þeim uppgötv- unum, sem gerðar hafa verið á þessu sviði á stríðsárunum, enn haldið leyndum. NÝ BJÖRGUNARTÆKI Þúsundum mannslífa hefir verið bjargað úr sjávarháska á stríðs- árunum vegna uppfinninga, sem gerðar hafa verið á síðustu árum í því skyni. Hugmyndirnar að þess- um uppfinningum hafa ekki alltaf komið frá vísindamörtnum eða sér- fræðingum, heldur mjög margar frá ólærðum alþýðumönnum. Islenzkir sjómenn og aðrir liafa ef til vill gaman af að heyra um þessi nýju tæki, og verða því nokk- ur þeirra talin hér eftir nýrri bók um siglingaflotann brezka „Mer- chantmen at War“. Hver sjómaður í brezka siglinga- flotanum hefir nú flotvesti, sem heldur honum uppi, ef hann lend- ir í sjónum. Við vestið er fest rautt vasaljós, til þess að sýna, hvar maðurinn er í myrkri. Hefir þetta ljós lijargað mörgum manns- lífum. Þá er vincl- ocj vainsheldur al- klæðnaður eða samféstingur, jafn skjólgóður gegn liita sem kulda, vegur aðeins rúm 3 pund, að sama skapi fyrirferðarlítill. Er hann hið mesta þing í volki á björgunarbát- um eða flekum. Sjálfvirk, lítil og afareiuföld, út- varpssenditæki, eru nú höfð á björgunarbátum og flekum. Senda þau út neyðarmerki sjálfkrafa, er þau eru sett á stað, svo að ekki þarf loftskeytamann lil þess. Ein allra merkasta uppfinning, sem gerð liefir verið í þessu stríði, a. m. k. á þessu sviði, er nýtt áhald til þess að vinna drykkjarvatn úr sjó. 23 menn voru á lirakningi á björgunarbát á Atlantshafi, og voru, eins og óteljandi sjómenn á undan þeim, að dauða komnir af liorsla. Þá tók vélstjóri, sein var á bátnum til þess óyndisúrræðis að brjóta árarnar og brenna þeim til þess að hita sjó og eima hann (þ. e. kæla gufuna og fá þannig ósalt vatn). Hann notaði kexkassa fyrir eldstæði og olíubrúsa fyrir ketil, en hann fékk 3% 1. af vatni lír ræðu Guðmundar Sveinssonar i'luttri á alménnum borgaraí'undi i Alþýðuhúsinu á Isaí'irði, 8. april 1945. . . . Ekki alls fyrir löngu barst mér í hendur tímarit Rauða kross- ins. Er það gott rit að öðru leyti en því, að ritstjóra þess liefir ekki skort vilja og viðleitni í þá átt að vegsama víndrykkjuna og veita henni brautargengi. I þessu síðasta eintaki er málsgrein, sem lætur þeim mun minna yfir sér, sem hún er lævíslegri. Er hún á þessa leið: „Jón Sigurðsson forseti var ekki bindindismaður". Um sannindi þessara orða skal ekki deilt, en jiað vildi ég mega fullyrða, að ekki mundi Jón Sig- urðsson kunna ritstjóra Rauða kross tímaritsins neina þökk fyrir jiessa auglýsingu, ef hann mæt.ti nú mæla, liorfandi upp á allan þann fjölda ungra manna af báðum kynj- um, sem varpar frá sér ráði og rænu vegna áfengisdrykkju og horf- andi upp á hryggð og vonbrigði fyrsta daginn og bjargaði lífi sínu og félaga sinna. Nú- eru framleidd i stórum stíl einföld og fyrirferða- lítil eimingartæki, sem brenna elds- neyti í töflum og er jafngott þó það vökni. Slík tæki verða í fram- tíðinni í hverjum björgunarbát. Af öðrum nýjum eða endurbætt- um björgunartækjum má nefna þessi: Tæki neðan á björgunarbáta, til þess að renna þeim niður hall- andi skipshlið, tæki til þess að hjálpa mönnum til að hanga á kili, vindtjöld og hlífar fyrir báta og fleka, teppi í vatnsheldu fóðri, stig- ar, sem leggja má saman, til þess að komast upp í báta úr sjó, spegl- ar til að gefa með ljósmerki, segl, lituð þannig að þau sjáist úr sem mestri fjarlægð, flugeldar og reyk- merkjatæki, sjókort og áttavitar af sérstökum gerðum o. m. fl. Nú farast aðeins 12% af skipshöfnum, skipa, sem eru skotin niður, og 3 af liverjum 200 þeirra, sem komast í björgunarbáta eða fleka. Þó að kafbátahættan sé nú að mestu liðin hjá, væri ef til vill ekki úr vegi, að það væri athugað liér á landi, hver af þessum tækjum eru til hér, og hvort ekki væri rétt að útvega þau. IIRAÐINN EYKST. Hámarkshraði flugvéla hefir auk- izt stórlega í þessari styrjöld. Fyrir stríð var mesti hraði hinna hrað- fleygustu flugvélateguuda talinn um 500 kílómetrar á klukkustund. Nú geta hraðfleygustu