Skutull - 13.04.1945, Blaðsíða 3
SKUTULL
57
Línuyeiðarinn Fjölnir
frá Þingeyri sekkur í hafi.
Fimm menn farast.
Fá eða engin byggðarlög á lslandi
hafa orðið fyrir þvílíkum búsifjum
— goldið slíkt afhroð af stríðsins
völdum sem Dýrafjörður.
Fróði — Hólmsteinn — Hilmir;
Þessi skipanöfn rifja upp fyrir
hverjum Islendingi harmsögulega
minningu, sem vér eigum erfitt
með að afmá úr vitund vorri, þótt
tímar líði.
Og nú hafa Dýrfirðingar orðið
fyrir fjórða áfallinu. Þeir hafa
misst sitt stærsta skip, línuveiðar-
ann Fjölni.
Samkvæmt símtali við fram-
kvæmdastjóra Fjölnis, herra Magn-
ús Amlin á Þingeyri, hefir þessa
harmsögu borið þannig að:
Fjölnir var á leið til Englands
með fisk frá Vestmannaeyjum.
Hann er kominn nálægt Englands-
ströndum, og verður að sigla ljósa-
laus vegna kafbátahættunnar. Þá
verður ásigling. Hann rekst á enska
skipið Layrits Grove skammt und-
an London Derry — sekkur á
skammri stund, og helmingur skips-
hafnarinnar, 5 menn farast, en hin-
ir fimm komast lífs af. — Þetta
Yfir Rin.
Fyrstu lierir Bandamanna eru
fyrir nokkru komnir yfir Rín. Það
er einn af stórviðburðum stríðsins,
sögulegur atburður. Churchill, sem
fékk ekki að vera viðstaddur land-
gönguna í Frakklandi — vegna
hræðslu herforingjanna um líf
hans, kom nú sjálfur á vettvang til
þess að ávarpa Montgomery og her-
menn hans. Vafalaust hefir hann
brýnt fyrir þeim, að yfirferðar
þeirra yfir Rín yrði minnzt í ver-
aldarsögunni. Frá hernaðarsjónar-
miði er það heldur ekki smáræði
að fara með miljónaher yfir óbrúað
fljót, sem er 300—500 metrar milli
bakka. Herir Bandamanna hafa
undanfarna mánuði verið að fara
yfir stærsta og öflugasta virkja-
belti, sem nokkurntíma hefir verið
gert, „Maginot“- og Siegfried“-
virkin samanlögð. Þjóðverjar hafa
i mörg ár unnið að því að gera
þessi virki eins fullkomin og liægt
er. Þeir hafa liaft 3—4 miljóna her
til varnar þeim, og hafa.þeir kom-
ið langmestum hluta þessa liðs yfir
fljótið.
Það er því engin furða, l)ótt þessi
spölur hai'i verið torsóttur.
Rín er síðasta „varnarvirki"
Þýzkalands að vestan. Nafn þess er
nátengdara sögu Þjóðverja en nokk-
uð annað, frá því er liún hófst, er
þeir brutust yfir fljótið fyrir 2000
árum, til þessa dags.
Fyrirœtlanir nazista.
Hver Þjóðverji veit, að þegar Rín
er á valdi óvinanna, er spilið tapað.
En engin ástæða er samt til að ætla,
að vörn þeirra bili skyndilega nú.
Nazistaforingjarnir liafa í brjálæði
sínu tekið þá ákvörðun að berjast
„til síðasta manns“. Og þýzka þjóð-
in er á valdi þeirra. Það er stað-
reynd, sem margir hafa ekki gert
sér nægilega ljósa, en menn eiga
eftir að sjá betur. Enginn vafi er
á því, að þýzkir herforingjar hafa
nú eins og 1918 viljað gefast upp
og bjarga þvi, sem bjargað verður.
gerðist klukkan 1 á þriðjudaginn,
10. apríl.
Mennirnir, sem fórust, voru
þessir:
Magnús Jóhannesson frá Ásgarði,
Þingeyri, ungur maður og ókvænt-
ur.
Pétur Sigurðsson frá Hvammi í
Dýrafirði, ókvæntur.
Gísli Gíslason, Þorbergssonar
héðan frá ísafirði, ungur maður og
ókvæntur. Harin á aldraða foreldra
á lífi.
Guðmundur Ágústsson frá Aðal-
vík, ungur maður og ókvæntur.
Pálmi Jóhannsson, skráður í
Reykjavík og eigi fullkunnugt um
heimilsfang. — Sennilega liefir
hann verið úr Árnessýslu.
Þeir, sem björguðust, voru skip-
stjórinn, Jón Sigurðsson, stýrimað-
urinn, Steinþór Benjamínsson, Þor-
lákur Arnórsson Magnússonar, héð-
an frá Isafirði og 1. og 2. vélstjóri,
sem báðir voru frá Reykjavík, en
Skutull hefir ekki fengið uppgefin
nöfn á.
Fjölnir var 122 smálestir. Byggð-
ur í Skotlandi árið 1922.
