Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 1

Skutull - 16.09.1946, Blaðsíða 1
XXIV. ár. ísafirði, 16. sept. 1946. 34.-35. tbl. Aðsend merkisgrein: Alfrjálst lýðveldi eða leppríki stórveldanna. Einar Þveræingur. FÁEINIR' atburðir í sögu þjóð- anna eru svo raikilfenglegir, að þeir standa mönnum ljóslifandi fyrir sjónura frá kyni til kyns, og raenn verða því vissari um þýðingu þeirnv sem lengra líður. Vér Is- lendingar eigura þau dæmi slíkra atburða, að of langt yrði upp að lelja. En hver inan ekki Árna Odds- son, er hann skrifaði tárfellandi undir á túninu í Kópavogi 16(i2, eða Jón Sigurðsson, er hann stjórn- aði talkór bændakarlanna í sal Menntaskólans 1851 og þeir „mót- mæltu allir“. örfáar setningar hafa verið sagð- ar svo snjallt og linittilega, að þæi; lifa í minningu kynslóðanna, með- an sú tunga er töluð, er þær voru sagðar á, og jafnvel lengur. Hvenær mun fyrnast spurning Snorra goða á Alþingi árið 1000: „Hverju reidd- ust goðin ... ?“ eða svar Jóns Ara- sonar á blóðvellinum í Skálliolti 1550: „Veit ég það, Sveinki . ..?“ En liitt, að heil ræða geymist kynslóð eftir kynslóð, öld af öld, það er óhugsandi, nema hún feli í sér meira en fágað form snilldar- innar, skarpleika þjálfaðs hugar eða allan þótta mikillar persónu. Þess eru fá dæmi úr lífi allra þjóða, og engin, nema slík ræða sé um leið stefnuskrá stórkostlegrar lireyfingar, kjörorð heillar kyn- slóðar, eða feli í sér inntak örlaga- þrunginnar baráttu, er þeim, sem liana heyja, þykir meira um vert en sitt eigið líf, en líf afkomenda sinna, alinna og óborinna, undir komið. 1 veraldarsögunni allri er ef til vill ekkert stórfenglegra dæmi slíks, en ræða Abraliams Lincolns yfir hermannagröfunum við Gettys- borough, því að hún er enn í dag ein hin ágætasta stefnuskrá alls þess, sem vér köllum lýðræði og frelsi. Án þeirrar ræðu væru Amer- íkumenn að líkindum þrælahalds- menn enn í dag, og ef hún hefði aldrei verið haldin, hefðu þeir éf til vill ekki verið fáanlegir til að fórna nokkru mannslífi, hvað þá einum eyri, til þess að losa heiminn við Hitler og hans hyski. * EN vér Islendingar eigum ræðu, sem oss hefir auðnazt að varðveita í þúsund ár, ef til vill ekki orðrétta, eins og hún var flutt, en áreiðan- lega efnislega rétta og ekki síðri að búningi. Það er sú ræða, sem Snorri Studuson segir, að bóndi einn í Þingeyjarsýslu, sem annars er að fáu getið, hafi flutt á „klíku- fundi“ Norðlendinga á alþingi, árið — Loðinn leppur. 1024. Vér vitum, að rúm 200 ár voru liðin frá því að orð Þveræ- ingsins, „sem enginn kvaddi að“, er þeir höfðingjarnir ræddu tilmæli Ólafs digra um herstöðvar á Is- landi voru töluð þar lil „folgsnar- jarlinn“ færði þau í letur. — Og „endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var“. Má vera, að svo hafi verið um ræðu Þver- æingsins, er fóstri Jóns Loftssonar liafði heyrt sagt frá í æsku sinni; að hirðmanni Skúla jarls hafi þótt þau því fegurri og innihaldsríkari, því meir sem efinn um ágæti kon- ungdóms heimsótti tvíráðan liug hins veraldarþreytta lieimspekings í Reykholti. En hitt er víst, að vel má þeim segjast, gullmunnum vorum, í næstu þúsund ár, ef orðþeirraverðaminn- isstæðari afkomendum vorum, en oss eru nú orð Einars Þveræings í frásögn Snorra Sturlusonar: . .