orustuflugvélar flogið 1100—1200 km. á klst. Það svarar til þess að þær fari á 1 klst. inilli Reykjavíkur og Skotlands, en á 15 mín. milli Reykjavíkur og ísa- fjarðar. Nú eru komnar á regluleg- ar flugferðir yfir Atlantshafið. Beina leið til New-York er sú vega- lengd rjú farin á 6 klst. Fyrir rúm- um 100 árum, þegar gufuskipin voru álíka gömul uppfinning og flugvélarnar eru nú, þ. o. a. s. ný- komin af tilraunastiginu fóru þau sömu vegalengd á 25 dögum. Nú þykjast sérfræðingar hafa reiknað út, að mesti hraði sem hugsanlegt sé að ná með flugvélum sé 25 þús. enskar mílur á klst. og sé þá flogið í háloftunum. Sá hraði svarar til þess, að þá verði farið milli Islands og Englands á tæpum 2 mínútum. Vonandi verða mennirnir þá búnir að koma á hjá sér betra skipulagi, svo að þær flugvélar verði ekki notaðar til manndrápa. Því að ekkert samgöngutæki, sem menn hafa fundið upp liefir verið notað eins til blóðsúthetlinga og eyðilegginga eins og flugvélarnar og því meir, sem þær hafa orðið fullkomnari. góðra foreldra, sem fá soninn sinn eða dótturina heim útúrdrukkin. Ungir og gamlir vegsama minningu Jóns Sigurðssonar og margur er sá æskumaðurinn, sem vill líkjast lion- uin. Það er því sannarlega eitur- gerill, sem læknirinn, ritstjóri Rauða kross tíinaritsins, sprautar inn í sálarlíf ungmennisins, sem ef til vill einnig vill líkjast forsetan- um í hófsamri áfengisdrykkju, en finnur svo ekki takmörkin þar; missir sjónar af ætlunarverkinu, og kastast út á ræfilsstigu mannlífs- ins. Það er illt til umhugsunar að tímarit, sem vill vinna að líkam- legri heilbrigði fólks, skuli jafn- frumt vinna að því, að stærsti böl- valdur líkamlegrar og andlegrar heilbrigði hreiðri um sig meðal ungra kvenna og karla ... Guðni. Sveinsson. Fréttatilkynningar frá ríkisstjórninni. SíSaslliSinn laugardug, hinn 7. þ. m. var undirritaður í Stokkhólmi viðskiptasamningur milli Islands og Svíþjóðar. I samningi þessum, sem gildir til marzloka 1946, er m. a. gert ráð fyrir, að Svíar veiti út- flutningsleyfi fyrir allmörgum iðn- aðarvörum, þ. á. m. efni til upp- setningar á rafstöðvum, vitabygg- ingarefni, rafvélum og öðrum raf- magnshlutum, síinaefni, bátamótor- um, landbúnaðarvélum, skilvindum, kæliskápum, pappír og pappa, eld- spítum, verkfærum, trévörum og timburhúsum. Af Islands hálfu er gert ráð fyrir að selja Svíum 125 þúsund tunnur af síld. * Hinn 5. þ. m. veitti forseti Is- lands Einari Arnórssyni, liæstarétt- ardómara, lausn frá embætti, sam- kvæmt tillögu dómsmálaráðherra, með fulluin launum samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar, frá 1. maí næstkomandi að telja. Einar Arnórsson er nú á 66. ald- ursári og hefir hann verið í þjón- ustu ríkisins frá miðju ári 1908 eða nærfellt 37 ár. Hafði hann látið í ljós við dóms- málaráðuneytið, að sér væri þæg- indi að jiví að fá lausn frá embætti með þessum hætti. Svo sem dómsmálaráðherra lýsti yfii' á 25 ára afmæli Hæstaréttar, befir ríkisstjórnin ákveðið að nota heimild laga nr. 112, 1935, um Hæstarétt, og fjölga dómendum Hæstaréttar í fimm. Samkvæmt því eru nú þrjú dómaraembætti í Hæstrétti auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 20. þ. m., en gert er ráð fyrir, að þau verði veitt frá 1. maí næstkomandi. * Vegna unvnæla í einu dagblað- anna nýlega skal það lekið fram, að samkvæmt tilmælum ríkisstjórnar- innar hefir lierstjórn Bandaríkj- anna á Islandi séð um sendingu veðurfregna til verstöðva víðsvegar um landið. Útsending þessara fregna hefir átt sér stað frá því um miðjan febrúarmánuð s.l. * Björn Jóhannesson frá Hofstöð- um í Skagafirði lauk doktorsprófi 22. marz við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum. Sérgreinir hans eru jarðvegsfræði og ræktunar- fræði. Fjallaði ritgerð hans um á- hrif jarðvegsdýptar á vöxt plantna. Hlaut dr. Björn mjög háa einkunn við prófið. Dr. Björn er ráðinn starfsmaður Atvinnudeildar Háskólans.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.