En Hitler — eða Himler — hefir
líf þeirra í hendi sér og getur enn
skift um herforingja eins og peð á
taflborði. En hver er þá tilgangur
Nazistaforingjanna með hinni von-
lausu vörn? Hann er sá, að láta
Bandamenn leggja Þýzkaland í
rústir, hálda áfram stríðinu gegn
þeim „neðanjarðar“ eftir að allir
þýzkir herir hafa orðið að gefast
upp, gera Þýzkaland að ólæknandi
meinsemd í miðri Evrópu, svo að
engar „útsendar“ stjórnir Banda-
manna geti stjórnað því. Margar
sannanir eru til fyrir því, að naz-
istar eru staðráðnir i því að halda
eyðileggingarstarfi sínu meðal
þýzku þjóðarinnar áfram, eftir að
sjálfu stríðinu lýkur. Þeir liafa flutt
stórfé úr landi i því skyni og búið
sig undir það á margvíslegan hátt.
Áhrifasvæ'öi Rússa i Evrópu.
Eftir Krímfundinn er það nú
í ölluin aðalatriðum orðið ljóst,
hvernig málum verður skipað eftir
stríðið. Heiininum verður skipt í
„áhrifasvæði" stórveldanna þriggja,
sem liafa unnið stríðið, Rússa,
Bandaríkjanna og Breta. öll Aust-
ur-Evrópa, nema Grikkland, verður
„áhrifasvæði" Rússa. Landamæri
Rússlands, í þrengri merkingu,
verða að lieita má hin sömu og fyr-
ir 1914. Eystrasaltsríkin, Eistland,
Lettland og Litháen, austurhluti
Póllands, Rutheníaf hingað til hluti
af Tékkoslóvakíu) og Bessarabía
verða innlimuð í Sovétríkjasam-
bandið. Þá verður belti af ríkjum
frá Svartahafi til Eystrasalts,
Rúmenía, Búlgaría, Ungverjaland,
Júgóslavía, Tékkóslóvakía og Pól-
land, sem verður að koma sér vel
við hinn volduga nágranna i austri.
1 öllum þessum löndum (nema
lielzt í Tékkóslóvakíu) hefir til
þessa ríkt gerspillt yfirstélt. Ann-
arsvegar hafa gósseigendur og
aðall setið yfir gæðum landsins og
hneppt alþýðu sveitanna í kúgun
og áþján í krafti miðalda lénsveld-
Framh. á bls. 61
GRlMUR JÓNSSON útvegsbóndi
í Súðavík varð sextugur þann 4.
þessa mánaðar. — Hann er fæddur
að Bæ í Steingrímsfirði, en fluttist
á barnsaldri með foreldruin sínum,
Jóni Valgeir Hermannssyni og Guð-
rúnu Jóhannesdóttur, lil Súðavík-
ur. Þar hefir hann svo búið öll sín
þroskaár og látið margt til sín
taka.
Hreppstjóri hefir hann nú verið
í 30 ár, og mjög lengi var hann
sýslunefndarmaður fyrir Súðavík-
urhrepp.
Miklar jarðarbætur hefir Grimur
framkvæmt á bújörð sinni. Verzlun
rak hann og um skeið. Aðalvið-
fangsefni Gríms hafa þó jafnan ver-
ið útgerðarmálin. Byrjaði hann ung-
ur að stunda sjómennsku og for-
mennsku, og alltaf liefir hann unn-
ið sjálfur að útgerð sinni af mikl-
um dugnaði. Rekur hann nú mynd-
arlega útgerð ásamt Árna Guð-
mundssyni skipstjóra og Magnúsi
syni sínum og í sambandi við hana
allstórt hraðfrystihús.
Grímur Jónsson er stórbrotinn í
lund, ráðríkur nokkuð, en hinn
ötulasti athafnamaður.
Kona hans, Þuríður Magnúsdótt-
ir er sjaldgæf dugnaðar- og gáfu-
kona og hin ágætasta liúsmóðir. —
Er heimili þeirra lijóna að verð-
ugu rómað fyrir stórbrotna gest-
risni og myndarskap.
LÚÐRASVEIT ISAFJARÐAR hef-
ir nýlega haldið aðalfund sinn. 1
stjórn 'voru kosnir:. Daníel Sig-
mundsson formaður, og Hermann
Björnsson og Sigmundur Guð-
mundsson meðstjórnendur. Stjórn-
andi sveitarinnar er Gúnnar Hall-
grímsson. — Lúðrasveitin hefir nú
tekið upp æfingar á ný.
SLYSAVARNASVEIT ISAFJARÐ-
AR, KARLADEILDIN, hefir fyrir
nokkru náð samkomulagi um það
við Sigurð Dahlmann símstjóra, að
Slysavarnasveitin fái að hafa sér-
stakan mann á loftskeytastöðinni
hér kl. 10—11 á kvöldin, til þess
að standaXí sambandi við báta, sem
ekki eru komnir að landi fyrir
þann tíma. Hafa bátarnir verið
beðnir að hafa talstöðvar sínar
opnar á þessum tíma og láta helzt
um sig vita. Standa að þessu sam-
komulagi allar slysavarnasveitirnar
(karladeildirnar) frá Súðavík til
Þingeyrar að báðum stöðum með-
töldum.