„ÞVl er ég fáræ&iiui um þelta mál, að engiiui hefir mig að kvatt. En ef ég skal segja mina ætlan, þá hygg ég, að sá.muni til vera hér- landsmönnum aö ganga ekki undir skattgjafir viö Ólaf kommg og allar álögur hér, þvílíkar, sem hann hefir viö menn í Noregi. Og munum vér eigi þaö ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæöi oss og sonum vorum og allri ælt vorri, þeirri, er þetta land byggir, og mun ánauö sú aldrei ganga eöa hverfa af þessu landi. En þótt konungur sá sé góö- ur maöur, sem ég trúi vel, aö sé, þá mun þaö fara héöan frá sem hingaö til, þá er konungaskipti veröur, aö þeir eru ójafnir, sumir góöir, en sumir illir. En ef landsmenn vilja lialda frelsi sinu, því er þeir hafa liaft, síöan er land þetla bijggöist, þá mun sá lil vera aö Ijá konungi einskis fangstaöar á, hvorki um landaeign hér, né um þaö aö gjalda héöan ákveönar skuldir, þær, er til lýöskyldu megi metast. En hitt kalla ég vel falliö, aö menn sendi konungi vingjafir, þeir er þaö vilja, hauka eöa hesta, tjöld eöa segl, eöa aöra þá hluti, er sendilegir eru. Er því þá vel variö, ef vinátta kemur í mót. En um Grímsey er þaö aö ræöa, ef þaöan er enginn hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæöa her manns. Og ef þar ér útlendur her og fari þeir mcö langskipum þaöan, þá ætla ég aö mörgum kotbóndanum muni þgkja veröa þröngt fyrir dyrum“. * ÞaÐ má vel vera, að frá sjónar- miði kaldrar skynsemi einnar megi meta það til mikilmennskubrjálæð- is, að rúmlega 100 þúsund manna þjóð þykist hafa rétt til þess og skyldu við sjálfa sig, að ráða sér sjálf, eiga land sitt ein og sjá sér farborða í heiminum, eins og hann er í dag, en hinu getur enginn neit- að, hvar sem leitað er, að slíka ræðu, slíka stefnuskrá fyrir sjálf- stæðisbaráttu sína eiga fáar þjóðir. — Ekki þeir í Andorra eða Lichten- stein eða San Marino — jafnvel ekki í Vatikaninu sjálfu. Ef nokkur þjóð á orð, sem geti lýst henni sem leiftur um nótt fram um allar aldir, þá eru það Islend- ingar. Svo er meðal annars fyrir að þakka ræðu Einars Þveræings, sem „folgsnarjarlinn“, sem sá og vildi betur en hann gerði, hefir gefið oss. * EN Islendingar eiga önnur dæmi, sem eigi er síður vert að muna, þótt ekki sé eins gott að minnast þeiría. —- Þau gerast nú fleiri í dag, en gott er. Á Alþingi '1281, nítján vetrum eða átján eftir að bændur fyrir norðan og sunnan land sóru Hákoni kon- ungi hinum kórónaða land og þegna með þeim skilmálum, er greindi í Gamla sáttmála, varð einn sá atburður, er ætti að vera minn- isslæður öllum Islendingum um langa fraintíð, svo sem hann hefir þólt athyglisverður öllum, sem bera skyn á, hvílíkt afrek forfeður vor- ir unnu, er þeir stofnuðu „höfð- ingjalýðræði“ sitt fyrir þúsund ár- um, þegar allar aðrar þjóðir heims- kringlunnar voru seldar undir meira og minna þungbært ok kon- unga af guðs náð, en Islendingar „einir allra þjóða í veröldinni þjón- uðu ekki undir neinn konung“, eins og sendiherra páfa komst að orði, er hann heyrði af slíku úndri með- al þjóðanna og þótti næsta ósann- legt. * Á ALÞING 1281 kom sendimað- ur og fulltrúi þess þjóðskipulags, sem þá ríkti í heiminum utan Is- lands. Hann kom með nýjan sið, nýja lögbók handa Islendingum. „Fannst mönnum svá, sem marg- ir hlutir væri í henni frekir mjök um óbótamál og aðra hluti, þá sem óhentir vóru landslýðnum.“ Sennilega hefir bænduin þótt sá ,,herra“ — því að svo var skylt að kalla hann í hverju orði — skarta nokkuð undarlega lynggrónar brekkurnar við öxará, og boðskap- ur hans eigi síður framandi. Vafalaust liafa það verið Vest- firðingar, sein lengdu tilil þessa „lierra“ og kölluðu hann herra Loð- inn „lepp“. — „Þessi Loðinn liafði verið nokkruin sinnum með send- ingum Magnúss konungs til ýmissa landa ok svá allt út í Babyloníam; var hann af þessu frægur mjök“. Framliald á 8. síðu. Amerísk hernaðaryfi rvfi I d George C. Marschall æðsti yfirmaður alls Bandaríkja- hers. — Charles Bonesteel, sem lengi var yfirmaður banda- ríska setuliðsins liér á landi. — Stásslegir eru slíkir um- boðsmenn erlendra hervelda, en valdamiklir eru þeir einnig í kot- ríkjum, eins og Islandi, svo að ekki er fullvíst, að ráðherrar séu stór- um máttugri á úrslitastund.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.