Formaður Karladeildarinnar á
ísafirði er Sigurjón Sigurbjörnssön
skrifstofustjóri Samvinnufélags Is-
firðinga, og í stjórn með honum
Krisfján Kristjánsson varaliafn-
sögumaður, gjaldkeri, og Guðmund-
ur Guðinundsson skipstjóri, ritari.
Stjórnarformaður þess hluta Björg-
unarskútusjóðs Vestfjarða, sem er í
vörzlu Karladeildarinnar hér, er
Högni Gunnarsson kaupmaður.
IÐNSKÓLANUM var slitið s.l.
laugardagskvöld í samsæti, er Fé-
lag iðnnema efndi til. Skólastjór-
inn, Björn II. Jónsson var fjarver-
andi úr bænuin, og sagði Ólafur
Björnsson kennari skólanum slitið
fyrir hönd föður síns. Einnig af-
henti hann bókaverðlaun, liringjara
skólans, Richard Hallgrímssyni
skipasmiðanema frá Grafargili í
önundarfirði, og Júlíusi Tli. Helga-
syni, er fékk beztu einkunn í reikn-
ingi. Voru síðari verðlaunin veitt
af sjóði Hans heitins Einarssonar
kennara.
Prófi luku úr Iðnskólanuin að
þessu sinni þeir Finnur Finnsson,
skipasmíðanemi. Magnús Konráðs-
son rafvirkjanemi og Júlíus Thor-
berg Helgason rafvirkjanemi.
• Magnús Konráðsson stjórnaði
lokahófi iðnnema af röggsemi. —
Þar voru ræður fluttar og sungið
og dansað og rausnarlegar veiting-
ar á borðum.
lSFIRZKIR TEMPLARAR heim-
sóttu nýlega stúkuna Hörpu í Bol-
ungavík, eins og frá var skýrt hér
í blaðinu. Á sunnudaginn bauð
stúkan Dagsbrún Hörpu til sín, og
voru milli 40 og 50 góðtemplarar
úr Bolungavík á skemmtifundi, er
Dagsbrún hélt á sunnudagskvöldið.
Þar voru fjölbreytt og fjörug ræðu-
höld og mikill söngur.
Stúkan Harpa starfar nú með
fjöri miklu og hefir nálega tvöfald-
að félagatölu sína í vetur. Er mik-
ill hugur í mönnum að útrýma á-
fenginu í Bolungavík, enda aðdáun-
ar vert, hvílíkum árangri hefir ver-
ið náð-í því efni nú í vetur.
GUÐMUNDUR FINNBJÖRNS-
SON hefir nýskeð lokið sveins-
prófi í málaraiðn.
HÉRAÐSSKÓLINN 1 REYKJA-
NESI hefir lokið störfum að þessu
sinni. Hinsvegar er Barnaskólinn í
Reykjanesi starfandi ennþá. Kenn-
arar við skólana i Reykjanesi eru
nú sem kunnugt er Þóroddur Guð-
mundsson frá Sandi skólastjóri,
Einar Guðmundsson þjóðsagnarit-
ari og Aðalsteinn Hallsson íþrótta-
kennari.
KENNSLU VAR LOKIÐ í Gagn-
fræðaskólanum s.l. miðvikudag og
hófst þá upplestrarleyfið. — Próf
munu hefjast þann 20. þessa mán-
aðar og verður skólanum sennilega
slitið 5. maí.
MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR, fyrr-
um ljósmóðir, tendamóðir Páls
Jónssonar kaupmanns, lézt síðast-
liðinn miðvikudag að heimili dótt-
ur sinnar frú Lovísu Þorláksdóttur.
iKVIKNANIR. Síðastliðinn mið-
vikudagsmorgun kom upp eldur i
liúsi Guðmundar Jónssonar frá Mos-
dal. Nokkrum klukkustundum síð-
ar varð elds vart í „Apótekinu". Á
báðum stöðum var eldurinn slökkt-
air, áður en hann liafði valdið
nokkru teljandi tjóni. — Slökkvi-
liðið var kallað á vettvang í bæði
skiptin.
FYRIR SKÖMMU bárust stjórn
Björgunarskúlusjóðs Vestfjarða
þessar gþafir:
50 kr. frá ekkju, sem ekki óskar
að láta nafns síns getið.
150 kr. frá Þormóði Sigmundssyni
sjúklingi á Kópavogshæli til minn-
ingar um bróður hans, Guðmund
Sigmundsson, er drukknaði við
Snæfjallaströnd um aldamótin síð-
ustu, aflient af Sigurði Bjarnasyni
ritstjóra.
Fyrir báðar þessar gjafir flytur
stjórn Björgunarskútusjóðs gefend-
um beztu þakkir um leið og lnin
árnar þeim alls liins bezta.
Stjórn Björgunarskútusj. Vestfjaröa
— Handan um höf. —
Yfir Rín. — Fyrirætlanir nazista. — Ahril'asvæði Rússa.
Stríðið gegn fasismanutn. — Nýsköpun. — Nýskipun.